Grundarfjarðarbær

Fá skýrslu um meint einelti í Grundarfirði

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur gert Grundarfjarðarbæ að afhenda stóran hluta skýrslu um meint einelti á vinnustað í bænum sem fyrirtækið Líf og sál vann fyrir sveitarfélagið. Grundarfjarðarbær taldi sig ekki þurfa að afhenda skýrsluna þar...

Lægir á norðanverðu Snæfellsnesi

Búið er að opna veginn á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Honum var lokað í gærkvöld og fram eftir nóttu vegna veðurs. Þegar verst lét var vindhraðinn um 30 metrar á sekúndu í Búlandshöfða og fóru hviður upp í 40 metra...
13.10.2016 - 05:27

Vilja hefja sameiningarviðræður í haust

Bæjarstjórnin í Stykkishólmsbæ vill efna til viðræðna um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna vilja að viðræður eigi sér stað milli fimm sveitarfélaga, Snæfellsbæ meðtöldum, en því hefur Snæfellsbær...

L-listi leiðir í Grundarfjarðarbæ

L-listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu hlaut meirihluta atkvæða í Grundarfjarðarbæ, 52,17% og fjóra menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 47,83% atkvæða og þrjá menn.

Grundarfjarðarbær

Sveitarfélagið hét áður Eyrarsveit, en nafninu var breytt í Grundarfjarðarbæ árið 2002. Engar sameiningar hafa verið í þessu sveitarfélagi.
05.05.2014 - 16:48

Hætta á síldardauða enn til staðar

Bæjarstjórn Grundarfjarðar bókaði á síðasta fundi sínum átölur í garð stjórnvalda. Finnst bæjarstjórn þau sýna seinagang varðandi ákvarðanir um langtímalausnir vegna hættu á síldardauða í Kolgrafafirði.

Snjór og rafmagnsleysi trufla fiskvinnslu

Framleiðslustjóri G. Run í Grundarfirði segir minni snjómokstur á vegum og ótryggt rafmagn bitna mjög illa á fiskvinnslufyrirtækjum á landsbyggðinni. Framleiðslustjórinn segir þungatakmarkanir vera viðskiptahamlanir á landsbyggðina.
09.04.2014 - 18:43

Líst illa á stórfellda sameiningu í útgerð

Rósa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins G. Run. í Grundarfirði, vonast til að ekki komi til stórfelldrar sameiningar útgerðarfyrirtækja. Ef menn horfi til stórra eininga í greininni verði ekki hugsað jafnvel um samfélögin á...
09.04.2014 - 12:43

Ein dýrategund í botni Kolgrafafjarðar

Aðallega ein tegund, burstaormur sem þolir vel mengun, lifir nú í botni Kolgrafafjarðar. Allt annað botnlíf þar drapst eftir síldardauðann.
22.03.2014 - 20:10

Enginn bátur við veiðar í Kolgrafarfirði

Enginn bátur var við síldveiðar í Kolgrafafirði í dag vegna suðvestan hvassviðris. Spáð er að veðrið gangi niður seint á morgun. Ekki hefur tekist að koma fyrir tækjum með hvalahljóðum í fjörðinn til þess að freista þess að fæla síldina burt.

Búa sig undir síldardauða

Grundfirðingar og nærsveitarmenn búa sig undir síldardauða í Kolgrafafirði segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði. Fulltrúar stjórnvalda funda með heimamönnum um aðgerðir í hádeginu á morgun.
26.11.2013 - 12:20

Ekki búið að slá hugmynd um löndun af

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, segir að hugmynd um að koma upp löndunaraðstöðu fyrir síld í Kolgrafirði sé enn uppi á borðinu.
26.11.2013 - 10:10

Búa sig undir síldardauða

Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur og sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir verða reynt í dag eða á morgun að beita neðansjávarhljóðum til að fæla burt síldina.
25.11.2013 - 08:35

„Fjörðurinn er fullur af síld“

Bæjarstjórnir Grundarfjarðar og Stykkishólms, funduðu í morgun, með hagsmunaaðilum um síldveiðar í Kolgrafarfirði. Bæjarstjórnarmenn hafa áhyggur af öryggi sjómanna þegar siglt er undir brúna. Fjörðurinn er fullur af síld, segir trillusjómaður sem...
23.11.2013 - 13:29

Bátar við síldveiðar í Kolgrafafirði

Fjórir bátar eru við síldveiðar innan brúar í Kolgrafafirði og nokkrir eru við veiðar utan hennar samkvæmt því sem fram kemur á vefnum marineTraffic.com. Kanna á möguleikana á því að koma upp löndunaraðstöðu í Kolgrafafirði, fyrir innan brúna sem...