Handbolti

Rússar ekki með á EM í Króatíu

Eftir 27-27 jafntefli Rússlands og Svartfjallalands er ljóst að Rússland mun ekki taka þátt á Evrópumótinu sem fer fram í Króatíu í janúar á næsta ári.
17.06.2017 - 15:48

„Aukaséns sem við tökum fagnandi“

Útlitið hefur heldur betur batnað fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta eftir leiki gærdagsins í undankeppni EM. Nú er ljóst að Ísland þarf ekki að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum og sigur gegn Úkraínu á sunnudagskvöld dugir til að...
16.06.2017 - 19:15

Ísland á enn von um að komast á EM

Nú fyrir skömmu lauk leik Makedóníu og Úkraínu í 4. riðli undankeppni EM 2018 í handbolta með jafntefli, 27-27. Á sama tíma unnu Hvít-Rússar stórsigur á Rúmeníu í 2. riðli, 32-22, sem þýðir að sigur Íslands gegn Úkraínu á sunnudag kemur Íslandi að...
15.06.2017 - 18:21

Geir velur Ágúst Elí og Atla Ævar

Geir Sveinsson þjálfari A landsliðs karla í handbolta hefur kallað tvo leikmenn inn í æfingahóp liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu í undankeppni EM á sunnudaginn, Atla Ævar Ingólfsson (IK Sävehof) og markmanninn Ágúst Elí Björgvinsson (FH).
15.06.2017 - 12:41

Samantekt úr leik kvöldsins (myndband)

Hér má sjá stutta samantekt úr þriggja marka tapi Íslands í Tékklandi fyrr í dag. Einar Örn Jónsson lýsti leiknum á RÚV.
14.06.2017 - 19:25

Geir Sveinsson: „Erum að nýta færin illa“

Ísland tapaði í dag fyrir Tékklandi í undankeppni EM í handbolta. Lokatölur leiksins 27-24 Tékkum í vil. Eftir hörmungar fyrri hálfleik náði Ísland að bíta frá sér í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna leikinn undir lokin. Því miður gekk það...
14.06.2017 - 18:49

Þriggja marka tap í Tékklandi - Undankeppni EM

Eftir skelfilegan fyrri hálfleik í Brno í Tékklandi þá komst íslenska liðið í séns á að vinna leikinn. Því miður gekk það ekki eftir og svekkjandi þriggja marka tap staðreynd. Loka leikur Íslands í undankeppninni fer fram í Laugardalshöllinni á...
14.06.2017 - 17:01

Ýmir Örn utan hóps gegn Tékkum

Geir Sveinsson hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékkum í undankepnni EM 2018 í dag Brno í Tékklandi í dag. Ýmir Örn Gíslason fær það hlutskipti að vera utan leikmannahópsins í dag.
14.06.2017 - 11:01

Misjafnt gengi landsliðsmanna

Ísland og Tékkland mætast í Tékklandi á morgun í undankeppni Evrópumóts karla í handbolta sem fer fram í Króatíu í janúar. Leikmenn íslenska liðsins hafa átt misjöfnu gengi að fagna í félagsliðum sínum í aðdraganda leiksins og fyrir suma er það...
13.06.2017 - 21:39

Aron Pálmars.: „Vitum hverju við eigum von á“

Aron Pálmarsson er klár í slaginn með íslenska landsliðinu gegn Tékklandi í undankeppni EM í handbolta í Króatíu 2018. Hann segir íslenska liðið vel undirbúið fyrir þau læti sem geta verið á sterkum heimavelli Tékka.
13.06.2017 - 15:30

Guðjón Valur: „Viljum ekki reiknikúnstir“

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, segir íslenska liðið ekki ætla að treysta á einhverjar reiknikúnstir á endaspretti undankeppni EM 2018. Ísland mætir Tékklandi á morgun og Úkraínu á sunnudag og ætlar liðið sér sigur í báðum...
13.06.2017 - 13:06

Hafdís til SönderjyskE

Handboltakonan Hafdís Lilja Renötudóttir er á leiðinni til SönderjyskE í dönsku B-deildinni. Þetta kemur fram á mbl.is. Hafdís sem gegnir stöðu markvarðar og verður tvítug í júlí varði mark Stjörnunnar í vetur og var bæði deildar- og bikarmeistari...
13.06.2017 - 11:05

Sigur nauðsynlegur gegn Tékklandi

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið til Tékklands þar sem liðsins bíður afar mikilvægur leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM á miðvikudaginn. Landsliðsþjálfari vonast til að snúa við slæmu gengi á útivöllum.
12.06.2017 - 22:51

Þessir mæta Tékkum á miðvikudag

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá sautján leikmenn sem halda til Tékklands og mæta Tékkum á miðvikudag í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
12.06.2017 - 12:32

Þriggja marka sigur á Pólverjum í Noregi

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann Pólverja 24-21 á æfingamótinu Gjensedige Cup í Elverum í Noregi í dag. Ísland tapaði fyrsta leik sínum á mótinu gegn Noregi í gær 36-30 og mætir Svíum í lokaleiknum á sunnudag.
09.06.2017 - 17:12