Hryðjuverk

Ætluðu að nota 120 gaskúta í hryðjuverkaárás

Hryðjuverkahópurinn, sem skipulagði tvær hryðjuverkaárásir á Spáni í vikunni, var með 120 gaskúta í húsi í smábænum Alcanar. Lögreglan telur að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að koma gaskútunum fyrir í ökutækjum sem síðan átti beita í nokkrum...
20.08.2017 - 14:18

Telja að árásin í Turku hafi beinst að konum

Finnska lögreglan telur að árásin í Turku, þar sem tveir létust og átta særðust, hafi beinst að konum. Hún er nú rannsökuð sem hryðjuverk. Maðurinn sem er í haldi, grunaður um ódæðisverkið, er 18 ára og frá Marokkó líkt og flestir tilræðismennirnir...
19.08.2017 - 12:40

Segjast hafa leyst upp hryðjuverkasellu

Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, segir að spænsku lögreglunni hafi tekist að eysa upp hryðjuverka-selluna sem skipulagði árásirnar í Katalóníu á fimmtudag. Zoido segir að í hópnum hafi verið tólf ungir menn, þeir hafi flestir verið frá...
19.08.2017 - 11:32

Bílstjórinn hugsanlega enn á lífi og á flótta

Spænska lögreglan telur nú 22 ára gamall maður, Younes Abouyaaqoub, sé bílstjóri sendiferðabílsins sem ók á fólk á Römblunni í Barselóna á fimmtudag. Lögregla leitar hans nú, en óttast er að hann hafi komist til Frakklands á flóttanum.
19.08.2017 - 09:06

Sami lögreglumaður skaut fjóra hryðjuverkamenn

Einn og sami lögreglumaðurinn skaut fjóra af þeim fimm hryðjuverkamönnum sem voru í bílnum sem ekið var á vegfarendur í spænska bænum Cambril nokkrum klukkustundum eftir mannskæða árás í Barselóna. Talsmaður lögreglunnar í Katalóníu segir að þrátt...
18.08.2017 - 21:18

Vitni að þremur hryðjuverkum í Evrópuferð

Hálfþrítug áströlsk kona, Julia Monaco að nafni, hefur þrívegis orðið vitni að hryðjuverkum í Evrópu frá því að hún kom þangað fyrir tæplega þremur mánuðum.
18.08.2017 - 21:00

Ætluðu hugsanlega að fremja stærra hryðjuverk

Lögreglan í Katalóníu leitar ungs manns í tengslum við hryðjuverkin. Hún telur hugsanlegt að hryðjuverkahópurinn hafi ætlað sér að fremja miklu stærra hryðjuverk í héraðinu. Fjölmiðlar á Spáni fullyrða að sá sem ók á fjölda fólks í Baselóna í gær...
18.08.2017 - 18:34

„Eins og borgin hefði dáið í smástund“

Íbúar Barselóna hafa síðustu ár búið við hryðjuverkaógn segir Harpa Sigurfinnsdóttir sem bjó í borginni um árabil og er þar á ferðalagi. Hún var í nágrenni Römblunnar þegar hryðjuverkin voru framin í gær. Harpa segir að þögn hafi færst yfir borgina...
18.08.2017 - 08:02

Tugir létust í sjálfsmorðsárás á flóttamenn

28 eru látnir og yfir 80 særðir eftir að þrjár konur frömdu sjálfsmorðsárásir í flóttamannabúðum í norðausturhluta Nígeríu í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir nígerískum miðlum að árásirnar hafi verið gerðar í bænum Mandarari, um 25 kílómetrum frá...
16.08.2017 - 00:54

Níu féllu í árásum á friðargæslulið í Malí

Níu féllu í árásum vígamanna á tvær bækistöðvar friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Malí á mánudag. Vopnaðir menn réðust inn í bækistöðvar friðargæslunnar í bæjunum Douentza og Timbúktú. Átta vígamenn voru felldir, talið er víst að þeir séu úr...
15.08.2017 - 01:23

17 dóu í árás á veitingahús í Ouagaudougou

Sautján létust í árás hryðjuverkamanna á tyrkneskt veitingahús í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó í kvöld og tólf særðust alvarlega. Sjónarvottar herma að þrír vopnaðir menn hafi ekið að veitingahúsinu á jeppa um klukkan hálftíu að staðartíma og...
14.08.2017 - 02:29

Tyrkneskur lögreglumaður stunginn til bana

Tyrkneskur lögreglumaður var stunginn til bana í Istanbúl í kvöld. Fullyrt er í tyrkneskum fjölmiðlum að árásarmaðurinn hafi verið hryðjuverkamaður úr röðum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Maðurinn var handtekinn síðdegis, grunaður um að...
14.08.2017 - 01:17

Kennsl borin á fórnarlamb hryðjuverkaárásar

Réttarmeinafræðingum hefur tekist að bera kennsl á fórnarlamb árásanna á tvíburaturnanna í New York ellefta september 2001. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem rannsókn á erfðaefni þeirra sem létust bar árangur. Enn hefur ekki tekist að...
08.08.2017 - 08:54

Heimagerð sprengja í hakkavél eða eiturgas

Ástralskir fjölmiðlar hafa misvísandi sögur að segja af hryðjuverkaáformum fjórmenninganna, sem handteknir voru í Sydney á laugardagskvöld, grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annars vegar er greint frá sprengju, falinni í hakkavél, en hins...
31.07.2017 - 04:50

Minnst 24 vegnir í fyrirsát al-Shabab

Vígamenn al-Shabab hryðjuverkasamtakanna felldu minnst 23 friðargæsluliða Afríkusambandsins og einn sómalskan hermann í suðurhluta Sómalíu á sunnudagsmorgun. Fimm dóu í sprengjuárás í höfuðborginni Mogadishu sama dag. Haft er eftir Ali Nur,...
31.07.2017 - 02:27