Mið- og Suður-Ameríka

Barnadauði eykst hratt í Venesúela

Barnadauði jókst um 30% í Venesúela í fyrra. Helsta ástæðan er næringarskortur og hungur. Æ fleiri íbúar höfuðborgarinnar fylgja sorpbílum eftir og hirða matarafganga úr bílunum.  
15.06.2017 - 13:10

Yfirvöld verði að bregðast við ójöfnuði

Eitt af fimm börnum í ríkustu löndum heims býr við fátækt, samkvæmt skýrslu Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í dag. Bandaríkin, Bretland og Nýja-Sjáland koma einna verst út en þar hafa milli fimmtán og tuttugu prósent barna ekki...
15.06.2017 - 05:25

Snarpur skjálfti í Gvatemala

Jarðskjálfti af stærðinni 6,6 varð undan vesturströnd Gvatemala í morgun. Ekki varð manntjón.
14.06.2017 - 11:07

Fyrrverandi forseti Panama handtekinn

Ricardo Martinelli, fyrrverandi forseti Panama, var handtekinn í gær í Flórída í Bandaríkjunum.
13.06.2017 - 10:24

Temer heldur forsetaembættinu

Michel Temer þarf ekki að víkja úr embætti forseta Brasilíu. Fjórir dómarar af sjö í sérstökum kosningadómstól dæmdu Temer í hag vegna máls sem varðar forsetakosningarnar 2014. Þá var Temer varaforsetaefni Dilmu Rousseff, sem var kærð fyrir...
10.06.2017 - 05:35

Réttarhöld hafin yfir Rousseff

Réttarhöld vegna ásakana um embættisglöp Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta Brasilíu, hófust í dag. Verði hún fundin þýðir það að Michel Temer, núverandi forseti, verður að öllum líkindum að víkja úr sæti.
07.06.2017 - 01:08

Mótmælendur stöðvaðir í Cracas

Lögreglu og mótmælendum lenti saman í dag í Caracas, höfuðborg Venesúela. Mótmælendur ætluðu að komast að utanríkisráðuneytinu, en öryggissveitir lögreglunnar hindruðu för þeirra.
31.05.2017 - 21:31

FARC fær lengri frest til afvopnunar

Afvopnun skæruliðahreyfingarinnar FARC hefur verið frestað um 20 daga. Til stóð að FARC afvopnaðist í dag. Skæruliðarnir verða almennir borgarar eftir 60 daga. AFP fréttastofan hefur eftir Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, að frestunin hafi...
30.05.2017 - 06:16

Harkan eykst í mótmælum í Venesúela

Andstæðingar Nicolas Maduros, forseta Venesúela, flykktust á götur höfuðborgarinnar Caracas í þúsundatali í dag til að mótmæla fyrirhuguðum stjórnkerfisbreytingum sem færa forseta frekari völd. Dagleg mótmæli hafa verið á götum stærstu borga...
30.05.2017 - 01:08

Tróðust undir á leiðinni á leikinn

Fjórir létust og 15 eru slasaðir eftir troðning við knattspyrnuvöll í Hondúras í gær. Lögregla segir of marga hafa reynt að komast að horfa á leik sem fór fram á þjóðarleikvangnum í Tegucigalpa. Hundruð reyndu að troða sér í gegnum hlið til að...
29.05.2017 - 06:40

„Stýran“ handsömuð í El Salvador

Öryggissveitir í El Salvador höfðu hendur í hári „Stýrunnar,“ sem strauk úr fangelsi í Gvatemala fyrir rúmum tveimur vikum. Þar afplánaði hún 94 ára dóm fyrir að stýra glæpagengi sem sérhæfir sig í mannránum og leigumorðum.

200 þúsund mótmæltu í Venesúela

Áætlað er að um tvö hundruð þúsund manns hafi í gær tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum í Venesúela, fimmtugasta daginn í röð. Sums staðar sauð upp úr þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Í höfuðborginni Caracas og víðar beitti...
21.05.2017 - 09:39

Temer formlega sakaður um samsæri og spillingu

Ríkissaksóknari Brasilíu hefur formlega sakað Michel Temer, forseta landsins, um að brugga samsæri með samherja sínum í ríkisstjórninni um að þagga niður í vitnum og reyna að hindra rannsókn á viðamiklu spillingarmáli. Ásakanirnar byggja á því sem...
20.05.2017 - 03:53

6 fórust í sprengingum í skipasmíðastöðvum

Minnst sex fórust og á þriðja tug slösuðust í sprengingum sem urðu í tveimur skipasmíðastöðvum í borginni Cartagena í Kólumbíu í gær. Orsök sprenginganna er óljós en lögregla upplýsir að unnið sé að rannsókn á því, hvort um slys eða hryðjuverk hafi...
18.05.2017 - 03:04

42 fallnir í Venesúela

17 ára piltur og tveir karlmenn á fertugsaldri voru skotnir til bana þegar þeir tóku þátt í mótmælum gegn Nicolas Maduro og stjórn hans í Venesúela í gær og dag. Þar með hafa 42 týnt lífi í atburðum tengdum þessari nýjustu mótmælabylgju, sem staðið...
17.05.2017 - 00:43