Körfubolti

Þórsliðin með góða sigra

Tveir leikir fóru fram í 14. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Þór Þorlákshöfn og Þór frá Akureyri unnu bæði sína leiki.
20.01.2017 - 21:34

KR-ingar einir á toppnum

Fjórir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan missteig sig gegn Njarðvík og skyldi KR eftir eitt á toppnum.
19.01.2017 - 21:32

Reykjavíkur- og Vesturlandsslagur í Höllinni

Dregið var í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta í dag en í fyrsta skipti verður keppt með svokölluðu „Final-four“ fyrirkomulagi í körfuboltanum. Þá fara undanúrslita- og úrslitaleikir fram frá miðvikudegi til laugardags í Laugardalshöll.
17.01.2017 - 15:05

Afmælisbarnið Ágúst: „Spiluðum flotta vörn“

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var eðlilega kampakátur með góðan sigur Vals gegn Haukum í 8-liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld. Valur, sem leikur í 1. deildinni, er komið í undanúrslitin líkt og úrvalsdeildarliðin KR, Grindavík og Þór...
16.01.2017 - 22:26

Ívar: „Það vantaði baráttuna í okkar menn“

Ívar Ásgrímsson þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í körfubolta var hundfúll eftir tap sinna manna gegn 1. deildarliði Vals í 8-liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld.
16.01.2017 - 22:10

Maltbikarinn: Óvænt úrslit í Valshöllinni

Óvænt úrslit urðu í Maltbikar karla í körfubolta í kvöld þegar 1. deildarlið Vals vann 11 stiga sigur á úrvalsdeildarliði Hauka í Valshöllinni.
16.01.2017 - 21:51

8-liða úrslit bikarkeppninnar klárast í kvöld

Í kvöld fara fram síðustu leikirnir í átta-liða úrslitum Maltbikars karla og kvenna í körfubolta og þá skýrist það hvaða lið það verða sem leika til undanúrslita í Laugardalshöllinni 8. og 9. febrúar.
16.01.2017 - 13:24

Tuttugasta þrenna Westbrook á leiktíðinni

Russell Westbrook og James Harden fóru fyrir sínum liðum í NBA-deildinni í nótt en þeir náðu báðir tvöfaldri þrennu.
16.01.2017 - 09:19

Keflavík í undanúrslit Maltbikarsins

Átta liða úrslit í Maltbikarkeppni kvenna í körfubolta hófust í dag þegar Grindavík tók á móti nágrönnum sínum úr Keflavík.
14.01.2017 - 18:02

Leik frestað vegna banaslyss á Grindavíkurvegi

Leik Grindavíkur og Hauka í Domino's-deild karla í körfubolta sem fram átti að fara í Röstinni í Grindavík í kvöld hefur verið frestað vegna banaslyss sem átti sér stað á Grindavíkurvegi í morgun. Átján ára stúlka lést í slysinu eftir harðan...
12.01.2017 - 15:07

Skallagrímur hafði betur gegn Snæfelli

Skallagrímur vann góðan sigur á ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Snæfelli í 15. umferð Domino‘s deildar kvenna í körfubolta í kvöld.
11.01.2017 - 21:14

Njarðvík með nauman sigur á Haukum

Njarðvík vann eins stig sigur á Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 73-74. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi en Njarðvík leiddi í hálfleik með níu stigum, 28-37.
08.01.2017 - 21:03

Snæfell vann Keflavík í framlengdum leik

Þrír leikir fóru fram í 14. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í dag en keppni hófst að nýju eftir jólafrí.
07.01.2017 - 18:32

LeBron sá um Brooklyn

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland Cavaliers vann Brooklyn Nets með átta stiga mun, 116-108. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland en hann skoraði 36 stig, gaf sex stoðsendingar og átti níu fráköst. Kyrie...
07.01.2017 - 12:26

Þór hafði betur gegn Grindavík

Þór frá Þorlákshöfn hafði betur á heimavelli gegn Grindavík í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld, 96-85. Jafnræði var með liðunum lengst af en heimamenn sigu fram úr undir lok leiks eftir leitt leikinn nánast frá upphafi.
06.01.2017 - 20:49