Næsti leikur í beinni

Mynd með færslu

Dagur: „Ég gerði mistök“

Dagur Sigurðsson var afar svekktur eftir að Þjóðverjar féllu úr keppni á HM í handbolta eftir tap gegn Katar í dag. Dagur var þar með að stýra Þjóðverjum í síðasta sinn á stórmóti en hann mun taka við landsliði Japan í sumar. Dagur hefur náð frábærum árangri með Þjóðverja og gerði þá að Evrópumeisturum á síðasta ári.
22.01.2017 - 19:46
Mynd með færslu

Chelsea með átta stiga forystu á toppnum

Chelsea hafði betur gegn Hull City í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Diego Costa og Gary Cahill skoruðu mörk Chelsea í leiknum sem hafa þar með náð átta stiga forystu á toppnum. Chelsea hefur hlotið 55 stig úr 22 leikjum en Arsenal er í öðru sæti með 47 stig.
22.01.2017 - 19:11
Mynd með færslu

Ekki Dagur Þjóðverja - Úr leik á HM

Dagur Sigurðsson og Þjóðverjar eru úr leik á HM í handbolta eftir tap gegn Katar í dramatískum leik í 16-liða úrslitum. Lokatölur leiksins urðu 20-21 fyrir Katar sem skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér ótrúlegan sigur á Evrópumeisturum Þjóðverja.
22.01.2017 - 18:48