Landbúnaðarmál

Aðgerðir vegna sauðfjárbænda ná ekki í gegn

Sauðfjárbændur telja ljóst að tillögur landbúnaðarráðherra til að taka á vanda þeirra nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Þetta kom fram á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda í dag. Landbúnaðarráðherra segir tillögur þeirra um inngrip á markaði...
19.09.2017 - 22:34

Uppskera talsvert lakari en í fyrra

Útlit er fyrir að kartöfluuppskera í ár verði yfir meðallagi, þrátt fyrir að hún sé talsvert lakari en í fyrra. Formaður Landssambands kartöflubænda segir að hlýtt haust skipti miklu fyrir framhaldið, enda geymast kartöflurnar þá betur en ella. 
19.09.2017 - 12:48

Umbúðir lambakjöts á ensku fyrir ferðamenn

Hluti af því lambakjöti sem selt er í verslunum hér á landi er með enskum texta á umbúðum. Það er gert til að auka sölu til ferðamanna. Málfarsráðunautur RÚV, Anna Sigríður Þráinsdóttir, gerði athugasemdir við þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær.
19.09.2017 - 11:00

Telur að framleiðsla gæti minnkað of mikið

Framkvæmdastjóri Norðlenska telur að tillögur landbúnaðarráðherra um fækkun sauðfjár gætu dregið of mikið úr framleiðslu á lambakjöti. Ef ríkið styðji ekki áfram við útflutning stefni hins vegar í mikinn birgðavanda til skemmri tíma. 
14.09.2017 - 17:17

Hætt við að láta slátra fé sem fór yfir Blöndu

Matvælastofnun hefur endurskoðað ákvörðun sína um að láta slátra öllu fé sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar. Féð fær að lifa, en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir brýnt að taka ákvörðun um afdrif varnarlínunnar sem fyrst, enda sé...
12.09.2017 - 15:17

Bóndi fær 18 milljónir fyrir að hætta með fé

Bóndi sem vill hætta sauðfjárrækt getur fengið 18 milljónir króna frá ríkinu verði fallist á tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í greininni. Þetta þýðir ekki að hann þurfi að bregða búi, aðeins að hann hætti með sauðfé.
11.09.2017 - 18:33

Gagnrýna tillögur sem fækki ungum bændum

Tillögur landbúnaðarráðherra til að draga úr framleiðslu kindakjöts eru illa ígrundaðar og beinast að því að fækka bændum segir Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Það geti varla verið tilgangurinn. Þær eru þvinga unga bændur...
11.09.2017 - 12:47

Öllu fé slátrað sem fór yfir Blöndu í sumar

Á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar verður slátrað í haust, samkvæmt ákvörðun Matvælastofnunar. Oddviti Húnavatnsshrepps segir vinnubrögðin óboðleg og líklegt að bændur kæri ákvörðunina. 
11.09.2017 - 12:25

Ný baktería olli hósta í hrossum

Smitandi hósti í hrossum, sem olli hrossarækt miklu fjárhagstjóni árið 2010, var vegna bakteríusýkingar sem hafði borist til Íslands einu til þremur árum áður. Líkur eru á að hún hafi borist hingað með beislisbúnaði sem var fluttur inn ólöglega.
08.09.2017 - 12:15

Undanþága frá samkeppnislögum auki hagræði

Formaður Landssamtaka sláturleyfishafa segir brýnt að kanna allar mögulegar leiðir til hagræðingar í greininni. Hann vill að ráðherra kanni möguleikann á því að veita fyrirtækjum í kjötiðnaði undanþágu frá samkeppnislögum líkt og tíðkast í...
07.09.2017 - 12:03

Ráðherratillögur skilja eftir sig eyðibýli

Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að tillögur þær sem landbúnaðarráðherra hefur sett fram um vanda sauðfjárbænda muni valda fækkun í byggðum landsins og skilja eftir sig eyðibýli.
07.09.2017 - 08:31

Haraldur ósáttur við landbúnaðarráðherra

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, líkir tillögum landbúnaðarráðherra til lausnar á vanda sauðfjárbænda við „eyðibýlastefnu“ og segir það verða mikið vandaverk að útfæra það tilboð til bænda, sem...
07.09.2017 - 06:23

Tilboð ráðherra höfðar til ungra bænda

Formaður Landssamtaka sláturleyfishafa segir áhyggjuefni hversu margir ungir sauðfjárbændur sýni því áhuga að hætta búskap gegn greiðslu frá ríkinu. Sláturleyfishöfum gæti reynst erfitt að bregðast við ef margir bændur ákveða að fækka fé í haust. 
06.09.2017 - 19:50

Of lítið sé gert til að styðja við útflutning

Stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbænda segir að mikil óánægja sé meðal bænda með tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt. Alltof lítil áhersla sé lögð á að auka útflutning. 
05.09.2017 - 11:47

Gagnrýna tillögur landbúnaðarráðherra

Formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi kalla aðgerðir stjórnvalda til lausnar á vanda sauðfjárbænda ýmist plástur á sár eða biðleik sem muni stækka kjötfjallið en ekki minnka það.