Forsetatíð Donalds Trumps

Fyrstu mánuðir Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta hafa verið afar viðburðaríkir. Orð hans og ákvarðanir eru margar mjög umdeildar og hafa mætt harðri andstöðu í Bandaríkjunum og fordæmingu á alþjóðavettvangi.

Sarpurinn

Mynd með færslu

Veður

22/07/2017 - 19:35
Mynd með færslu

Íþróttir

22/07/2017 - 19:25
Mynd með færslu

Fréttir

22/07/2017 - 19:00
Mynd með færslu

Veðurfregnir

22/07/2017 - 22:05
Mynd með færslu

Fréttir

22/07/2017 - 22:00
Mynd með færslu

Fólk og fræði

Upphaf pönksins
22/07/2017 - 20:30
Mynd með færslu

Fréttir

22/07/2017 - 22:00
Mynd með færslu

Sjónvarpsfréttir

22/07/2017 - 19:00
Mynd með færslu

Sportrásin

22/07/2017 - 18:10
Mynd með færslu

Litli prinsinn

Little Prince
22/07/2017 - 09:50
Mynd með færslu

Lóa

Lou!
22/07/2017 - 09:37
Mynd með færslu

Zip Zip

Zip Zip
22/07/2017 - 09:25

Fréttir

Fordæmir leka um samskipti Sessions og Rússa

Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag fréttaflutning Washington Post sem greindi frá því í gærkvöld að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum um málefni tengd kosningabaráttu Trumps....
22.07.2017 - 17:00

„Ég biðst afsökunar í fimmtugasta skipti“

Anthony Scaramucci sem Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði í gær samskiptastjóra Hvíta hússins studdi Barack Obama í forsetakosningunum 2008 og hafði margoft lýst andstöðu við Trump áður en hann gekk til liðs við hann í fyrra. Hann hefur verið...
22.07.2017 - 10:26

Trump hótar aðgerðum gegn Íran

Donald Trump er tilbúinn til þess að láta írönsk stjórnvöld finna fyrir því verði bandarískir fangar þar í landi ekki leystir fljótt úr haldi og fluttir til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gærkvöld. Þar segir...
22.07.2017 - 04:27

Sessions ræddi stefnumál við sendiherra Rússa

Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins Washington Post ræddu Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, um málefni tengd kosningabaráttu Trumps á fundum þeirra í fyrra. Sessions hefur...
22.07.2017 - 00:50

Lögmenn Trumps rannsaka rannsakendur

Lögmenn og aðstoðarmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta reyna nú af öllum mætti að grafa undan rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara á tengslum starfsliðs kosningaframboðs Trumps við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar telja Trump vilja víkja...
21.07.2017 - 05:16

Trump sér eftir ráðningu Sessions

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist sjá eftir því að hafa ráðið Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra. Trump er ósáttur við að Sessions hafi þurft að víkja úr embættinu vegna rannsóknar á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningunum í...
20.07.2017 - 02:13

Ræða Rússlandsfund við þingnefndir

Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, og Paul Manafort fyrrum kosningastjóri forsetans mæta fyrir þingnefnd í næstu viku vegna rannsóknar á meintum tengslum starfsmanna kosningaframboðs Trumps við rússnesk stjórnvöld. Nefndin tilkynnti þetta...
20.07.2017 - 00:46

Leggja fram tillögu um vantraust á Trump

Á þriðja tug þingmanna demókrata hefur lagt fram tillögu um vantraust á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Engar líkur eru þó taldar á að tillagan nái fram að ganga.
19.07.2017 - 20:54

Trump segir fréttaflutning af sér sjúkan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist misskilja fréttaflutning af fundi hans með Rússlandsforseta á meðan hátíðarkvöldverði leiðtoga G20 ríkja stóð. Trump skrifaði um fréttaflutninginn á Twitter og sagði hann sjúkan. 
19.07.2017 - 02:14

Trump gerður afturreka með heilbrigðisfrumvarp

Donald Trump Bandaríkjaforseta og samherjum hans í Repúblikanaflokknum hefur mistekist að sinni að afnema heilbrigðis- og tryggingalöggjöf Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta og setja aðra í staðinn. Löggjöfin, oft kölluð Obamacare, var eitt...
18.07.2017 - 17:11

Gefa út 15.000 auka dvalar- og atvinnuleyfi

Bandaríkjaþing gaf í gær grænt ljós á að heimavarnaráðuneytið gæfi út 15.000 tímabundin dvalar- og atvinnuleyfi til erlendrar ríkisborgara, umfram áður samþykktan kvóta fyrir árið 2017. Er þetta gert til að létta undir með bandarískum fyrirtækjum...
18.07.2017 - 06:37

Rifta ekki kjarnorkusamningi við Íran í bráð

Stjórnvöld í Washington munu ekki rifta kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin og fleiri ríki gerðu við Írana fyrir tveimur árum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað lýst yfir vilja sínum til að rifta samningnum, sem hann segir arfaslæman. Er...
18.07.2017 - 05:25

Afnám Obamacare dregst líklega lengi enn

Líkurnar á að Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, fái nýja heilbrigðislöggjöf Trump-stjórnarinnar samþykkta í bráð fara þverrandi. Á mánudag lýstu tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana því yfir, að þeir væru...
18.07.2017 - 02:58

36% Bandaríkjamanna styðja Donald Trump

Donald Trump er óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjötíu ár, ef marka má fréttaflutning ABC-fréttastofunnar. Aðeins þrjátíu og sex prósent Bandaríkjamanna segjast styðja hann nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá embættistöku forsetans, samkvæmt...
16.07.2017 - 19:59

Enn dregst afnám Obamacare

Atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings um nýja heilbrigðis- og tryggingalöggjöf í stað Obamacare hefur enn verið frestað. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, staðfesti þetta síðdegis í gær. Ætlunin var að taka...
16.07.2017 - 06:49