Kópavogsbær

Slökkt á ofurskæru skilti í Fífunni á næturnar

Ákveðið hefur verið að slökkva á umdeildu háskerpu-skilti, sem sett var upp milli Fífunnar og Hafnarfjarðarvegar frá klukkan tíu á kvöldin til sjö á morgnanna. Þá hefur birtan frá skiltinu verið minnkuð um 20 prósent. Íbúar í hverfinu voru óánægðir...
18.05.2017 - 14:12

Hagur sveitarfélaga vænkast til muna

Flest sveitarfélögin sem hafa skilað ársreikningi, og voru með aðlögunaráætlun hjá eftirlitsnefnd um fjármálum sveitarfélaga, eru búin að ná markmiðum áætlunarinnar - sum jafnvel á undan áætlun. Staða sveitarfélaganna snarbatnaði á síðasta ári frá...

Línulögn um vatnsverndarsvæði umdeild

Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur að dómur Hæstaréttar vegna Suðurnesjalínu 2 hafi áhrif á aðrar línuframkvæmdir, meðal annars Sandskeiðslínu 1. Sú lína liggur um vatnsverndarsvæði. Bæjarfulltrúinn styður ekki línulögn á þessari leið.
05.04.2017 - 15:51

Frumvarpið „eins og að borða fíl í einum bita“

Kópavogsbær, líkt og flest önnur sveitarfélög á landinu, hefur samþykkt tillögu þar sem bærinn lýsir yfir andstöðu við áfengisfrumvarpið. Tillagan var þó ekki samþykkt samhljóða því þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi...
30.03.2017 - 10:50

Birkir Jón vill feta í fótspor Hvergerðinga

Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum á fimmtudag tillögu Birkis Jóns Jónssonar, oddvita Framsóknarflokksins, um að bæjarstjórinn taki saman minnisblað um kosti þess að veita starfsmönnum bæjarins möguleika á launuðu fríi einum mánuði fyrir...
26.03.2017 - 10:32

Áfram deilt um fundartíma í bæjarráði Kópavogs

Áfram er rifist um breyttan fundartíma í bæjarráði Kópavogs. Minnihlutinn hefur haldið því fram að honum hafi verið breytt til að koma til móts við formann bæjarráðs, Theódóru Þorsteinsdóttur sem einnig er þingmaður Bjartrar framtíðar....
24.03.2017 - 09:06

Reykjavík úthlutar færri lóðum en Kópavogur

Kópavogur, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa hvert um sig úthlutað fleiri lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis en Reykjavík. Hins vegar er töluvert meira í byggingu í Reykjavík en í hinum sveitarfélögunum.

Íbúum miðborgarinnar fækkar mest

Íbúum miðborgarinnar fækkaði í fyrra um nokkur hundruð. Íbúum Reykjavíkur fjölgar hægar en íbúum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Kópavogsbúar mótmæla fimm hæða fjölbýlishúsum

212 íbúar sem búa í nágrenni Kópavogsbrautar í Kópavogi hafa skrifað undir lista þar sem breytingum á deiliskipulagi við Kópavogsbraut 9-11 er mótmælt. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, ætlar að taka við undirskriftunum í dag. Breytt...
06.03.2017 - 15:35

Skúta teppti umferð á Hafnarfjarðarvegi

Talsverðar umferðatafir urðu á Hafnarfjarðarvegi í norður í gegnum Kópavogs-gjá eftir að bátakerra með skútu fóru á hliðina. Tvær akreinar af þremur voru lokaðar með öllu og kalla þurfti til tæki til að fjarlægja hana. Umferð gekk því mjög hægt á...

Einn á slysadeild með brunasár

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í íbúð í Hjöllunum í Kópavogi um níuleytið í kvöld. Eldur kviknaði í eldhúsi en þegar slökkvilið kom var húsráðandi búinn að slökkva eldinn. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var einn fluttur...
22.01.2017 - 01:30

Enginn yfirheyrður vegna „Scream-grímu” árásar

Enn hefur enginn verið yfirheyrður vegna hnífaárásar sem átti sér stað í Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins í Kópavogi fyrir tæpum tveimur vikum. Kona sem starfar á greiningarstöðinni, hlaut þar skurð á hendi og var svokölluð Scream-gríma skilin...
30.12.2016 - 11:59

Fötluðu fólki vísað í leigubíla á gamlársdag

Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hættir að ganga klukkan þrjú á gamlársdag, þó að undirritað samkomulag segi að akstur á stórhátíðardögum eigi að vera eins og á sunnudögum. Stjórnarformaður Strætó BS segir að þetta sé ekki brot á...

Öryrkjar búa í geymslum og iðnaðarhúsnæði

Aldrei hefur verið erfiðara fyrir öryrkja að fá þak yfir höfuðið, segir framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Tæplega 400 bíða eftir húsnæði þar og biðlistinn lengist bara.

Barnaverndarmál eiga að vera í forgangi

Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað á borði barnaverndarnefndar Kópavogs. Bæjarstjórinn segir að barnaverndarmál eigi að vera í forgangi og það komi til greina að fjölga starfsfólki til að anna álaginu.
18.11.2016 - 12:20