Innlent

„Ljóst að ástandið er mjög slæmt“

Viðhaldi á húsnæði leik- og grunnskóla í borginni hefur verið afar illa sinnt síðustu ár, að sögn borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík. Ástandið sé mjög slæmt, minnihlutinn hafi ítrekað komið með tillögur að endurbótum. Fjármagn til viðhalds leik...
24.07.2017 - 13:00

Sérstæðasta tilraunastofa í heimi

Sett verður upp tilraunastofa sem á ekki sína líka, í Surtsey, í tengslum við risastórt fjölþjóðlegt borverkefni sem þar er að hefjast. Yfir þrjátíu manns og hátt í hundrað tonn af tækjum verða flutt út í eyjuna eftir viku. Atburðurinn er einstakur...
24.07.2017 - 12:40

Símaóværan getur orðið notendum dýrkeypt

Símaóværa sem reynir að hafa fé af fólki herjaði á landsmenn af þónokkrum krafti í gær. Þorleifur Jónsson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að símnotendur, sem falla í gildruna, geti setið uppi með háan reikning.
24.07.2017 - 12:41

Tjaldar í 20 gráðu halla á K2

John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir á fjallinu K2 ásamt ferðafélögum sínum, tveimur Kínverjum og þremur sherpum, á leið sinni á topp fjallsins. Þeir komust þó ekki að búnaði sem þeir voru búnir að koma fyrir í búðunum því...
24.07.2017 - 12:22

Nýr minnisvarði um Jón forseta reistur

Nýr minnisvarði um togarann Jón forseta RE var um síðustu helgi afhjúpaður á Stafnesi. Hann er til minningar um þá fimmtán sem fórust þegar togarinn strandaði árið 1928. Minnisvarða sem var þar fyrir var stolið.
24.07.2017 - 12:03

Íbúar hvattir til að drepa bjarnarkló í görðum

Akureyrarbær ætlar að ráðast í aðgerðir gegn útbreiðslu bjarnarklóar í bænum. Starfsmenn bæjarins eru nú að höggva blómkörfur af plöntunni í bæjarlandinu til þess að koma í veg fyrir að hún fjölgi sér. Brýnt er fyrir íbúum að eyða plöntunni úr...
24.07.2017 - 12:05

Sumarið stendur fram í september

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að sumarið standi langt fram í september ef skoðaðar eru hitatölur fyrir hvern dag sumars rúm fjörutíu ár aftur í tímann. Sumarhitinn er mestur síðustu vikuna í júlí og fyrstu vikuna í ágúst og mun hlýrra er 31....
24.07.2017 - 12:01

Sveitarfélög beiti sér gegn skammtímaleigu

Sveitarfélög þurfa að bregðast við húsnæðisskorti með ákveðnari hætti og reisa skorður við skammtímaleigu til ferðamanna. Þetta segir félagsmálaráðherra. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík eru 118 barnafjölskyldur metnar í mikilli þörf. 
24.07.2017 - 11:50

Krónuflökt ekki óeðlilegt eftir losun hafta

Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af flökti á krónunni undanfarnar vikur. Þetta segir prófessor í hagfræði. Hann segir lítil viðskipti geta haft mikil sveifluáhrif á krónuna.
24.07.2017 - 09:10

Minnsta hækkun fasteignaverðs síðan 2015

Verulega dró úr hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní. Í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans, sem kom út í dag, segir að rólegur tími í fasteignaviðskiptum sé á þessum árstíma og of snemmt að segja til um það hvort fasteignamarkaðurinn...
24.07.2017 - 11:28

Ákærður fyrir að valda almannahættu

Héraðssaksóknari hefur ákært skipstjóra dragnótabáts fyrir að valda almannahættu og stórfelldum eignaspjöllum. Hann var að veiðum í Arnarfirði síðla árs 2014 og togaði rækjutroll þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar yfir fjörðinn. Strengurinn...
24.07.2017 - 11:02

Geðheilbrigðismiðstöð fyrir ungt fólk vantar

Mun fleiri ungmenni eiga við geðræn vandamál að stríða nú en fyrir fimm árum og hefur ungum körlum með geðraskanir fjölgað sérstaklega. Yfirlæknir á bráðageðdeild segir brýnt að koma á fót sérstakri geðheilbrigðismiðstöð fyrir ungt fólk.
24.07.2017 - 10:25

Launavísitalan hækkað um 7,3 prósent

Í júní hækkaði launavísitala á Íslandi um eitt prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands.
24.07.2017 - 09:11

Telur gjaldtöku ekki bestu lausnina

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að gjaldtaka við Seljalandsfoss, sem hófst um helgina, sé tímabundin. Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun sagði Ísólfur Gylfi að ekki væri lengur hægt að bíða eftir því að ríkið...
24.07.2017 - 08:56

Telur að rafrettur ýti ekki undir reykingar

Rannsóknir benda ekki til þess að fólk, sem notar rafrettur, leiðist í framhaldinu út í reykingar á sígarettum. Þetta segir segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir sem telur mikilvægt að horfa ekki framhjá þeirri miklu þekkingu sem nú er til á...
24.07.2017 - 08:38