Hamfarir

Skógareldar á Suður-Spáni

Um 1.500 íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín á Suður-Spáni eftir að skógareldar brutust út í þjóðgarði í Andalúsíu. Eldurinn kviknaði í gærkvöld og breiddist hratt út og hafði ekki tekist að hemja hann um miðjan dag. Hitabylgja hefur verið á þessum...
25.06.2017 - 15:13
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn

Hættan afstaðin á Grænlandi

Ekki er hætta á því að framhald verði á berghlaupinu sem olli nýverið bæði jarðskjálfta og flóðbylgju í grennd við Uummannaq á Grænlandi. Þetta er samkvæmt nýjum útreikningum sem danska ríkisútvarpið, DR, segir frá. Áhættan á því að aftur yrði...
25.06.2017 - 05:33

140 manns saknað eftir aurskriðu

Um 40 heimili eyðilögðust í stærðarinnar aurskriðu í þorpinu Xinmo í suðvesturhluta Kína í nótt. Meira en 140 manns er saknað. Björguanrstarf er þegar hafið. Jarðýtur eru notaðar til að grafa eftir þeim sem er saknað, eins og sjá má af myndum frá...
24.06.2017 - 02:48
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína

Orsakir skógarelda margþættir

Þriggja daga þjóðarsorg er í Portúgal eftir manntjónið sem varð í skógareldunum þar í landi um helgina. 62 létust Pedrogao Grande héraði.
19.06.2017 - 16:51

Ný flóðbylgjuviðvörun á Grænlandi

Grænlenska lögreglan gaf út nýja flóðbylgjuviðvörun til íbúa Uummannaq-fjarða nú á tíunda tímanum. Íbúum í þorpinu Niaqornat hefur verið gert að búa sig undir að þorpið verði rýmt, en í þorpunum Saattut, Ukkusissat og Qaarsut er fólk beðið að...
18.06.2017 - 22:43

25 dóu í skógareldum í Portúgal

Minnst 25 dóu í miklum skógareldum í Portúgal á laugardag og fjöldi fólks til viðbótar er slasaður eftir. Flestir hinna látnu dóu í bílum sínum á flótta undan eldunum, að sögn yfirvalda. Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals, upplýsti á...
17.06.2017 - 23:45

Mannskæð monsúnrigning á Sri Lanka

Yfir 160 eru látnir af völdum aurskriða eftir monsún-úrhelli á Sri Lanka. Sífellt fleiri lík finnast grafin ofan í aurskriðum sem féllu yfir íbúðabyggðir. Yfir 100 er enn saknað og nærri 90 eru á sjúkrahúsi.
29.05.2017 - 05:38

Um hálf milljón flýr heimili sín í Sri Lanka

Nærri 130 eru látnir og nærri hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín vegna mestu vatnavaxta í Sri Lanka í yfir áratug. Tuga er enn saknað. Björgunarsveitir fóru með neyðarbirgðir til nauðstaddra í gistiskýlum í nótt á svæðunum sem urðu verst...
28.05.2017 - 06:52

Hundrað látnir í monsúnregni Sri Lanka

Að minnsta kosti 100 hafa fundist látnir og 90 er saknað eftir úrhellis monsúnregn á suðvesturhluta Sri Lanka. Um 60 þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna veðursins.
27.05.2017 - 04:57

Mannskæður jarðskjálfti í Íran

Tveir dóu og hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri landamærum Írans og Túrkmenistans síðdegis í gær. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.Upptök skjálftans voru á 12,5 kílómetra dýpi nærri írönsku borginni...
14.05.2017 - 06:31
Erlent · Hamfarir · Asía · Íran

Sex stiga skjálfti í Suður-Japan

Jarðskjálfti af stærðinni 6 skók syðstu eyjar Japans árla þriðjudagsmorguns. Engar sögur fara af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum og flóðbylgjuviðvörun hefur heldur ekki verið gefin út. Upptök skjálftans voru á 10 kílómetra dýpi, um 110...
09.05.2017 - 04:12
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan

Feikileg flóð í Ontario og Quebec í Kanada

Mikil flóð eru nú í austurhluta Ontario-fylkis og vesturhluta Quebec í Kanada, af völdum mikils vatnsveðurs og vatnavaxta í Ottawafljóti undanfarna viku. Reiknað er með að vatnavextirnir nái hámarki þegar morgnar þar vestra í dag. Neyðarástandi...
08.05.2017 - 04:48

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

113 dáin í flóðum og skriðum í Perú

113 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Perú það sem af er ári. Fimm fórust um síðustu helgi. Hátt í 180.000 manns hafa misst heimili sín í vatnselgnum og aurskriðunum sem plagað hafa Perúmenn undanfarna mánuði og eru rakin til veðurfyrirbæris sem...
19.04.2017 - 04:46

Einn dó í jarðskjálfta í El Salvador

Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð minnst einum manni að fjörtjóni í El Salvador á mánudag. Tveir slösuðust í skjálftanum, svo vitað sé. Upptök skjálftans, sem reið yfir laust fyrir miðnætti í gær að íslenskum tíma, voru á um fjögurra kílómetra dýpi...
11.04.2017 - 04:08