Jafnréttismál

Allar konur hafa lent í hrútskýringu

Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í gær, 19. júní og því fagnað að konur fengu kosningarétt fyrir 102 árum á þeim degi. Á Hallveigarstöðum var sérstök hátíð en Kvennaheimilið í húsinu fagnaði í gær hálfrar aldar afmæli. Þar...
20.06.2017 - 11:49

„Hey stelpa, þú ert ekkert svona góð“

Melína Kolka Guðmundsdóttir og Hlín Hrannarsdóttir hafa stofnað hóp á Facebook sem kallast GG Girl Gamers. Þær segja að tilgangurinn sé að gefa konum vettvang til að tala sín á milli um tölvuleiki og kynnast öðrum sem hafa sömu áhugamál.

Kynjahalli í Jafnréttisráði

Sjö konur skipa Jafnréttisráð og fjórir karlar. Jafnréttismálaráðherra segir þetta óheppilegt, en því verði ekki breytt núna.
09.06.2017 - 17:53

Konur eru ekki ókeypis vinnukraftur

Þegar borgarbarnið og einstæða móðirin Ágústa Þorkelsdóttir giftist bónda fannst henni einkennilegt að verða sjálfkrafa húsmóðir á heimilinu en ekki bóndi við hlið manns síns með sömu laun og réttindi.
02.06.2017 - 15:31

Jafnlaunavottun: Brynjar „kyngdi ælunni“

Frumvarp Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun var samþykkt á Alþingi nú skömmu fyrir klukkan 1. Málið var á meðal helstu kosningamála Viðreisnar, flokks Þorsteins, fyrir kosningarnar í haust. Málið var samþykkt með 49...
01.06.2017 - 01:27

„Nýtt landslag. Nýjar raddir“

Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðarkona og formaður WIFT á Íslandi, segir að það eigi eftir að breyta kvikmyndagerð hér heima að Kvikmyndasjóður líti til þess við mat á umsóknum hvort styrkurinn stuðli að jöfnun á stöðu kvenna og karla í kvikmyndagerð...
30.05.2017 - 14:49

Helmingi fleiri feður en mæður fá hámarksbætur

Feður sem nýta sér rétt til greiðslna í fæðingarorlofi eru að staðaldri mun tekjuhærri en mæður sem það gera. Á síðasta ári hafði um þriðjungur feðra á bilinu 500 til 750 þúsund krónur á mánuði í laun. Aðeins um sjöunda hver móðir hafði það háar...
25.05.2017 - 12:14

Samkynja hjónabönd lögleg í Taívan

Æðsti dómstóll Taívans úrskurðaði í gær að núgildandi lög um að hjónaband sé aðeins á milli karls og konu séu ógild. Jafnframt segir úrskurður dómaranna að bann við samkynja hjónaböndum stríði gegn frelsi fólks til hjónabanda og jafnrétti fólks.
25.05.2017 - 06:45

Kærum vegna launamunar spítalatoppa vísað frá

Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá tveimur kærum frá Félagi hjúkrunarfræðinga þar sem því var haldið fram að kvenkyns hjúkrunarfræðingar í stjórnunarstöðum fengju lægri laun kyns síns vegna en læknar í sambærilegum störfum.
19.05.2017 - 07:30

Taldi Fiskistofu ekki mega auglýsa eftir konum

Lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu taldi að auglýsing Fiskistofu, þar sem auglýst var sérstaklega eftir konum sem veiðieftirlitsmönnum á Akureyri og Hafnarfirði, stæðist ekki lög. Auglýsingin var birt í Fréttablaðinu í apríl en hætt var við að...
16.05.2017 - 06:35

Fær ekki að fljúga án aðstoðarmanns

„Mér finnst þetta niðurlægjandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. Starfsmenn Atlantic Airways hafa tilkynnt honum að hann hann fái ekki að fljúga einn, án aðstoðarmanns, með flugvél...
11.05.2017 - 21:25

Í skugga ofbeldis gegn samkynhneigðum

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er haldin í skugga ofbeldis gegn samkynhneigðum í Úkraínu. Hópur öfgahægrimanna hótaði ofbeldi, ef stór bogi í Kænugarði yrði málaður í öllum regnbogans litum.
11.05.2017 - 20:49

Konum fækkar í stjórnum stærri fyrirtækja

Einungis um fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja á Íslandi eru konur. Yfir heildina stóð hlutfall kvenna í stjórnum í stað, en konum í stjórn stærri fyrirtækja fækkaði milli ára.
10.05.2017 - 12:45

„Okkur er ekki alveg boðið“

Talsverð umræða skapaðist á samfélagsmiðlum um stöðu kvenna í íslenskri hip hop-senu á dögunum eftir að Katrín Helga Andrésdóttir birti greinina Hip Hop vs. krúttkynslóðin.
05.05.2017 - 10:45

Stjórnarandstaðan tilnefndi mun fleiri karla

Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi tilnefndu mun fleiri karla en konur til setu í nefndum og stjórnum sem kosið var til á þinginu á þriðjudag. Stjórnarandstaðan tilfnefndi næstum þrisvar sinnum fleiri karla en konur sem aðalmenn.
01.05.2017 - 15:39