Myndlist

Trump og listir í Bandaríkjunum

Donald Trump hefur í gegnum tíðina verið lítið gefinn fyrir listir. Samt eru einhver dæmi um það að hann hafi velt þeim fyrir sér.
01.03.2017 - 16:22

Seyðisfjarðarskóla breytt í stóreyga skepnu

Seyðfirðingar slökktu götuljósin í gær til að ljósskúlptúrar sem prýddu bæinn gætu notið sín betur. Á hátíðinni List í ljósi er því fagnað að vetrarmyrkri fer að linna og sólgeislar fara loks að ná niður í fjörðinn.
26.02.2017 - 21:34

Franskur listamaður leggst í stein í viku

Gjörningalistamaðurinn Abraham Poincheval hefur lokað sig innan í 12 tonna kalksteini, þar sem hann hyggst dvelja í viku. Að gjörningnum loknum reynir hann að klekja út egg með því að sitja á þeim vikum saman.
22.02.2017 - 18:18

Louisu Matthíasdóttur minnst í Höfða

Öld er liðin frá fæðingu Louisu Matthíasdóttur, sem stendur fremst meðal jafningja málaralistarinnar. Lengst af ævi sinni bjó hún erlendis, en í Höfða bjó hún frá átta ára aldri og þar til hún flutti til Danmerkur og hóf sitt listnám 17 ára gömul....
20.02.2017 - 17:31

Suðupunktur myndlistar á Akureyri

Miðpunktur listalífsins á Akureyri er í Kaupvangsstræti, sem í daglegu tali er nefnt Listagil. Mjólkurbúðin er heiti á listamannareknu galleríi staðsett í Listagilinu í sama húsi og Listasafnið á Akureyri. 
17.02.2017 - 17:23

„Ég virðist nærast á hamagangi“

Hafnarhúsið virðist vera að láta undan þrýstingnum og leggjast saman á sýningunni Panik, sem Ilmur Stefánsdóttir opnaði í Listasafni Reykjavíkur fyrir skemmstu.
16.02.2017 - 16:50

„Flíspeysan verður að efni listamannsins“

Prjónavesti, hillusamstæður, flíspeysur og yfirgefin verkfæri eru meðal þess sem ber fyrir augun á myndlistarsýningunni „Normið er ný framúrstefna“ í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar sýna 11 myndlistarmenn verk sem sprottin eru úr efnum og aðstæðum...
15.02.2017 - 11:45

Er konan baggi á herðum kvenna?

Myndlistarkonan Hildur Ása Henrýsdóttir hefur vakið athygli fyrir framsetningu sína á kvenlíkamanum í list sinni, en hún notar sjálfa sig sem fyrirmynd. Sjálfsmyndin er því útgangspunktur hennar, sem gefur henni vissulega ákveðið frelsi, en þegar...
13.02.2017 - 13:05

Myndar „ladyboys“ í Taílandi

Gísli Hjálmar Svendsen hefur ljósmyndað „ladyboys“, eða karlmenn með kynvitund kvenna, í Taílandi síðustu tvö ár. Myndaröðin er hluti af verkefni sem hófst fyrir um tveimur árum þegar hann tók þátt í vinnustofu fyrir ljósmyndara í Taílandi.
07.02.2017 - 14:39

Óléttumynd Beyoncé innblásin af Botticelli

Á fyrsta degi febrúarmánaðar setti Beyoncé Internetið á hliðina enn og aftur. Í þetta sinn þegar hún tilkynnti heiminum á samfélagsmiðlinum Instagram að hún og eiginmaður hennar, rapparinn Jay-Z, ættu von á tvíburum. Á aðeins átta klukkustundum varð...
03.02.2017 - 17:16

Listræn stjórn íslenska skálans í tröllahöndum

Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017, hefur látið listræna stjórn skálans í hendur tveggja trölla, að nafni Ūgh og Bõögâr.
02.02.2017 - 14:41

Einmana Rómverjar í leit að ástinni

Rómverjar í leit að ástinni þekja veggi Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Þar stendur ný yfir sýningin Álengd, þar sem Anna Júlía Friðbjörnsdóttir parar saman portrettmyndir af rómverskum styttum og breskar einkamálaauglýsingar.
26.01.2017 - 16:29

Myndhöggvari sem teiknar

Silfrað fjall tekur á móti gestum í galleríinu Berg Contemporary við Klapparstíg. Það speglast líka í gluggum þess. Byggingarefnið er sterkt málmlímband, en á veggjum sýningarsalarins hanga líka pappírsverk sem virðast viðkvæmari. Það er þó ekki...
18.01.2017 - 15:48

Vefrit skoðar íslenska myndlistarmenn

Hús og Hillbilly er vefrit sem skoðar sýn íslenskra myndlistarmanna á samfélagið, pólitíkina og dramatíkina. Líkt og með tímaritið hús og híbýli, þá kíkja blaðamenn vefritsins Hús og Hillbilly í heimsókn til ýmissa listamanna og birta síðan...
16.01.2017 - 16:45

Vandinn við varðveislu nýmiðla

Við lifum á tímum þar sem tækniframþróun er svo ör að við skynjum hana varla. Listin er í eðli sínu forsjál og fljót að bregðast við – og forverðir og skrásetjarar þurfa þess vegna að vera á tánum líka.
12.01.2017 - 16:04