Handbolti

ÍR líklega aftur í Olísdeildina

Allt stefnir í að ÍR spili aftur í úrvalsdeild karla í handbolta á næstu leiktíð. ÍR og Þróttur mættust í oddaleik í umspili fyrstu deildar karla í kvöld þar sem ÍR vann stórsigur, 32-19.
25.04.2017 - 22:53

Stjarnan minnkaði muninn gegn Gróttu

Mikil spenna var í loftinu í Garðabæ þegar Stjarnan minnkaði muninn í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olísdeild kvenna í handbolta. Stjarnan vann 19-14 og er 2-1 undir í einvíginu.
25.04.2017 - 22:45

Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik

Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sigur í tvíframlengdum leik gegn Haukum í undanúrslitunum 31-28. Fram vann einvígið 3-0.
25.04.2017 - 22:40

Stjarnan kærir ekki

Handknattleiksdeild Stjörnunnar ætlar ekki að kæra úrskurð mótanefndar frá í dag til dómstóls HSÍ. Úrskurðurinn um 10-0 sigur Gróttu í leik 2 í undanúrslitum Olísdeildar kvenna stendur því óhaggaður og er Grótta 2-0 yfir í einvígi liðanna og getur...
25.04.2017 - 16:13

Selfoss segir Stefán ekki hafa notið trausts

Handknattleiksdeild Selfoss segir Stefán Árnason, fráfarandi þjálfara karlaliðs félagsins ekki hafa notið trausts innan leikmannahópsins. Til að tryggja áframhaldandi veru leikmanna hafi verið ákveðið að leita nýs þjálfara.
25.04.2017 - 11:46

Stjarnan hefur óskað eftir endurupptöku

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur óskað eftir því við mótanefnd HSÍ að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína frá í gær að dæma Gróttu 10-0 sigur í leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna á sunnudag.
25.04.2017 - 10:47

Stjörnunni dæmdur ósigur

Kvennaliði Gróttu var nú í kvöld dæmdur sigur í leik sínum gegn Stjörnunni í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna í handbolta sem fór fram í gær og Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar leikmann sem var ekki á leikskýrslu og telst Grótta því hafa...
24.04.2017 - 20:29

Geir: „Allir vita hvað Aron getur“

Geir Sveinsson segir það öllum augljóst hversu mikill fengur sé í því að fá Aron Pálmarsson aftur inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta. Leikirnir gegn Makedóníu í maí sé hins vegar snúnir.
24.04.2017 - 15:36

Ein breyting á landsliðinu - Aron kemur inn

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, valdi í dag 16 leikmenn fyrir leikina tvo gegn Makedóníu í undankeppni EM 2018. Aron Pálmarsson hefur náð sér af meiðslum sínum og er kominn aftur í hópinn.
24.04.2017 - 14:23

Stjarnan jafnaði - Ragnheiður aftur hetja Fram

Undanúrslit kvenna í handknattleik héldu áfram í dag þegar tveir leikir fóru fram. Haukar tóku á móti Fram og á Seltjarnarnesi mættust Grótta og Stjarnan.
23.04.2017 - 18:10
Mynd með færslu

Haukar – Fram

Bein útsending frá öðrum leik Hauka og Fram í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta. Fram vann fyrsta leik liðanna 23-22, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum.
23.04.2017 - 16:00

Framarar með forystu í einvíginu

Fram og Haukar mætast öðru sinni í dag í undanúrslitaeinvíginu í Olísdeild kvenna. Framarar eru yfir í einvíginu eftir að hafa tryggt sér sigur með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn.
23.04.2017 - 10:00

Valsmenn fara með átta marka sigur til Rúmeníu

Valur hafði betur gegn rúmenska liðinu Potaissa Turda í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu.
22.04.2017 - 19:30

KR komið í úrslitaeinvígið

KR vann annan leik sinn í undanúrslitaeinvíginu gegn Víkingum í umspili um sæti í Olís-deild karla í handbolta. Sigurinn þýðir að KR-ingar leika að öllum líkindum í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
22.04.2017 - 18:30

Þróttarar tryggðu sér oddaleik

Þróttur hafði betur gegn ÍR í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur leiksins voru 27-25 og tókst Þrótturum því að tryggja sér oddaleik í einvíginu.
22.04.2017 - 16:08