Handbolti

Aron Pálmarsson meistari með Veszprém

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er ungverskur meistari í handbolta með liði sínu Veszprém. Þetta er tíunda árið í röð sem Veszprém fagnar titlinum.
24.05.2017 - 19:50

„Þegar mikið var í húfi stigum við upp“

Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í handbolta karla, segir síðastliðna leiktíð hafa verið ákaflega reynsluríka fyrir sig og liðið. Valur vann tvöfalt í ár eftir 58 leikja tímabil.
22.05.2017 - 18:46

Juric spilar ekki á Hlíðarenda á næstu leiktíð

Einn besti leikmaður Íslandsmeistara Vals á tímabilinu, króatíska skyttan Josip Juric, leikur ekki með Hlíðarendaliðinu á næstu leiktíð. 
22.05.2017 - 12:51

Ásbjörn: „Dauðafærin sem skilja að“

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í liði FH þegar það tapaði fyrir Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Ásbjörn skoraði sex mörk en liðinu gekk samt sem áður bölvanlega að skora í síðari hálfleik leiksins í dag.
21.05.2017 - 18:29

Halldór: „Við skorum ekki í seinni hálfleik“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði fyrir Val á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla nú rétt í þessu.
21.05.2017 - 18:18

Sigurður Ingiberg: „Saug í mig stemmninguna"

„Ég náði að sjúga stemmninguna í mig og þar af leiðandi að spila vel. Vörnin var líka geggjuð,“ sagði Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður og hetja Valsmanna sem urðu Íslandsmeistarar í handbolta í Kaplakrika í dag.
21.05.2017 - 18:08

„Ég bjóst aldrei við þessu, þetta er frábært“

Óskar Bjarni Óskarsson, annar af þjálfurum Vals var eðlilega mjög sáttur með sigur liðsins á FH í dag en Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla með sjö marka sigri í Kaplakrika nú rétt í þessu.
21.05.2017 - 18:04

Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta

Valur varð nú rétt í þessu Íslandsmeistari karla í handbolta þegar þeir sigruðu FH í Kaplakrika. Var þetta hreinn og beinn úrslitaleikur um titilinn en fyrir leikinn í dag höfðu liðin unnið tvo leiki hvort. Eftir að hafa verið undir í næstum 40...
21.05.2017 - 17:39

Orri Freyr: „Mikið undir en þetta er veisla“

Núna klukkan 16:00 hefst úrslitaleikur FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handkneittleik. Leikurinn fer fram á heimavelli FH í Kaplakrika.
21.05.2017 - 15:48

Stefnir í troðfullt hús í Kaplakrika

FH og Valur mætast í fimmta og síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik klukkan 16:00 í dag. Staðan í einvíginu milli liðanna er 2-2 og því er um hreinan úrslitaleik að ræða. Það stefnir í troðfullt hús í Kaplakrika og...
21.05.2017 - 11:42

Biðraðir eftir miðum fyrir oddaleik Vals og FH

Biðraðir mynduðust í morgun þegar opnað var fyrir forsölu miða á úrslitaleik FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Reiknað er með allt að 3 þúsund áhorfendum og hafa FH ingar skipulagt sannkallaða þjóðhátíðardagskrá fyrir leik.
20.05.2017 - 20:06

Svona tekur Ásbjörn vítaskotin

Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH í handbolta hafði skorað úr öllum 11 vítaskotum sínum gegn Val í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fjórða leik liðanna í gær. Áhugavert er að í öllum þeim vítaskotum skaut Ásbjörn boltanum...
19.05.2017 - 13:51

„Annað hvort að vinna hér eða fara í sumarfrí“

„Þetta var bara úrslitaleikur. Annað hvort að vinna hér eða fara í sumarfrí svo það var ekkert annað í boði en að vinna þenna leik,“ sagði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, eftir sigurinn á Val úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta í kvöld.
18.05.2017 - 22:19

Guðlaugur:„Komum illa inn í fyrri hálfleik“

Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigri í kvöld hefði Valur tryggt sér titilinn. Sigur FH í kvöld þýðir að liðin þurfa að mætast aftur á...
18.05.2017 - 22:12

„Vissum að við værum að fara að tapa hérna“

„Við vissum að við værum að fara að tapa hérna, við viljum fara með þetta í fimm leiki og fagna á heimavelli þeirra. Það er miklu skemmtilegra fyrir okkur,“ sagði Sveinn Aron Sveinsson leikmaður Vals eftir tapið gegn FH í úrslitaeinvígi...
18.05.2017 - 22:05