Myndlist

Egill Sæbjörnsson tröllríður Feneyjum

Hvað gerist þegar tveimur stjórnlausum tröllum með óseðjandi matarlyst á túristum er sleppt á stað eins og Feneyjum, sem hefur einmitt verið tröllriðið af stjórnlausum túrisma í marga áratugi? Þetta eru ein af fjölmörgum hugrenningartengslum sem...
22.05.2017 - 20:40

Rannsakaði tússtöflur háskólaprófessora

Í sýningarsal gallerísins i8 við Tryggvagötu virðist ekkert vera til sýnis nema litríkt veggfóður. Þegar betur er að gáð reynast fleiri verk leynast þar inni á milli, en veggfóðrið sem myndlistarmaðurinn Hildigunnur Birgisdóttir lét prenta fyrir sig...
22.05.2017 - 16:37

Kynjaskógur á Djúpavík

Það er magnað að hverfa inn um dyrnar á húsi gömlu síldarverksmiðjunnar á Djúpavík á Ströndum, sem starfaði á árunum 1935 til 54. Þessi minnisvarði um uppgrip síldaráranna er magnaður fyrir margra hluta sakir og óhætt að segja að byggingin örvi...
19.05.2017 - 11:08

Basquiat sleginn á 11,2 milljarða

Ónefnt verk sem bandaríski listamaðurinn Jean-Michel Basquiat málaði árið 1982 seldist á 110,5 milljón dollara á uppboði í New York í kvöld, jafnvirði 11,2 milljarða íslenskra króna. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir...
19.05.2017 - 01:25

Picassoverk selt fyrir milljarða

Eitt þekktustu verka spænska listamannsins Pablo Picasso seldist fyrir 45 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 4,6 milljarða króna, á uppboði í New York um helgina.. Verkið nefnist Sitjandi kona í bláum kjól, og sat Dora Maar, ein fjölmargra...
16.05.2017 - 02:12

Túnis með vegabréf á lofti í Feneyjum

Það er margt merkilegt við vegabréf og vegabréfsáritanir og það er það sem skáli Túnis fjallar um á Feneyjatvíæringnum, í endurkomu sinni eftir 50 ára fjarveru.
15.05.2017 - 16:05

„Það er einhver fiðringur í okkur“

Of nördalegir fyrir myndlistarheiminn og of listrænir fyrir nördaheiminn, er einkunnin sem myndasöguhópurinn GISP! gefur sjálfum sér. Á dögunum kom út tólfta tölublað GISP! og í tilefni af því var opnuð sýning með úrvali úr verkum þeirra í...
14.05.2017 - 10:26

Feneyjatvíæringurinn opnar í dag

Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum, stærstu myndlistarsýningu heims, var opnaður í gær. Egill Sæbjörnsson er fulltrúi Íslands í ár og hefur margmiðlunarsýning hans vakinn mikinn áhuga erlendra fjölmiðla.
13.05.2017 - 10:15

„Fór fram úr okkar björtustu vonum“

Það eru fleiri menningarhátíðir í gangi um þessar mundi en Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en Feneyjartvíæringurinn hófst í vikunni. Víðsjá náði tali af Kristínu Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og...
12.05.2017 - 16:32

Punktar Laxness stækkaðir þúsundfalt

Myndlistargagnrýnandi Víðsjár, Sigmann Þórðarson, brá sér í Hafnarfjörðinn og barði þar konkretljóð augum á sýningunni Bókstaflega í Hafnarborg. Hann var hrifinn af þeim verkum sem þar eru til sýnis, en fannst vanta nokkrar vörður á leiðinni frá...
10.05.2017 - 16:05

„Louisa fór alltaf sínar eigin leiðir“

„Maður fékk það alltaf á tilfinninguna að þarna væri manneskja sem þyrfti ekkert endilega á neinum öðrum að halda. Og henni var nokk sama hvað öðrum fyndist,“ segir Jón Proppé listfræðingur um Louisu Matthíasdóttur.
09.05.2017 - 12:22

Gefur listinni blóð

Ítalski gjörningalistamaðurinn Franko B var staddur hér á landi síðustu tvær vikur, og stýrði 10 daga vinnubúðum sem meistaranemar í sviðslistadeild Listaháskóla Íslands tóku þátt í. Víðsjá leit við og ræddi við Franko.
05.05.2017 - 16:01

Listin mótar heimin

Gunnar J. Árnason listheimspekingur hefur sent frá sér bók með stóran titil. Bókin heitir Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Þar rekur Gunnar hugmyndastrauma allt aftur til upplýsingaaldar og gerir grein fyrir...
03.05.2017 - 17:00

Átök kynslóða eru hluti af sögunni

„Þetta er gömul saga og ný,“ segir listfræðingurinn Halldór Björn Runólfsson um átökin á milli FÍM og SÚM í lok sjöunda áratugar síðustu aldar, sem hann fjallaði um í hádegisfyrirlestri í Safnahúsinu í gær.
02.05.2017 - 15:44

Egill Sæbjörnsson hannar tröllailmvatn

Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur tekið höndum saman við ilmvatnsframleiðanda í Berlín um að gera ilmvatn í tengslum við listaverk hans á Feneyjartvíæringnum.
02.05.2017 - 13:59