Klassísk tónlist

Fjöllistamaður og frábær píanóleikari.

Á leið í tónleikasal er rætt við Árna Heimi Ingólfsson listrænan ráðgjafa Sinfóníuhljómsveitar Íslands um píanóleikarann Stephen Hough. Þá er rætt við listamanninn um einleiksverk kvöldsins, Rapsódíu Rachmaninovs um stef eftir Paganini fyrir píanó...
23.02.2017 - 13:16

"Únglingurinn í skóginum" eftir þrjú tónskáld

Að minnsta kosti þrjú íslensk tónskáld hafa samið tónlist við kvæðið „Únglingurinn í skóginum“ eftir Halldór Laxness: Jórunn Viðar, Karl O. Runólfsson og Ragnar Björnsson. Í þætti Unu Margrétar Jónsdóttur, "Á tónsviðinu" fim 23. feb. kl....
22.02.2017 - 15:12

Strokkvartettinn Siggi frumflytur íslensk verk

Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 „af ástríðu við það verkefni að spila strengjakvartett“ segja þau sem kvartettinn skipa, en það eru fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk...
17.02.2017 - 15:34

Úr og klukkur í tónlist

Sinfónía nr.101 í D-dúr eftir Haydn er kölluð Klukkusinfónían af því að taktfastir tónar í 2. þætti verksins minna á tikk í klukku. Í þættinum „Á tónsviðinu“ fim. 16. feb. kl. 14.03 verður þessi kafli leikinn svo og önnur tónverk þar sem úr og...
15.02.2017 - 15:17

Víkingur Heiðar í tónlistarhúsinu í Hamborg

Tónlistarhátíðin Into Iceland festival fór fram í nýja Elbphilarmonie tónlistarhúsinu í Hamborg í Þýskalandi dagana 9. - 11. febrúar. Á tónleikum í stóra sal hússins á föstudagskvöldinu lék Víkingur Heiðar Ólafsson nýjan píanókonsert eftir Hauk...
12.02.2017 - 13:42

Íslensk tónlistarhátíð hefst í Hamborg í dag

Tónlistarhátiðin „Into Iceland“ verður sett í dag í stórglæsilegu tónlistarhúsi Hamborgar með tónleikum stórsveitar NDR og Ragnheiðar Gröndal.

Norma í Covent Garden

Vincenzo Bellini samdi óperuna "Normu" árið 1831. Hún fjallar um hofgyðjuna Normu og þjóð hennar sem iðkar drúídatrú í hinni fornu Gallíu á valdatíma Rómverja. Norma á í leynilegu ástasambandi við rómverska foringjann Pollione og fyllist...
09.02.2017 - 11:32

Taugaáfall á tveimur málum

Langt símtal við svikulan elskhuga er uppistaðan í Mannsröddinni eftir Francis Poulenc, en ný leikgerð Brynhildar Guðjónsdóttur á óperunni verður frumsýnd á vegum Íslensku óperunnar á fimmtudagskvöld. Í uppfærslunni túlka söngkona, leikkona og...
08.02.2017 - 14:44

Stúlkan sem Bach og Händel höfnuðu

Árið 1703 sótti Georg Friedrich Händel um stöðu organista í Maríukirkjunni í Lübeck, en hætti við þegar hann fékk að vita að stöðunni fylgdi það skilyrði að hann kvæntist dóttur fyrirrennara síns, Dietrichs Buxtehude. Tveimur árum síðar sótti Johann...
08.02.2017 - 14:59

Villimannsleg hrynjandi, blíða og fegurð.

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru leiknar tónsmíðar eftir Britten og Stravinskíj sem tengjast stríðshremmingum með einum eða öðrum ætti. Á leið í tónleikasal er rætt við breska hljómsveitarstjórann Matthew Halls, sem leiðir hlustendur í...
02.02.2017 - 13:38

Hartmann-hjónin og bréfið um storkinn

Johan Peter Emilius Hartmann var eitt merkasta tónskáld Dana á 19. öld, en eiginkona hans, Emma Hartmann, samdi líka sönglög og stutt tónverk sem gefin voru út undir dulnefninu Frederik Palmer. Í þættinum Á tónsviðinu, fim. 2. febrúar kl. 14.03,...
01.02.2017 - 15:17

Myrkir músikdagar - Yrkja tónleikar

31. janúar kl. 19.00 verður útvarpað hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verkefnis Íslenskrar tónverkamiðstöðvar "Yrkja", sem fram fóru á Myrkum músikdögum 27. janúar sl. Á efnisskrá voru þrjú verk; Hrekkur eftir...

Emils Thoroddsens minnst á Myrkum músíkdögum

Tónskáldsins, málarans og píanóleikarans Emils Thoroddsens var minnst á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum síðastliðinn fimmtudag með dagskrá þar sem flutt voru verk eftir Emil auk frumflutnings á nýju verki eftir Huga Guðmundsson.
27.01.2017 - 18:07

Heimsfrumflutningur þriggja tónsmíða

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músikdögum verða frumfluttar tónsmíðarnar Echo Chamber, víólukonsert eftir Hauk Tómasson, Arborescence eftir Úlf Hansson og Cycles eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttir. Einleikari á tónleikunum er...

Hefð og frelsi mætast á Myrkum músíkdögum

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst í dag og stendur fram yfir helgi. Dagskráin í ár einkennist af áherslu á hljóðlist, raftónlist og fjölbreyttar miðlunarleiðir í tónlist. Verkin sem hljóma spanna vítt svið – hljóðfæri frelsisins mætir hinni...
26.01.2017 - 12:08