Klassísk tónlist

Frábærir Finnar

Í Á leið í tónleikasal er rætt við hljómsveitarstjórann Önnu Maríu Helsing og klarinettuleikarann Kari Kriikku. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld eru hluti af opinberri hátíðardagskrá í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finna....

Frumsýning: Víkingur flytur etýðu Philip Glass

Hljómplata þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson flytur etýður Philips Glass kemur út síðar í þessum mánuði hjá Deutsche Grammophon, einni virtustu útgáfu á sviði sígildrar tónlistar. Hér frumsýnum við myndband þar sem Víkingur flytur etýðu nr. 13.

Jón úr Vör í tónlist

21. janúar 1917 fæddist skáldið Jón úr Vör. Hann hefði því orðið 100 ára 21. janúar 2017 ef hann hefði lifað og af því tilefni verður þátturinn „Á tónsviðinu“ fim. 19. jan. kl. 14.03 helgaður tónlist við ljóð hans.
18.01.2017 - 15:27

Kvartettar eftir Beethoven og Brahms

Í þættinum Úr tónlistarlífinu, sunnudaginn 15. janúar verður útvarpað hljóðritun frá tónleikum Kammermúsíkklúbbsins frá í nóvember sl.. Þar flutti strengjakvartett skipaður Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Páli Palomares, Þórunni Ósk Marinósdóttur og Bryndísi...
14.01.2017 - 13:00

Tómas Tómasson er vampýra

Heinrich Marschner samdi hryllingsóperuna „Der Vampyr“ (Vampýran) árið 1828, en óperan fjallar um vampýru sem situr um ungar stúlkur, myrðir þær og sýgur úr þeim blóðið. Íslenski bassabarítónsöngvarinn Tómas Tómasson er í hlutverki vampýrunnar í...
11.01.2017 - 16:13

Friðrik mikli og Bach-feðgar

Friðrik mikli Prússakonungur var tónlistarunnandi og samdi allmörg tónverk, einkum fyrir flautu þar sem hann lék sjálfur á það hljóðfæri. Hann réði úrvals tónskáld og hljóðfæraleikara til starfa við hirð sína þegar hann kom til valda árið 1740 og...
11.01.2017 - 15:12

Mannsröddin er viðfangsefni óperunnar

Rakel Edda Guðmundsdóttir fjallaði um óperuna Mannsröddina eftir Francis Poulenc, í Víðsjá, þann 5. janúar. Íslenska óperan frumsýnir verkið þann 9. febrúar næstkomandi.
06.01.2017 - 17:00

Stórglæsilegir Vínartónleikar SÍ.

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru stórglæsilegir í ár. Einsöngvarar voru Þóra Einarsdóttir, ein ástsælasta söngkona landsins, og hinn norski Bror Magnus Tødenes, einn heitasti tenórinn í dag. Hljómsveitarstjóri var austurríkismaðurinn...
06.01.2017 - 14:39

Trifonov og Rattle á áramótatónleikum í Berlín

Berlínarfílarmónían bauð upp á glæsilega veislu á gamlársdag með hátíðartónleikum í Philharmonie-tónleikahúsinu í Berlín. Þar stjórnaði aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Simon Rattle og einleikari var rússneski píanóvirtósinn Daniil Trifonov, en...

Hin gömlu kynni

Hjá mörgum enskumælandi þjóðum er venja að syngja skoska þjóðlagið „Auld Lang Syne“ á gamlárskvöld á miðnætti og taka þá allir saman höndum. Hér á Íslandi er lagið þekkt undir heitinu „Hin gömlu kynni gleymast ei“, en þar er um að ræða þýðingu Árna...
04.01.2017 - 15:41
Mynd með færslu

Nýárstónleikar í Vínarborg

Sinfóníuhljómsveit Vínarborga tileinkar Strauss-fjölskyldunni nýárstónleikana. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Gustavo Dudame, flutt eru verk eftir Franz Lehár, Émile, Johann Strauss, Jr., Josef Strauss, Franz von Suppé, Carl Michael Ziehrer, Otto...
01.01.2017 - 15:30

Píanókonsert Þórðar Magnússonar

Á nýjársdag kl. 13:20 er á dagskrá nýtt hljóðrit Ríkisútvarpsins, sem að þessu sinni er hljóðritun frá frumflutningi á Píanókonserti eftir Þórð Magnússon sem fram fór á tónlistarhátíðinni Myrkum Músikdögum 28. janúar 2016.
30.12.2016 - 13:19

Spila lög eftir Jóhann Sebastian Bach

Yfir áramótin verða haldnir sérstakir hátíðartónleikar í Eldborg Hörpu undir yfirskriftinni „Reykjavik Classics New Year's Celebration“. Tvennir tónleikar verða á dag fram til 2.janúar. Leikin verða verk eftir Jóhann Sebastian Bach en...
28.12.2016 - 17:31

Jólasálmur

Árið 2015 var það Þuríður Jónsdóttir sem samdi jólalag Ríkisútvarpsins við þýðingu Jakobs Jóhannessonar Smári af ljóði Zachris Topelius. Það er Schola Cantorum kórinn sem flytur og Hörður Áskelsson stjórnar.

Jólin nálgast

Það var tónskáldið Þórður Magnússon sem samt jólalag Ríkisútvarpsins árið 2014 við ljóð Stefáns frá Hvítadal.