Kvikmyndir

Hjartasteinn: „Stórkostlega gert á allan hátt“

Hjartasteinn er feikilega áhrifarík kvikmynd um eldsumbrot unglingsáranna og borin uppi af ungum leikhópi sem vinnur stórsigur, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.

Undrakonan fær loksins sína eigin kvikmynd

Nú þegar hafa verið gerðar níu stórmyndir um Leðurblökumanninn og sjö um Ofurmennið. Í júní á þessu ári fær Undrakonan, eða Wonder Woman, loksins sína fyrstu stórmynd á hvíta tjaldinu.
13.01.2017 - 17:07

Vikulegt hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir

Bíó Tvíó er vikulegt hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir. Andrea Björk og Steindór Grétar hafa lagt upp með að horfa á hverja einustu íslensku kvikmynd og ræða af takmarkaðri þekkingu en töluverði ástríðu.
13.01.2017 - 16:52

„Ég átti frekar dramatísk unglingsár“

Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, verður frumsýnd hér á landi á föstudag eftir frægðarför erlendis á liðnu ári. Myndin fjallar um vináttu tveggja drengja sem upplifa ólgur unglingsáranna...
11.01.2017 - 14:30

Metár í kvikmyndahúsum vestanhafs

Tekjur af aðgöngumiðasölu í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og Kanada hafa aldrei verið jafn miklar og á nýliðnu ári. Samtals nam miðasalan 11,4 milljörðum dollara, jafnvirði rúmlega 1.289 milljarða króna. Tekjurnar eru hátt í 300 milljónum dollara...
02.01.2017 - 11:35

Zsa Zsa kvödd - í tösku frá Louis Vuitton

Hollywood-goðsögnin Zsa Zsa Gabor, sem lést skömmu fyrir jól, var kvödd á gamlársdag - í handsaumaðri gæludýratösku frá Louis Vuitton. Raunar var það aska hennar, í viðeigandi duftkeri, sem sett var í töskuna góðu. Sú stóð uppi á borði ásamt bleikum...
01.01.2017 - 04:24

Stefnt að sameiginlegri útför mæðgnanna

Mæðgurnar Debbie Reynolds og Carrie Fisher, sem létust með sólahrings millibili í liðinni viku, fá að líkindum sameiginlega útför og minningarathöfn. Todd Fisher, sonur Reynolds og bróðir Carrie, upplýsir þetta í New York Daily News. „Þetta er það...
31.12.2016 - 04:21

Mæðgurnar dóu með dags millibili

Bandaríska leikkonan Debbie Reynolds lést í kvöld, daginn eftir að dóttir hennar, leikkonan Carrie Fisher, lést af völdum hjartaáfalls. Reynolds, sem var 84 ára gömul, var flutt á sjúkrahús í kvöld, þar sem hún lést skömmu síðar. Dánarorsök hennar...
29.12.2016 - 02:20

Debbie Reynolds flutt á sjúkrahús

Bandaríska leikkonan Debbie Reynolds var flutt á sjúkrahús í kvöld, daginn eftir að dóttir hennar, leikkonan Carrie Fisher, lést úr hjartaáfalli. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað hrjáir Reynolds, sem er 84 ára gömul, en...
29.12.2016 - 00:32

Zsa Zsa Gabor látin

Leikkonan og kvikmyndastjarnan Zsa Zsa Gabor lést í dag, 99 ára að aldri, eftir langvinn og alvarleg veikindi. Frédéric prins af Anhalt, níundi og síðasti eiginmaður hennar, tilkynnti þetta í dag og sagði konu sína hafa dáið í faðmi fjölskyldu og...
19.12.2016 - 00:24

Fyrsta stiklan úr Fast 8 birt

Stikla úr kvikmyndinni Fast & Furious 8 var sett inn á YouTube í gær, en þetta er fyrsta stiklan sem er birt opinberlega. Í henni sjást vel atriði sem tekin voru á Mývatni og á Akranesi.
12.12.2016 - 10:19

Kirk Douglas fagnar hundrað árum

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Kirk Douglas er hundrað ára í dag. Hann er einn hinna síðustu sem létu til sín taka á hvíta tjaldinu á gullaldarárum Hollywoodmyndanna, þegar fáein stór kvikmyndafyrirtæki voru nær alráð á markaðinum vestanhafs.
09.12.2016 - 13:24

Íslenskur óður til horfinnar hrollvekjuhefðar

Íslenskur menningararfur er fullur af hryllingi og við ættum að sjá þess skýrari merki í kvikmyndum samtímans, að mati Elvars Gunnarssonar, leikstjóra hryllingsmyndarinnar Möru, sem er nú í eftirvinnslu. Þótt myndin sé gerð án opinberra styrkja...
30.11.2016 - 15:39

Líkamsvöxtur Disney prinsessu veldur deilum

Moana er nýjasta prinsessa draumaverksmiðjunnar Disney. Hún er frá Pólýnesíu og sú fyrsta sinnar tegundar með „eðlilegan" líkamsvöxt. Ekki mittismjó og óeðlilega leggjalöng. Mörgum finnst það kærkomið og löngu tímabært en aðrir segja að þetta...
29.11.2016 - 08:51
Erlent · Disney · Kvikmyndir · Moana · Menning

Mamma martröð

Ímyndunaraflið fær að njóta sín í örmyndinni Mömmu Martröð. Myndin er vel unnin. Sterkir litir og undarlegar fígúrur dansa við drungalega tónlist sem gefur myndinni draumkenndan blæ, eða öllu heldur martraðarkenndan. Myndin er eftir Laufeyju...
25.11.2016 - 13:07