Hamfarir

Hundraða saknað í Síerra Leone

Minnst 600 manns er enn saknað í Freetown, höfuðborg Síerra Leone, eftir aurskriður og flóð í vikunni. Nærri 400 hafa þegar verið úrskurðaðir látnir víða í borginni vegna vatnsveðursins. 
16.08.2017 - 05:07

Mannskæð flóð í Síerra Leóne

Skæð flóð og aurskriður hafa fallið í Freetown, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Síerra Leóne, í dag. Að minnsta kosti 180 eru látnir samkvæmt heimildum fréttaveitunnar AFP. Mikil úrkoma hefur verið þar að undanförnu og hlíð í útjaðri borgarinnar lét...
14.08.2017 - 14:38

Portúgal logar enn

Um 4.000 slökkviliðsmenn berjast við hundruð skógar- og gróðurelda í Portúgal, þar sem talað er um að nýtt „met“ hafi verið slegið í fjölda nýrra elda á einum degi. Staðfest er að eldar kviknuðu á 268 stöðum í landinu á laugardag og er það mesti...
14.08.2017 - 07:05

45 fórust í skriðu á Indlandi

Að minnsta kosti 45 manns fórust þegar stóreflis aur- og grjótskriða féll úr brattri hlíð í Himachal Pradesh-héraði í Himalaya-fjöllum í Norður-Indlandi í gær. Skriðan sópaði burtu 200 metra vegarkafla og hreif með sér tvær rútur sem áð höfðu á...
14.08.2017 - 06:22
Hamfarir · Asía · Indland · Veður

49 dánir í flóðum í Nepal

Minnst 49 hafa dáið í flóðum og aurskriðum í Nepal síðustu daga. Sautján er saknað og tugir hafa slasast í hamförunum, sem hafa hrakið þúsundir fjölskyldna frá heimilum sínum vítt og breitt um landið. Ausandi, uppstyttulaus rigning hefur dunið á...
14.08.2017 - 00:15
Erlent · Hamfarir · Asía · Nepal · Veður

Fimm dóu í óveðri í Norður-Póllandi

Minnst fimm hafa týnt lífinu í ofsaveðri sem gekk yfir Pólland á laugardag. Auk þess slösuðust að minnsta kosti 34. Umtalsvert tjón varð á mannvirkjum og um 340.000 heimili voru án rafmagns lengi dags og eru mörg hver enn. Öll dauðsföllin urðu í...
13.08.2017 - 02:27

Enn brennur Portúgal

Ríflega 2.600 slökkviliðsmenn börðust við 62 skógar- og gróðurelda í Portúgal á fimmtudag. Klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma, 23 á staðartíma, hafði tekist að hemja 51 þeirra að hluta eða öllu leyti en 11 brunnu enn stjórnlaust. Hlé hefur verið á...
11.08.2017 - 01:30

Tjaldbúðir fyrir hælisleitendur við landamærin

Stjórnvöld í Kanada hafa falið her og riddaralögreglu að reisa tjaldbúðir fyrir allt að 500 manns í smábæ við landamæri Bandaríkjanna. Ástæðan er vaxandi fjöldi fólks sem kemur fótgangandi yfir landamærin á þessum stað og leitar ásjár í Kanada, af...
10.08.2017 - 04:54

Stór skjálfti í Norðvestur-Kína

Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 skók strjálbýl héruð í norðvesturhluta Kína laust fyrir hálftólf á þriðjudagskvöld að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni á staðartíma. Upptök skjálftans voru á 25 kílómetra dýpi, nærri landamærunum við Kasakstan....
09.08.2017 - 01:40

Rýming vegna Kötlugoss flóknari

Endurskoðun viðbragðsáætlunar vegna Kötlugoss er ólokið. Dagleg umferð um svæðið hefur margfaldast og því þarf að leysa á annan hátt hvert flytja á fólk. Þá þarf að breyta lokunum vega og þétta fjarskiptasamband.
28.07.2017 - 12:42

Miklir eldar blossa upp að nýju í Portúgal

Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín um miðbik Portúgals, þar sem feikilegir skógareldar ógna nú byggð og loka vegum, rúmum mánuði eftir að 64 fórust í miklum eldum á svipuðum slóðum. Heitast brenna eldarnir í Serta í Castelo Branco-héraði...
27.07.2017 - 05:32

10.000 flúðu skógarelda í nótt

Um 10.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Suður-Frakklandi í nótt, vegna mikilla skógarelda sem þar brenna. Ástandið verið hvað verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Í nótt blossaði svo upp...
26.07.2017 - 06:28

Miklir skógareldar í Suður-Evrópu

Enn brenna miklir skógareldar í Suður-Frakklandi. Eldar loga einnig víða á Ítalíu og í Portúgal. Í Frakklandi er ástandið einna verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Yfir 2.000 slökkviliðsmenn berjast...
26.07.2017 - 05:35

Flóðbylgjurnar urðu 90 metrar

Öldurnar sem risu eftir að berghlaup varð í sjó fram á Norðvestur-Grænlandi 17. júní urðu allt að 90 metrar á hæð. Þetta sýna rannsóknir jarðvísindamanna sem hafa kannað svæðið þar sem hlaupið varð. Á vef danska útvarpsins DR segir Hermann Fritz...
25.07.2017 - 16:03

Mannskæður jarðskjálfti á Eyjahafi

Tveir ferðamenn létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 sem átti upptök sín þar nærri. Að sögn yfirvalda var annar þeirra sænskur en hinn tyrkneskur. Skjálftamiðjan var í hafinu, rúmum tíu kílómetrum suður af tyrkneska...
21.07.2017 - 00:39