Innlent

Herða þurfi eftirlit með fitufrystingum

Eitt versta kalsárstilfelli vegna fitufrystingar, sem sést hefur í heiminum, kom upp hér á landi á síðasta ári. Formaður félags lýtalækna vill að Landlæknisembættið setji skýrar reglur um hverjir geti boðið upp á slíka meðferð.
24.07.2017 - 21:52

Húsnæði íslenskra barna með því versta

Húsnæðisaðstæður íslenskra barna eru með þeim verri í Evrópu og hafa verið síðan eftir hrun. Fjórðungur barna á Íslandi býr í húsnæði sem skemmt er vegna raka og myglu. Nílsína Larsen Einarsdóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá Unicef segir brýnt að...
24.07.2017 - 19:57

Hafna öðru tilboði í Gylfa

Fótboltaliðið Swansae City hafnaði í dag öðru tilboði í Gylfa Þór Sigurðsson fótboltakappa. Þetta segja heimildir Sky Sports. Tilboðið, sem kom frá Everton, hljóðaði upp á 45 milljónir punda, eða meira en sex milljarða króna. Swansae hafði þegar...
24.07.2017 - 20:13

Íbúar þreyttir á tveggja ára uppgreftri

Íbúar í Kveldúlfsgötu í Borgarnesi eru langþreyttir á ástandi götunnar sem hefur verið uppgrafin frá árinu 2015. Bæjarstjóri harmar töfina. Hann segir margt spila inn í en hefur aldrei upplifað jafnmiklar tafir á neinni framkvæmd. Þeim eigi að ljúka...
24.07.2017 - 19:56

Verið að gera við ljósleiðarann

Tæknimenn hófu viðgerðir um sjöleytið á ljósleiðarastrengnum sem slitnaði milli Kross­holts og Þver­ár í dag. Veitu­fyr­ir­tæki sleit óvart ljós­leiðara­streng­inn með þeim afleiðingum að trufl­an­ir hafa verið á út­varps­send­ing­um, sjón­varps­...
24.07.2017 - 19:42

Viðhaldi ekki verið sinnt nægilega vel

Rúmum milljarði króna verður varið til viðhalds leik- og grunnskóla í Reykjavík í ár en myglu og skordýragangs hefur orðið vart í leikskóla. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segir að viðhaldi hafi ekki verið sinnt...
24.07.2017 - 18:47

Erlend fjárfesting hefði verið velkomin

Hlutur eins ríkasta manns Alaska í væntanlegum kaupum á KEA-hótelunum er minni en fyrstu fréttir hermdu. Þetta segir í frétt vefsins túristi.is en Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsins, var gestur Síðdegisútvarpsins í dag. Kristján segir þetta...
24.07.2017 - 17:58

Fann dýrmætt Warhol-verk inni í geymslu

Rokkarinn Alice Cooper fann nýverið verk eftir myndlistarmanninn Andy Warhol upprúllað í hólki inni í geymslu þar sem það hefur legið óhreyft í 40 ár. Talið er að verkið geti verið hundruð milljóna króna virði. Það er silkiþrykk sem heitir Litli...
24.07.2017 - 17:40

„Þetta er bara snjór og klettar“

Það er mikill léttir þegar brattinn á leiðinni á topp K2 í Himalajafjöllum breytist úr 70 til 80 gráðum í 40 til 50 gráður segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður sem stefnir að því að standa á toppi fjallsins á fimmtudag, fyrstur Íslendinga...
24.07.2017 - 17:38

6000 skipsfarþegar á Akureyri í dag

Met var slegið í fjölda farþega skemmtiferðaskipa á Akureyri í dag þegar tvö stór skip lögðu að höfn. Alls eru um 6.000 skipsfarþegar að spóka sig í blíðskaparveðri í bænum í dag, sem er þriðjungur af íbúafjölda bæjarins.
24.07.2017 - 16:34

Jökulsárlón friðlýst - aðstaða byggð upp

Jökulsárlón verður friðlýst og hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þjóðgarðurinn mun þar með ná frá hæsta tindi Vatnajökuls niður að sjó. Fyrir dyrum er uppbygging á svæðinu en stjórnun þess hefur verið í ólestri að sögn skrifstofustjóra...
24.07.2017 - 16:27

Grunaður um taka myndir í kvennaklefanum

Fyrrverandi starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki sætir rannsókn lögreglu fyrir að hafa tekið myndir af sundlaugargestum í kvennaklefanum. Þetta staðfestir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra sem rannsakar málið. Manninum...
24.07.2017 - 15:33

Mikil þátttaka í erfiðu Dyrfjallahlaupi

Mikil þátttaka var í fyrsta Dyrfjallahlaupinu sem var haldið um helgina. Hlaupið var í kringum Dyrfjöll í tilefni af 100 ára afmæli UMFB, Ungmennafélags Borgarfjarðar en fjöllin standa við Borgarfjörð eystra. Keppendur segja 23 kílómetra langa...
24.07.2017 - 14:49

Ljósleiðari rofnaði á Vestfjörðum

Ljósleiðari á Vestfjörðum hefur rofnað og því eru truflanir á útvarps- og sjónvarpssendingum á fjörðunum. Vodafone er að meta hve bilunin er umfangsmikil. Búið er að kalla út viðgerðarteymi.
24.07.2017 - 14:34

Ástandið lagast hægt og bítandi

Enn er nokkuð mikil olíumengun í Grafarvogi, þó betur gangi að hreinsa svæðið en áður. Líffræðingur hjá borginni segir að því lengur sem mengunin vari, því brýnna verði að meta langtímatjón á náttúrunni.
24.07.2017 - 13:39