RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Ungir fréttamenn á Barnamenningarhátíð

KrakkaRÚV heldur námskeið fyrir 10 krakka í 8.-10. bekk sem koma til með að fjalla um viðburði Barnamenningarhátíðar í Reykjavík fyrir hönd Krakkafrétta.

Ungir fréttamenn munu vinna fréttir af viðburðum Barnamenningarhátíðar í næstu viku en þetta er í þriðja skipti sem RÚV býður ungum landsmönnum tækifæri til að skyggnast inn í heim fjölmiðla. Krakkarnir fara á námskeið hjá KrakkaRÚV þar sem reynsluboltar á RÚV miðla af þekkingu sinni. Þau kynnast því hvað frétt er, farið er yfir málfar, framsögn og fréttaflutning sem og helstu undirstöðuatriði í viðtalstækni. 

Barnamenningarhátíð fer fram dagana 25.-30. apríl og hver fréttamaður skilar a.m.k. einni frétt af viðburði hátíðarinnar hvern dag. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Fréttir ungu fréttamannanna verða birtar í Krakkafréttum og á vef KrakkaRÚV og RÚV.