Golf

Fannar Ingi fagnaði sigri í fyrsta sinn

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis vann í dag sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni þegar hann fór með sigur af hólmi í Egils Gull mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Fannar Ingi er 19 ára gamall og lék samtals á 211 höggum...
21.05.2017 - 18:34

Berglind fagnaði sigri í Leirunni

Berglind Björnsdóttir úr GR sigraði á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki en keppt var á Hólmsvelli í Leiru. Berglind lék lokahringinn á 74 höggum eða +2 við nokkuð krefjandi aðstæður en töluverður vindur var á Hólmsvelli í Leiru á...
21.05.2017 - 16:53

Efstu kylfingar allir undir tvítugu

Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG lék vel á öðrum keppnisdegi Egils Gullmótsins á Eimskipsmótaröðinni í dag. Hinn 19 ára Fannar lék á fimm höggum undir pari í dag og er á -4 höggum fyrir lokahringinn.
20.05.2017 - 17:09

Þrír kylfingar jafnir eftir fyrsta dag

Gunnar Smári Þorsteinsson, Dagbjartur Sigurbrandsson og Hlynur Bergsson eru efstu menn eftir fyrsta hring á Eimskipsmótaröðinn í golfi sem hófst á Hólmsvelli í Leirunni í morgun.
19.05.2017 - 17:46

Ólafía Þórunn úr leik í Virginíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Kingsmill mótinu í golfi á LPGA mótaröðinni. Hún náði sér ekki á strik á fyrstu tveimur hringjunum og var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
19.05.2017 - 16:22

Ólafía tveimur höggum frá niðurskurðarlínu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á öðrum hring Kingsmill meistaramótsins á LPGA mótaröðinni í golfi klukkan 11:20 í dag á íslenskum tíma. Hún lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari.
19.05.2017 - 10:15

Nýtt fyrirkomulag á Eimskipsmótaröðinni

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, segir að kylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eigi góða möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Tokyo 2020. Valdís verður meðal keppenda um helgina á fyrsta móti...
16.05.2017 - 22:48

Yngsti sigurvegari Players-mótsins frá upphafi

Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim fagnaði sigri á Players meistaramótinu í golfi í gærkvöld, en mótið er fimmta stærsta ársins í heiminum hjá karlkylfingum. Si lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 10 höggum undir pari og endaði þremur höggum fyrir...
15.05.2017 - 08:49

Draumahögg Garcia á einni þekktustu holu heims

2017 verður eftirminnilegt ár fyrir Spánverjann Sergio Garcia. Hann vann sitt fyrsta risamót í síðasta mánuði og í gær fór hann holu í höggi á einni frægustu golfholu heims, 17. holunni, „Eyjunni,“ á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída-ríki í...
12.05.2017 - 09:13

Valdís endaði í 5. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi átti ekki sinn besta dag þegar hún lék sinn þriðja og síðasta hring á VP Bank Ladies Open mótinu í LET Evrópumótaröðinni í golfi.
06.05.2017 - 13:28

Ólafía spilaði golf með Phil Mickelson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Phil Mickelson eiga það ekki aðeins sameiginlegt að leika á sterkustu golfmótaröðum heims. Þau eru bæði merkisberar fyrirtækisins KPMG á PGA mótaröðunum og í vikunni tók Ólafía þátt í sérstökum KPMG-degi Phils.
05.05.2017 - 15:24

Ólafía ekki í gegnum niðurskurðinn

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn á Volunteers of America mótinu á sjö höggum yfir pari.
29.04.2017 - 18:25

Ólafía hóf þriðja hringinn á skolla

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hóf leik á þriðja keppnisdegi sínum á Volunteers of America Texas Shootout mótinu á LPGA mótaröðinni nú fyrir skömmu.
29.04.2017 - 14:23

Frábær 2. hringur hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék annan hring Texas-mótsins í golfi í dag á 4 höggum undir pari. Hún er samtals á 1 höggi undir pari og í 28. sæti mótsins.
28.04.2017 - 14:39

Ólafía í vandræðum eftir fyrsta hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki á strik í fyrsta hring Texas Shootout mótsins í LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. Hún fór holurnar átján á 74 höggum, eða þremur höggum yfir pari.
28.04.2017 - 03:45