Körfubolti

EM-búningurinn frumsýndur

Búningurinn sem íslenska karlalandsliðið í körfubolta leiku í á Evrópumótinu í körfubolta, EuroBasket, í Finnlandi í lok ágúst var sýndur í dag.
26.06.2017 - 10:43

KKÍ vissi ekki af kvörtun um brot á reglum

Í dag var greint frá því að reglugerð Körfuknattleikssambands Íslands um körfuknattleiksmót brýtur í bága við reglur evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í formlegri tilkynningu ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.
22.06.2017 - 19:11

Körfuknattleikssambandið brýtur reglur EES

Reglugerð Körfuknattleikssambands Íslands um körfuknattleiksmót brýtur í bága við reglur evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í formlegri tilkynningu ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Íslenskum stjórnvöldum eru gefnir þrír mánuðir til að skila...
22.06.2017 - 14:30

Ísland með gull - Þórir valinn bestur

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, vann til gullverðlauna á alþjóðlegu móti sem fram fór í Laugardalshöll um helgina.
22.06.2017 - 11:24

Ragnheiður í Val á nýjan leik

Landsliðskonan Ragnheiður Benónísdóttir hefur skrifað undir samning við Val og mun leika með liðinu í Domino's-deild kvenna á næstu leiktíð.
21.06.2017 - 09:32

Góður sigur Íslands gegn Svíþjóð

Ísland vann góðan 61-58 sigur á Svíþjóð í körfubolta nú í kvöld. U-20 ára lið landanna mættust í Laugardalshöllinni í kvöld en um er að ræða fjögurra þjóða æfingamót fyrir Evrópumótið sem fer fram síðar í sumar.
19.06.2017 - 22:41

Tryggvi samdi við Spánarmeistarana

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, hefur skrifað undir samning við Spánarmeistara Valencia. Hann fer til Spánar eftir Evrópumótið í haust og leikur með b-liði Valencia til að byrja með.
19.06.2017 - 10:00

Aldrei fleiri landsleikir hjá KKÍ

Íslensk körfuboltalandslið hafa aldrei leikið fleiri landsleiki og þeir verða á þessu ári. Mikil skipulagsvinna liggur að stærstum hluta á 5 manna starfsliði á skrifstofu KKÍ.
16.06.2017 - 19:44

Mörg lið berjast um Martin

Martin Hermannsson landsliðsmaður í körfubolta er á förum frá franska b-deildarliðinu Charleville-Mézières. Mörg lið berjast um Martin sem segist eiga erfitt með að velja eitt þeirra.
16.06.2017 - 19:03

Golden State fagnaði titlinum á heimavelli

Golden State Warriors tryggði sér NBA titilinn í körfubolta á heimavelli í nótt með 129 stigum gegn 120 stigum Cleveland Cavaliers. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Golden State verður meistari, en Cleveland vann titilinn í fyrra.
13.06.2017 - 04:16

LeBron lítt hrifinn af þriggja manna bolta

Körfuboltastjarnan LeBron James leikmaður Cleveland Cavaliers segist ekki vera spenntur fyrir 3 á 3 körfuboltanum sem boðið verður uppá á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.
12.06.2017 - 21:19

KR-ingar í Evrópukeppni

Stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að taka þátt í forkeppni FIBA Europe-bikarsins í haust. Íslenskt félagslið í körfubolta hefur ekki tekið þátt í Evrópukeppni síðan 2008 þegar KR mætti tyrkneska liðinu Banvit. Frá þessu er greint á mbl....
12.06.2017 - 14:31

Cleveland minnkar muninn

LeBron James skráði nafn sitt enn eina ferðina í sögubækurnar þegar Cleveland Cavaliers minnkaði muninn gegn Golden State Warriors í úrslitaviðureign NBA deildarinnar í körfubolta. Sigur heimamanna var verulega öruggur og virtust þeir geta skorað að...
10.06.2017 - 04:22

Kvennalandsliðið í körfu til Írlands

Kvennalandslið Íslands í körfubolta hélt í morgun óvænt til Írlands í boði írska körfuboltasambandsins þar sem liðið mætir heimakonum tvívegis. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
08.06.2017 - 16:36

Golden State færist nær titlinum

Golden State Warriors er nú aðeins einum sigri frá því að fagna öðrum NBA meistaratitli sínum í körfubolta á þremur árum. Liðið mætti Cleveland Cavaliers á útivelli í nótt, þar sem Cleveland glopraði unnum leik úr höndunum á sér á síðustu mínútunum.
08.06.2017 - 04:19