Handbolti

Rut ófrísk og spilar ekki með Esbjerg

Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta, er ófrísk og getur því ekki spilað með liði sínu Esbjerg í danska handboltanum sem hún samdi við fyrr á þessu ári. Rut á von á sér í lok febrúar.
18.08.2017 - 11:19

Ísland endaði í 10. sæti á HM 19 ára og yngri

Íslenska piltalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri lauk keppni í 10. sæti á HM í Georgíu í dag. Ísland féll úr leik í 16-liða úrslitum í gær, en þar sem Ísland vann alla sína leiki í riðlakeppninni spilaði Ísland um 9. sætið í...
17.08.2017 - 13:46

Ísland úr leik á HM u19 ára

ÍÍslenska 19 ára landslið karla í handbolta féll úr leik í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Georgíu nú rétt fyrir hádegi. Ísland sem fór á kostum í riðlakeppninni og vann alla sína leiki þar tapaði fyrir Svíþjóð í 16-liða úrslitunum í dag með...
16.08.2017 - 12:03

Orri tryggði Íslandi efsta sætið í riðlinum

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann Þjóðverja í lokaleik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Georgíu.
14.08.2017 - 10:48

Sannfærandi sigur á Alsír

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann í dag sannfærandi sigur tíu marka sigur á Alsír á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Georgíu þessa dagana. Var þetta fjórði sigur íslenska liðsins í fjórum leikjum á...
12.08.2017 - 14:40

Fjarvera Arons á æfingu óásættanleg

Staða Aron Pálmarssonar, eins besta handknattleiksmanns Íslands, hjá ungverska félaginu Vészprem var aðal umræðuefni á fundi hjá Forum Club Handball nú á dögunum. Það eru samtök sem innihalda öll stærstu handknattleiksfélög Evrópu.
11.08.2017 - 17:34

Atli Már Báruson í raðir Hauka

Haukar hafa krækt í Atla Má Báruson frá Íslandsmeisturum Vals fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þetta hefur RÚV hefur heimildum og að gengið verði formlega frá samningi við Atla á mánudag, en hann hefur æft að undanförnu með Haukum.
11.08.2017 - 11:43

Öruggur sigur hjá U19 á HM

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann sinn annan leik í röð á HM í Georgíu í dag. Liðið vann Síle með fimm marka mun, 27-22, en staðan í leikhléi var 12-9, Íslandi í vil.
09.08.2017 - 14:34

U19 mætir Síle í öðrum leik á HM

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnu 19 ára og yngri, spilar annan leik sinn í riðlakeppninni á HM í Georgíu gegn Síle í dag. Hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu en leikurinn hefst klukkan 12.
09.08.2017 - 11:50

Sigur í fyrsta leik á HM hjá U19

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann í dag fyrsta leik sinn á HM í Georgíu.
08.08.2017 - 12:37

Jicha farinn frá Barcelona - opnast fyrir Aron

Tékkneski handboltamaðurinn Filip Jicha greindi frá því í gærkvöldi að hann væri farinn frá spænska stórliðinu Barcelona og muni ekki leika með þeim á næstu leiktíð. Þessi tíðindi gætu opnað fyrir það að Aron Pálmarsson gangi í raðir Börsunga í...
04.08.2017 - 10:48

Hreiðar Levý í mark Gróttu

Grótta hefur samið við Hreiðar Levý Guðmundsson um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hreiðar sem spilaði síðast með norska félaginu Notteröy hafði samið við uppeldisfélag sitt, KR um að spila þar í vetur, en eftir að KR ákvað að draga lið sitt úr...
02.08.2017 - 15:57

Hansen vill skotklukku í handboltann

Danski handboltakappinn Mikkel Hansen vill að tekin verði upp skotklukka í handbolta svipuð þeirri sem finna má í körfubolta.
31.07.2017 - 10:35

Ísland í 12. sæti eftir tap gegn Noregi

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri endaði í 12. sæti á HM í Alsír eftir tap gegn Norðmönnum í dag.
27.07.2017 - 14:37

Strákarnir úr leik á HM eftir tap gegn Túnis

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri er úr leik á HM eftir eins marks tap gegn Túnis í dag, 28-27.
26.07.2017 - 15:35