Katla

Rýming vegna Kötlugoss flóknari

Endurskoðun viðbragðsáætlunar vegna Kötlugoss er ólokið. Dagleg umferð um svæðið hefur margfaldast og því þarf að leysa á annan hátt hvert flytja á fólk. Þá þarf að breyta lokunum vega og þétta fjarskiptasamband.
28.07.2017 - 12:42

Aldrei þægilegt að fá skjálfta yfir 3 í Kötlu

Tveir skjálftar yfir þrír að stærð urðu í Kötluöskjunni um tíuleytið í morgun. Fyrri skjálftinn varð klukka 09:43 en hinn tæpri klukkustund síðar. Lítil hrina fylgdi í kjölfarið. Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir...
19.04.2017 - 13:23

Ekki hægt að tryggja að neyðarboðin berist

Ekki er hægt að tryggja að neyðarboð vegna Kötlugoss berist í alla farsíma í námunda við gosið, samkvæmt Póst- og fjarskiptastofnun. Í nágrenni Sólheimajökuls hefur fólk aðeins 15 mínútur til að forða sér.
13.03.2017 - 19:36

Rýmingaráætlanir í stöðugri endurskoðun

Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarna segir að beðið sé nýrra upplýsinga um flóðahættu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórinn í Vík segir í minnisblaði sem var lagt fyrir hreppsnefnd í síðustu viku, að nánast ekkert raunhæft hafi verið gert með...
21.02.2017 - 07:59

Katla með rólegra móti

Nokkur virkni var í Kötlu í gær en Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segist ekki myndi ganga svo langt að kalla þetta sjálftahrinu. Snörpustu skjálftarnir voru 1,8 að stærð. Mest hreyfing var í norðanverðri Öskju og...
06.02.2017 - 11:14

Auknar líkur á eldgosi í Kötlu

Telja verður líkur á eldgosi í Kötlu meiri nú en venjulega. Þetta þurfa vöktunar- og viðbragðsaðilar að hafa í huga. Þettta kemur fram í yfirlýsingu Vísindaráðs almannavarna sem fundaði í dag. Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 varð í Kötlu í gær.
27.01.2017 - 14:48

Skjálftar í Mýrdalsjökli

Skjálfti af stærðinni 3,3 varð í Mýrdalsjökli á sjöunda tímanum í kvöld. Skjálftinn var stakur, í norðausturbrún Kötluöskju, og fylgdi í kjölfar skjálftahrinu sem varð í öskjunni miðri snemma í morgun.
23.01.2017 - 21:24

Ekki tengsl milli þriggja stórra skjálfta

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í morgun í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar telur að skjálftinn tengist ekki skjálftum sem urðu í Hrómundartindi og í Bárðarbungu í gær. 
05.01.2017 - 12:27

Jarðskjálfti 3,5 í Kötlu

Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma fimm varð í morgun vestarlega í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Skjálftinn varð tæpa fjóra kílómetra austsuðaustur af Goðabungu þegar klukkan var níu mínútur yfir sjö. Nokkrir minni skjálftar urðu á undan og...
05.01.2017 - 08:41

Skjálfti í Kötlu mældist 3,3

Stundarfjórðungi fyrir fimm mældist jarðskjálfti af stærð 3,3 í norðanverðri Kötluöskjunni. Skjálftinn var partur af smá hrinu sem varði í um 30 mínútur að því er vakthafandi jarðvísindamaður Veðurstofunnar skrifar á vef hennar.
17.12.2016 - 18:15

Skjálfti af stærðinni 3,4 í Kötlu

Skjálfti af stærðinni 3,4 varð í austanverðri brún Kötluöskjunnar klukkan 13:40 í dag. Engir eftirskjálftar hafa mælst, að sögn Veðurstofu Íslands. Skjálftinn varð 7,6 kílómetra norð-norðaustur af Hábungu.
14.12.2016 - 16:52

Katla í gjörgæslu

Þéttriðið net af jarðskjálftamælum og gps mælum er notað til að fylgjast með hverjum „andardrætti“ þekktasta eldfjalls á Íslandi, Kötlu. „Við stökkvum yfirleitt til þegar hún hristir sig og þéttum mælanetið ennfrekar,“ segir Bergur H. Bergsson hjá...
28.11.2016 - 11:25

Skjálfti í Kötluöskju í nótt

Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, varð í Kötluöskjunni á sjöunda tímanum í morgun. Það hefur verið rólegt yfir Kötlu síðan um helgina og talið er að jarðskjálftahrinunni sé lokið en hún var ein sú stærsta í áratugi. Óvissustigi vegna eldgoss í Kötlu var...
06.10.2016 - 07:21

Eldfjallakóði Kötlu færður á grænt

Veðurstofan hefur fært eldfjallakóða Kötlu af gulum yfir á grænan lit. Það þýðir að virkni eldfjalls er með rólegu móti.
04.10.2016 - 18:42

Katla oft virkari á haustin

Katla er öflug og virk eldstöð sem verður að fylgjast með þó að svo virðist sem öflugri hrinu sé lokið þar í bili, segir fagstjóri Jarðvár. Óvissustig er enn í gildi vegna Kötlu en opnað var fyrir umferð og gönguferðir að Sólheimajökli í dag.
03.10.2016 - 18:04