RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Breytingar á dreifingu sjónvarps

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage
Í júní 2017 var slökkt á örbylgjudreifikerfi sjónvarps.  Þetta kerfi er í eigu og rekstri hjá Vodafone og margir þekkja það undir heitinu „Digital Ísland“. Þetta kerfi er úrelt og nýtt loftnetskerfi hefur þegar tekið við af því, en það kerfi nær til yfir 99% landsmanna. Nánar um nýja kerfið á RÚV.is

Ástæða lokunarinnar gamla kerfisins er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að taka tíðnisviðið til notkunar fyrir háhraða farnetsþjónustu.

Þeir sem horfa á útsendingar um örbylgju þurfa að skipta örbylgjuloftnetum sínum út fyrir UHF loftnet, og beina loftnetunum að næsta útsendingastað.

Yfirgnæfandi meirihluti sjónvarpstækja sem seldur hefur verið undanfarinn áratug er með innbyggðan móttakara fyrir UHF-kerfið og því er ekki þörf á myndlyklum eða áskrift við nein þjónustufyrirtæki til að taka á móti útsendingu RÚV.

UHF-loftnet fást víða í raftækjaverslunum. Á heimasíðu Samtaka rafverktaka (http://www.sart.is/) er listi yfir rafvirkja sem bjóða upp á loftnetsþjónustu.

Engra breytinga er þörf á sjónvarpstækjunum, nema að það þarf að endurstilla sjónvörpin, þ.e. að láta þau leita aftur.

Athugið að ekki er verið að slökkva á öllum sjónvarpsútsendingum um loftnet, eingöngu er um að ræða sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.

Hér er slóð á nánari upplýsingar: http://www.ruv.is/spurt-og-svarad/flokkur/stafraent-sjonvarp 

 

25.07.2017 kl.13:06
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, dreifikerfi, Í umræðunni