Náttúra

Vísindamenn hefja leit að tasmaníutígrum

Skipulögð leit er hafin að tasmaníutígrum í fylkinu Queensland í Ástralíu eftir að „trúverðugar“ ábendingar bárust um að sést hefði til þeirra þar. Tasmaníutígurinn hefur verið talinn útdauður í 80 ár þótt fólk haldi því reglulega fram að hann hafi...
28.03.2017 - 10:27

Lóan er komin

Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Óvenjumargar lóur ákváðu að vera um kyrrt á Íslandi nú í vetur, í stað þess að fljúga til Bretlandseyja eins og...
27.03.2017 - 11:09

Náttúrufræðistofnun opnar merkilega kortasjá

Kortasjá sem flokkar landið í svæði eða vistgerðir með svipuðum gróðri, dýrum, jarðvegi og loftslagi var opnuð í dag. Vísindamenn Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa unnið að gagnasöfnun í 18 ár.
17.03.2017 - 18:04

„Eins og að horfa í stjörnukíki út í geiminn“

Hún er heilluð af Mývatni og hefur skrifað fallega bók af mikilli væntumþykju um undur vatnsins, sveitina sem við það er kennt, fuglana, fiskana, fólkið og fjallahringinn. Unnur Jökulsdóttir hefur áður skrifað um náttúru, fólk og ferðalög, en sendir...
17.03.2017 - 11:03

Rauðhöfðaönd og toppönd verptu á Tjörninni

Sjö andategundir verptu á Tjörninni í Reykjavík í fyrrasumar, þar á meðal rauðhöfðaönd og toppönd, sem sjaldan verpa þar. Þá hafa ekki verið fleiri duggendur á tjörninni í 36 ár og viðkoma skúfandar var sé besta í 15 ár. Undanfarna áratugi hafa fimm...
16.03.2017 - 15:15

Samleið landbúnaðar og náttúruverndar

Bændur ráða yfir stærstu hluta láglendis Íslands og eru því mikilvægur hlekkur í náttúruvernd. Notkun þeirra á landi sínu hefur mikil og fjölbreytt áhrif á fuglastofna. Þetta er eitt af því sem kemur fram í doktorsrannsókn Lilju Jóhannesdóttir í...
01.03.2017 - 16:28

„Börn, dýr og náttúra eru órofa heild“

„Maður finnur það hvað börn dýr og náttúra eru órofa heild,“ segir Matthildur L. Hermannsdóttir leikskólastjóri á Laufásborg en á leikskólanum í miðborg Reykjavíkur búa fjórar hænur. Matthildur segir börnin læra mikið af því að umgangast dýrin á...
18.02.2017 - 15:55

Fundu yfir 20 dauða æðarfugla á Tjörnesi

Danskir ferðamenn, sem voru á ferð um Norðurland, fundu yfir 20 dauða æðarfugla í Tungulendingu á Tjörnesi. Náttúrufræðingur segir óljóst af hverju fuglarnir hafi drepist, en þeir séu mjög horaðir.
20.02.2017 - 10:45

Fjöldi fólks fóðrar hrafninn

Margir bera út æti fyrir hrafninn. Á Ísafirði er það útbreidd hefð og íbúar telja að honum sé jafnvel gefið meira en þörf er á. „Hvað gerir maður ekki fyrir svangan fugl?“ segir fuglavinur sem fæðir hrafninn á Ísafirði. Hún telur að hröfnum hafi...
06.02.2017 - 14:00

Kósí að kúra með æðarungunum

Í miðjum Breiðarfirðinum er lítil eyja sem heitir Hvallátur en á þessum einangraða stað býr fólk að sumri til og fæst aðallega við æðarbúskap. Á eyjunni hefur skapast einstakt samband á milli barnanna og æðarunganna.
26.01.2017 - 16:06

Jane Goodall kennir Ævari að tala eins og api

Dr. Jane Goodall, ein merkasta og ástsælasta vísindakona heims hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd en þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Hún heimsótti Ísland síðasta sumar og Ævar vísindamaður gat ekki látið tækifærið til að...
01.02.2017 - 10:30

Mikil skjálftavirkni í virkum eldfjöllum

Fjórir stórir skjálftar urðu í Bárðarbungu í dag. Jarðskjálftavirkni í Kötlu, sem staðið hefur síðan í haust, er sú mesta í 40 ár, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor. Og þá séu Grímsvötn líka að undirbúa gos. 
30.01.2017 - 19:23

Bárðarbunga: Skjálfti 4,3 að stærð

Þrír nokkuð stórir skjálftar urðu í Bárðarbungu með tæplega tíu mínútna millibili rétt fyrir klukkan tvö í dag. Sá stærsti varð 4,4 þegar klukkuna vantaði þrettán mínútur í tvö.
30.01.2017 - 14:46

Kalifornía blotnar eftir sex ára þurrk

Íbúar Kaliforníu vonast nú til þess að sex ára þurrkur sé á enda. Undanfarnar tvær vikur hefur rignt duglega, einkum í norðurhluta ríkisins, og snjóað til fjalla. Hækkað hefur verulega í vatnslónum, en vísindamenn segja að of snemmt sé að fagna þó...
13.01.2017 - 16:22

Ríkið kaupir jörðina Fell við Jökulsárlón

Ríkissjóður hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt á jörðinni Felli í Suðursveit. Jörðin liggur að Jökulsárlóni. Hún var seld nauðungarsölu í nóvember til að slíta sameign. Hæsta tilboð sem barst var frá Fögrusölum ehf., dótturfélagi Thule Investments...
09.01.2017 - 17:23