Mynd með færslu

Fresta HM vegna jarðskjálftans

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) hefur ákveðið að fresta heimsmeistaramótum fatlaðra í sundi og lyftingum vegna jarðaskjálftans í Mexíkó. Til stóð að senda sjö manna sveit frá Íslandi á HM sem fram átti að fara í Mexíkóborg 25. september til 7. október.
20.09.2017 - 13:11
Mynd með færslu

Ólafía hefur þénað um 20 milljónir á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hækkar upp um 15 sæti á heimslistanum í golfi og er núna í 182. sæti. Hún hefur farið upp um 522 sæti á einu ári. Hún er í 69. sæti á peningalista LPGA mótaraðarinnar og er á góðri leið með að tryggja sér fullan keppnisrétt á næsta ári.
20.09.2017 - 10:27
Mynd með færslu

Halldór og Milos áfram hjá Víkingi R.

Knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík hefur framlengt samninga við tvo af lykilmönnum meistaraflokks karla, þá Halldór Smára Sigurðsson og Milos Ozegovic og leika þeir því áfram með liðinu á næsta tímabili.
20.09.2017 - 09:57