RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Ársskýrsla RÚV 2015

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Árið 2015 var viðburðaríkt hjá Ríkisútvarpinu og einkenndist af miklu breytingaferli sem hófst á árinu 2014. Leitast hefur verið við að skerpa á hlutverki almannaþjónustunnar og hefur dagskrá tekið áherslubreytingum.

Áhersla á innlent efni og menningarefni hefur verið aukin, bylting varð í þjónustu við börn og starfsemi á landsbyggð var efld. Fjárhagsleg endurskipulagning skilaði viðsnúningi í rekstri og sala byggingarréttar skilar mestu skuldalækkun í sögu félagsins.  

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri ársskýrslu Ríkisútvarpsins fyrir árið 2015.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur ársskýrsluna hér.

Ársskýrsla RÚV er nú gefin út á rafrænu formi en hætt hefur verið að prenta skýrsluna. Ársskýrslan er alfarið unnin innanhúss af starfsfólki RÚV.