Mannlíf

Fyrsta gata borgarinnar kennd við sögupersónu

Ingólfsstræti í Reykjavík er kennd við Ingólf Arnarson, sem trónir á stalli sínum á Arnarhóli. Flakkað um Ingólfsstræti, Grundarstíg að Fríkirkjuvegi 3 í Flakki á laugardag kl. 1500 á Rás 1.
26.05.2017 - 15:20

Hátíð í HAM-bæ

Ný lög með hljómsveitinni Kíma, Gústa Ragg, Ástu Kristín Guðrúnardóttur, Sveittum gangavörðum, Bárujárni, Kuldabola og Russian.Girls, YouYou, Hjalta Jóni, Kid Sune og Tank Jar. Ný plata með HAM.
25.05.2017 - 14:18

Mikilvægt að vera maður sjálfur

Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver heimsótti Huldu Geirs á Rás 2 í morgun þar sem þau áttu gott kaffispjall um lífið í Svíþjóð, hinar ýmsu hliðar tónlistarbransans og framtíðarverkefni, m.a. súpuveitingastað í Vík í Mýrdal. Daníel, sem margir muna...
25.05.2017 - 12:47

Veisla Pippu á hliðina eftir hálfíslenskt grín

Justin Johannesson, hálfíslenskur auðkýfingur og besti vinur James Matthews sem giftist Pippu Middleton um helgina, er sagður hafa valdið miklu uppnámi í brúðkaupsveislunni með ræðu sinni. Justin, sem var svaramaður Matthews, á að hafa líkt Pippu...
22.05.2017 - 19:33

„Ég held að þetta verði mjög fallegt sumar“

Það er í nógu að snúast í gróðrarstöðvum landsins þessa dagana. Í Sólskógum í Kjarnaskógi hefur starfsfólkið haft nóg að gera við að undirbúa plöntusölu sumarsins og afgreiða skógarplöntur til skógarbænda.
22.05.2017 - 10:54

Spenntir krakkar fá hesta í heimsókn

Leikskólakennarinn Gunnhildur Viðarsdóttir hefur á hverju vori í hátt í tuttugu ár heimsótt krakka í leikskólum landsins ásamt nokkrum af hestunum sínum.
22.05.2017 - 10:16

Lætur leikfangabílana nægja

Þegar Þráinn Athúrsson hætti að vinna fyrir tveimur árum síðan útbjó hann smíðaverkstæði í bílskúrnum við heimili sitt á Ísafirði. Nú er hann löngum stundum við leikfangasmíðar og hafa flutningabílar af ýmsum stærðum og gerðum orðið til í smiðju...
22.05.2017 - 09:49

Fræðir fólk um lífið í sveitinni

„Mér fannst að það þyrfti kannski að koma almennri fræðslu til þeirra sem hafa ekki tengingu í sveit. Af því það er bara þannig að það er alltaf svolítið að aukast bilið á milli þéttbýlis og dreifbýlis,“ segir Sigríður Ólafsdóttir sauðfjárbóndi í...
22.05.2017 - 09:32

Systir verðandi Englandsdrottningar giftir sig

Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju af Cambridge, giftist fjármálamanninum James Matthew í dag að viðstöddu fyrirmenni í kirkju heilags Markúsar í Englefield í Berkshire í Englandi.
20.05.2017 - 15:47

Bjarg, Stafn og Ofanleiti

Áður en Reykjavík varð kaupstaður voru torfbæir í Ingólfsstræti sem hétu ýmsum nöfnum, sum húsanna þar bera enn sömu nöfn. Flakkað um Ingólfsstræti laugardag 13.maí kl. 1500 á Rás 1.
19.05.2017 - 18:00

Kynjaskógur á Djúpavík

Það er magnað að hverfa inn um dyrnar á húsi gömlu síldarverksmiðjunnar á Djúpavík á Ströndum, sem starfaði á árunum 1935 til 54. Þessi minnisvarði um uppgrip síldaráranna er magnaður fyrir margra hluta sakir og óhætt að segja að byggingin örvi...
19.05.2017 - 11:08

Fjölbreytt tónlistarflóra

Ný lög með Warmland, Unu Stef, Reykjavíkurdætrum, Hildi, Bara Heiðu, Moses Hightower, Dimmu, GlowRVK, Magnúsi Thorlacius og HAM. Nýjar plötur með Alviu og Casio Fatso. Viðtal við Sigga söngvara Casio Fatso.
18.05.2017 - 18:14

Staðfest að Cornell svipti sig lífi

Niðurstaða réttarmeinafræðings hefur leitt í ljós að söngvarinn Chris Cornell svipti sig lífi. Hann er talinn hafa hengt sig á hótelherbergi sínu í Detroit. Söngvarinn hafði kvöldið áður en hann lést látið fylgjendur sínar á Twitter vita af því að...
18.05.2017 - 18:10

Tvíhöfði snýr aftur á Rás 2 í sumar

Útvarpsþátturinn Tvíhöfði, undir stjórn þeirra Jóns Gnarrs og Sigurjóns Kjartanssonar mun snúa aftur eftir hlé á Rás 2 í sumar.
17.05.2017 - 17:25

Arrested Development snýr aftur

Fimmta þáttaröð gamanþáttanna ástsælu Arrested Development verður sýnd um heim allan á Netflix á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Netflix sendi frá sér fyrr í dag.
17.05.2017 - 16:33