Myndlist

Gleymdi rándýru listaverki í leigubíl

Listaverkasali í París hefur farið til lögreglu og kært þjófnað eftir að hann gleymdi rándýru listaverki í leigubíl. Parísarlögreglan greindi frá þessu í dag og sagði verkið metið á 1,5 milljónir evra, jafnvirði næstum 175 milljóna króna.
02.05.2017 - 14:16

„Jájá, þetta verður bara fínt hobbí hjá þér“

Myndhöggvarinn Steinunn Þórarinsdóttir sýnir nú verk sín í Hull í Bretlandi á hátíð sem sett var í dag.
28.04.2017 - 16:39

Opnun í Kling & Bang

Nýverið lauk sýningum á sjónvarpsþáttaröð Opnun sem helguð er íslenskri samtímamyndlist.
28.04.2017 - 15:05

Grípandi ástríða gegn klisjum um myndlist

Það hleypur ákveðinn kraftur í listalífið þegar nýtt sýningarrými opnar, segja þau Markús Þór Andrésson og Dorothée Kirch, umsjónarmenn sjónvarpsþáttanna Opnun og sýningarstjórar samnefndrar sýningar sem opnuð verður í Kling og Bang í Marshall-...
28.04.2017 - 09:57

„Eins og að horfa á eigin jarðarför“

Síðustu ár hafa verið annasöm hjá listamanninum Ragnari Kjartanssyni. Á síðasta ári fóru til að mynda fram tvær yfirlitssýningar á verkum hans, í Barbican-miðstöðinni í London og í Hirshhorn-safninu í Washington, auk fjölda annarra sýninga. „Þetta...
25.04.2017 - 17:15

Veðurfræðingar lesa í ský Ópsins

Veðurfræðingar við Óslóarháskóla segja að Ópið, þekktasta málverk norska listamannsins Edvards Munchs, eigi sér hugsanlega rætur í sjaldgæfu veðurfyrirbrigði.
24.04.2017 - 15:08

Ósjálfrátt leitar tungumálið í verkin

Í lok apríl opnar sýning í Marshall-húsinu, þar sem boðið verður upp á þversnið af því sem er að gerast í íslenskri samtímamyndlist á Íslandi við upphaf 21. aldar.
21.04.2017 - 17:08

„Ég er fyrst og fremst rómantíker“

Eftir opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur fyrr á árinu, þar sem Danadrottning veitti nokkrum Íslendingum orður fyrir vel unnin störf, var þó einn sem enn átti sinn riddarakross inni, því hann átti ekki heimangengt. Þetta var Tryggvi...
13.04.2017 - 13:00

Tilfærslur og ummyndanir

Það hefur löngum verið listamönnum hugleikið að færa hluti úr stað. Taka eitthvað kunnuglegt og setja það í nýtt samhengi – skoða hvernig merking breytist. Tengja mætti listamennina Egil Sæbjörnsson og Rebekku Moran í gegnum áhuga þeirra á tilfærslu...
11.04.2017 - 15:02

Ungir listamenn frá ólíkum tímum

Myndlistargagnrýnandi Víðsjár, Sigmann Þórðarson, fór á sýningar Kling & Bang og Nýlistasafnsins í Marshall-húsinu og fannst þær kallast á að einhverju leyti, þótt talsverður aldursmunur sé á listamönnunum á hæðunum tveimur.
08.04.2017 - 17:18

Nýjar áherslur hjá Listasafni ASÍ

Mörgum brá þegar húsnæðið sem hýst hafði Listasafn ASÍ í tvo áratugi var selt. Ásmundarsalur við Freyjugötu var í huga margra samrunninn safninu. Nú, ári síðar, vaknar Listasafn ASÍ af værum blundi með margar nýjar hugmyndir í kollinum, en...
06.04.2017 - 15:58

Málar staði með stöðunum sjálfum

Í aldanna rás hafa ófáir listamenn málað myndir af landslagi. Á sýningu Kristjáns Steingríms í galleríinu Berg Contemporary í Reykjavík má hins vegar sjá málverk sem eru beinlínis máluð með landslaginu - því er bókstaflega smurt á strigann. Við...
06.04.2017 - 11:43

Uppruni lita og skynræn áhrif

Það sem tengir gerólík verk myndlistarmannanna Hildar Bjarnadóttur og Helga Þórssonar er vægi litarins. Helgi notar lit nánast af handahófi en hann skiptir samt grundvallarmáli í skrautlegum myndheimi listamannsins. 
05.04.2017 - 18:03

Warhol verk seldist undir verðmati

Mynd af kínverska kommúnistaleiðtoganum Mao Zedong eftir Andy Warhol seldist á 12,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1,4 milljarða íslenskra króna á uppboði í Hong Kong í dag.
02.04.2017 - 22:27

Fáránleikinn stundum besti sögumaðurinn

Hvað fær mann til þess að vilja lifa eins og geit? Breski hönnuðurinn og listamaðurinn Thomas Thwaites komst í heimsfréttirnar í fyrra fyrir rannsókn þar sem hann lifði meðal geita í nokkra daga. Hann er um þessar mundir gestakennari við hönnunar-...
30.03.2017 - 16:26