Landbúnaðarmál

Bændur nýta sér sterka krónu og byggja ný fjós

Mikil fjárfesting er í kúabúskap víða um land og í tveimur sveitarfélögum á Norðurlandi eru tæplega tuttugu ný fjós í bígerð. Þar nýta bændur sér sterka krónu og hagstætt verð á innfluttu byggingarefni. Þá kallar ný reglugerð á bættan aðbúnað.
23.05.2017 - 23:30

Sjaldnast ásetningsbrot í dýraverndarmálum

„Það er oftast þannig í dýraverndarmálum að þar eru ekki ásetningsbrot heldur annað sem liggur að baki eins og veikindi,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir, um vörslusviptingu sem gerð var hjá frístundabónda á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði....
22.05.2017 - 14:26

Fræðir fólk um lífið í sveitinni

„Mér fannst að það þyrfti kannski að koma almennri fræðslu til þeirra sem hafa ekki tengingu í sveit. Af því það er bara þannig að það er alltaf svolítið að aukast bilið á milli þéttbýlis og dreifbýlis,“ segir Sigríður Ólafsdóttir sauðfjárbóndi í...
22.05.2017 - 09:32

Grísir enn halaklipptir án deyfingar

Enn eru grísir halaklipptir á íslenskum svínabúum án deyfingar, þótt það hafi verið ólöglegt í meira en þrjú ár. Yfirdýralæknir segir að ekki sé til nógu góð deyfing sem hægt sé að beita á búunum. 
13.05.2017 - 19:45

„Vorið góða grænt og hlýtt“

Gróður um allt land kemur nú einstaklega vel undan vetri og tún orðin iðjagræn á landsvæðum sem jafnan eru undir snjó á þessum árstíma. Sauðburður er hafinn og lömbum er hleypt snemma út í hlýjuna.
05.05.2017 - 19:07

Matvælastofnun telur brot bóndans refsivert

Bóndi framdi refsivert brot þegar hann dró kú á eftir bíl sínum sem varð til þess að hún dó, segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Málið sé ömurlegt. Bóndinn slapp með áminningu. Sigurborg segir að Matvælastofnun hafi ekki verið byrjuð að beita...
25.04.2017 - 12:12

Með tíst í eyrum

Það er fyrir löngu orðin árleg hefð að nemendur 5. bekkjar í Grunnskólanum Hellu fái hænuegg til að klekja út. Krakkarnir taka svo á móti ungunum og hugsa um þá með öllu sem því fylgir.
24.04.2017 - 11:30

Óttast kaup Kínverja á ræktarlandi í Noregi

Umræða um kaup útlendinga á jarðnæði er ekki bundin við Ísland. Í Noregi hafa Kínverjar verið stórtækir í fjárfestingum og hvergi á Norðurlöndunum eru umsvif þeirra meiri. Kínverskar fjárfestingar í Noregi nema rúmlega 45 milljörðum norskra króna...
12.04.2017 - 14:30

Hvað ætlar Ratcliffe að gera við landið?

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti landeigandi hérlendis. Þær jarðir sem hann hefur keypt, svo vitað sé, eru Grímsstaðir á Fjöllum (72% hlutur), Síreksstaðir, Guðmundarstaðir og Háteigur í Vopnafirði.
19.04.2017 - 13:56

Falleinkunn í fæðuöryggismálum

Landgræðslustjóri segir að stjórnkerfið fái falleinkunn í fæðuöryggismálum. Hann furðar sig á því að fjárveitingar til rannsókna í landbúnaði hafi verið minnkaðar. Rannsóknir á jarðrækt og kynbótum í landbúnaðir hafa veikst á undanförnum áratug,...
14.04.2017 - 12:36

Stór lambalæri og frampartar seljast illa

Besta skammtímaaðgerðin til að minnka birgðir lambakjöts í landinu er að hlúa að innanlandsmarkaði. Þetta er mat framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda. Helstu birgðir lambakjöts felast í illa seljanlegum pörtum af lambaskrokkum.
11.04.2017 - 19:12

Arna í ostaframleiðslu

Allt fer í hring, eða býsna margt allavega. Innan tíðar mun hefjast að nýju mjólkurvinnsla í gamla mjólkursamlaginu á Ísafirði en MS hætti vinnslu þar vorið 2011. Nú er mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík komin með samlagið á leigu.
10.04.2017 - 09:41

Sauðfjárrækt kolefnisjöfnuð og sjálfbær 2027

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í marslok var samþykkt stefna, sem miðar að því að draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum sauðfjárræktar hérlendis næstu tíu árin og gera hana sjálfbæra. Íþessu skyni er meðal annars kveðið á um...
06.04.2017 - 04:56

Mikilvægt að fá viðurkennda vottun á kjötið

Helmingur tekna af afurðum sauðfjárbænda á að koma frá útlendingum eftir tíu ár. Nýr formaður Landssambands sauðfjárbænda segir vannýtt tækifæri í erlendum mörkuðum, þó að Íslandsmarkaður verði áfram í fyrsta sæti. Hún segir mikilvægt að fá...
05.04.2017 - 11:44

Helmingur tekna verði frá útlendingum 2027

Sauðfjárbændur áætla að eftir tíu ár verði helmingur tekna greinarinnar frá erlendum ferðamönnum eða erlendis frá. Í áætlun til ársins 2027 ætla bændur að koma á fimm vottunum á lambakjöt, meðal annars fyrir kolefnishlutleysi, dýravelferð og...
03.04.2017 - 14:47