Handbolti

Patrekur ráðinn þjálfari Selfoss

Petrekur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta og framkvæmdastjóri handboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann tekur við Selfossliðinu af Stefáni Árnasyni og gerði þriggja ára samning.
28.04.2017 - 10:24

FH leikur til úrslita um titilinn

FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. FH vann Afturelding 23-19 í þriðja undanúrslitaleik liðanna í kvöld og einvígið 3-0.
27.04.2017 - 22:39

Komast Grótta og FH í úrslit í kvöld?

Það er mikið undir í leikjum kvöldsins í undanúrslitum Olís-deilda karla og kvenna í kvöld. Tveir afar mikilvægir leikir eru á dagskrá og verða þeir báðir sýndir beint á RÚV 2.
27.04.2017 - 14:22

Valur þarf aðeins einn sigur til viðbótar

Valur er komið í 2-0 forystu gegn Fram í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla í handbolta eftir stórsigur í kvöld 27-15.
26.04.2017 - 22:43

Aron valinn bestur í meistaradeildinni

Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar 8 liða úrslita meistaradeildar Evrópu í handbolta. Aron átti stórleik með liði sínu Veszprém frá Ungverjalandi í sigri á franska liðinu Montpellier 26-23 og skoraði 6 mörk.
26.04.2017 - 12:28

Umdeilt atvik í leik Fram og Hauka

Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri framlengingar í leik Fram og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í gærkvöld. Fram var tveimur mörkum undir 25-27 þegar hálf mínúta var eftir en náði að skora tvö mörk og tryggja sér aðra...
26.04.2017 - 11:08

ÍR líklega aftur í Olísdeildina

Allt stefnir í að ÍR spili aftur í úrvalsdeild karla í handbolta á næstu leiktíð. ÍR og Þróttur mættust í oddaleik í umspili fyrstu deildar karla í kvöld þar sem ÍR vann stórsigur, 32-19.
25.04.2017 - 22:53

Stjarnan minnkaði muninn gegn Gróttu

Mikil spenna var í loftinu í Garðabæ þegar Stjarnan minnkaði muninn í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olísdeild kvenna í handbolta. Stjarnan vann 19-14 og er 2-1 undir í einvíginu.
25.04.2017 - 22:45

Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik

Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sigur í tvíframlengdum leik gegn Haukum í undanúrslitunum 31-28. Fram vann einvígið 3-0.
25.04.2017 - 22:40

Stjarnan kærir ekki

Handknattleiksdeild Stjörnunnar ætlar ekki að kæra úrskurð mótanefndar frá í dag til dómstóls HSÍ. Úrskurðurinn um 10-0 sigur Gróttu í leik 2 í undanúrslitum Olísdeildar kvenna stendur því óhaggaður og er Grótta 2-0 yfir í einvígi liðanna og getur...
25.04.2017 - 16:13

Selfoss segir Stefán ekki hafa notið trausts

Handknattleiksdeild Selfoss segir Stefán Árnason, fráfarandi þjálfara karlaliðs félagsins ekki hafa notið trausts innan leikmannahópsins. Til að tryggja áframhaldandi veru leikmanna hafi verið ákveðið að leita nýs þjálfara.
25.04.2017 - 11:46

Stjarnan hefur óskað eftir endurupptöku

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur óskað eftir því við mótanefnd HSÍ að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína frá í gær að dæma Gróttu 10-0 sigur í leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna á sunnudag.
25.04.2017 - 10:47

Stjörnunni dæmdur ósigur

Kvennaliði Gróttu var nú í kvöld dæmdur sigur í leik sínum gegn Stjörnunni í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna í handbolta sem fór fram í gær og Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar leikmann sem var ekki á leikskýrslu og telst Grótta því hafa...
24.04.2017 - 20:29

Geir: „Allir vita hvað Aron getur“

Geir Sveinsson segir það öllum augljóst hversu mikill fengur sé í því að fá Aron Pálmarsson aftur inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta. Leikirnir gegn Makedóníu í maí sé hins vegar snúnir.
24.04.2017 - 15:36

Ein breyting á landsliðinu - Aron kemur inn

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, valdi í dag 16 leikmenn fyrir leikina tvo gegn Makedóníu í undankeppni EM 2018. Aron Pálmarsson hefur náð sér af meiðslum sínum og er kominn aftur í hópinn.
24.04.2017 - 14:23