Mannlíf

Tinderbrúðkaup algeng í sumar

Það lá beinast við að þema brúðkaupsins væri Tinder. Þetta segja nýgift hjón, sem kynntust gegnum stefnumótaappið fyrir tveimur árum og giftu sig í sumar. Sóknarprestur Grafarvogskirkju segir algengast að brúðhjón í dag hafi kynnst í gegnum einhvers...
20.07.2017 - 20:20

Bækistöðin Bandcamp

Yfirlit yfir bandcamp-síðurnar: Nýleg lög með Sólveigu Matthildi, Daveeth, Narthraal, Kid Sune, Brynju Bjarnadóttur, Kimono, Indriða, MC Bjór & Blandi, Kavorku, Ýrý, Holdgervlum, Lúnum beinum, Durgi, Agli Sæbjörnssyni, GlerAkri og Mammút.
20.07.2017 - 11:23

Erfðasýni gætu skýrt faðerni Hans Jónatans

„Ég kappkostaði í þessari bók að nota ævi þessa eina manns sem einskonar aldarspegil, breiðgötu inn í þrælaheiminn á átjándu og nítjándu öld,“ sagði Gísli Pálsson, mannfræðingur, á Morgunvaktinni á Rás 1 um bók sína Hans Jónatan – Maðurinn sem stal...
20.07.2017 - 11:10

Jóhanna opnar gleðigönguna í Færeyjum

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra og fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, hefur fengið boð um að opna gleðigöngu hinsegin fólks í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi. Fréttablaðið greinir frá þessu. Er henni boðið til...
20.07.2017 - 06:22

Mikill launamunur kynja hjá BBC

Chris Evans, sem er ekki síst þekktur úr þáttunum Top Gear, er hæst launaða stjarna breska ríkisútvarpsins, BBC. Hann fékk um 2,2 til 2,5 milljónir punda í laun starfsárið 2016 til 2017. Það jafngildir meira en 300 milljónum króna miðað við...
19.07.2017 - 14:24

Fleiri og stærri geitungabú en áður

„Þetta er á stærð við barnshöfuð, ég held að þau gerist varla stærri. Við erum að tala um bú sem geta innihaldið svona 800-850 stykki,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir. Geitungatímabilið er nú hafið en geitungarnir verða viðskotaverri...
16.07.2017 - 14:45

„Ef klukkan er sjö þá erum við á Íslandi“

Albert OM er katalónskur sjónvarps- og útvarpsmaður sem sér um gríðarlega vinsælan þátt á katalónsku útvarpsstöðinni RAC1 á hverjum virkum degi, sem heitir „Islàndia“, eða einfaldlega Ísland. Rúmlega 150 þúsund manns hlusta á Ísland á hverjum degi.
16.07.2017 - 13:00

Fastur í þrjá daga í 7300 metra hæð

„Hætturnar sem þarna geta leynst eru náttúrulega gígantískar,“ segir Árni Eðvaldsson fjallgöngumaður sem árið 2012 reyndi að klífa fjallið Broad Peak eða K3 í Karakorum-fjallgarðinum á landamærum Pakistan og Kína. Það er næsta fjall við K2,...
14.07.2017 - 11:57

Nýjar rennibrautir vígðar en mörgu enn ólokið

Nýjar rennibrautir voru vígðar í sundlauginni Akureyri í dag. Þær eru með þeim stærstu á landinu og hluti af miklum og kostnaðarsömum úrbótum á svæðinu. Dregið hefur úr aðsókn í sund á Akureyri í sumar og rennibrautaleysi kennt um.
13.07.2017 - 18:10

Upp með fjörið

Tvær nýjar breiðskífur, ein með The Pogo Problem og önnur frá Árna Jóhannssyni, og ný lög með Júlíu, 666° Norður, Milkhouse, Leó, Mammút, Daða Frey, SigguEy og Sesari A, Kiriama Family, Beebee and the Bluebirds og 200 þúsund naglbítum.
13.07.2017 - 14:40

„Okkur fannst að nú væri komið nóg“

Þröstur Leó Gunnarsson, leikari, steig í morgun fram sem faðir tveggja stúlkna sem beittar hafa verið kynferðisofbeldi í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið ásamt kollega sínum, Bergi Ingólfssyni. Önnur dóttir Þrastar byrgði sögu sína inni í...
13.07.2017 - 10:07

Bala fékk loksins ríkisborgararétt

Útlendingastofnun hefur veitt Bala Kamallakharan, indverskum fjárfesti sem hefur verið búsettur hér á landi í 11 ár, íslenskan ríkisborgararétt. Mál Bala vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar hann greindi frá því að honum hefði verið...
13.07.2017 - 06:21

Kaleo troða upp í morgunsjónvarpi ABC

Íslenska rokksveitin Kaleo tróð upp í þættinum Good Morning America í morgunsjónvarpi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC á föstudag. Tók sveitin lagið „No Good“ af plötu sinni A/B við góðan orðstír. Mikið er að gera hjá meðlimum Kaleo þessa dagana...
11.07.2017 - 19:35

Kanadískir þyrlufeðgar væntanlegir til Íslands

Kanadísku feðgarnir Bob og Steven Dengler fagna því að 150 ár eru frá stofnun sambandsríkisins Kanada með því að fljúga umhverfis hnöttinn í þyrlu. Búist var við þeim hingað til lands í dag en þeir eru enn staddir á Grænlandi vegna veðurs. Er þetta...
11.07.2017 - 19:09

Norrænar byggðir á Grænlandi á heimsminjaskrá

Landnámsvæði norrænna manna á sunnanverðu Grænlandi hefur verið bætt á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.  Heimsminjanefnd UNESCO þingar nú í Krakow í Póllandi og er búist við að 26 nýjum stöðum verði bætt á...