Fiskur og franskar í Grindavík

Flokkar: Mannlíf, Landinn


  • Prenta
  • Senda frétt

Landinn kom við í húsakynnum útgerðarinnar Þorbjarnar hf í Grindavík, á svokölluðum Fjörugum föstudegi. Þar var gestum og gangandi boðið upp á djúpsteiktan þorsk og franskar, sem matreidd voru af reynslumiklum mönnum í breska „fish 'n' chips-bransanum", feðgunum Hugh og James Lipscombe.

Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf, segist halda að af öllum þeim þorski og ýsu sem útgerðin selur til Bretlands, fari um 80-90% beint í þennan geira. Lipscombe-feðgarnir, sem stóðu yfir djúpsteikingapottunum í Grindavík, reka hátt í 40 veitingastaði í London og telst þeim til að þar framreiði þeir um 8 tonn af íslenskum fiski á viku. Fjölskylda þeirra hefur matreitt og selt þennan þjóðarrétt Breta frá því árið 1923. 

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.
Svo er Landinn á Facebook, Instagram og YouTube. Kíktu endilega á okkur þar!

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku