Golf

Valdís endaði á tveimur yfir pari

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lauk leik á tveimur höggum yfir pari á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu sem er hluti af LET mótaröðinni.
23.04.2017 - 13:39

Magnaður viðsnúningur hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir náði svo sannarlega að svara fyrir sig eftir hræðilega byrjun á Estrella mótinu í golfi á Evrópumótaröðinni í dag. Hún er aðeins tveimur höggum á eftir efsta kylfingu að loknum fyrsta hring.
20.04.2017 - 19:51

Bjarki vann háskólamót í Bandaríkjunum

Bjarki Pétursson, kylfingur úr Borgarnesi, gerði sér lítið fyrir og vann á sterku háskólamóti, Boilermaker Invitational-mótinu, í Bandaríkjunum um helgina.
18.04.2017 - 12:20

Valdís Þóra endaði á níu höggum yfir pari

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið keppni á Lalla Meryem mótinu í Marokkó sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís Þóra spilaði fjórða og síðasta hringinn á fimm höggum yfir pari og endaði á samtals níu höggum yfir pari.
16.04.2017 - 11:30

Ólafía: „Golf er ekki alltaf dans á rósum“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur á LPGA-mótaröðinni, segir á Facebook-síðu sinni að hún hafi undanfarið sett of mikla pressu á sig sjálfa og ekki náð að slaka á. „Svo mikið í gangi og að hugsa um...hausinn snýst,“ skrifar Ólafía en henni...
15.04.2017 - 14:00

Á fjórum höggum yfir pari fyrir lokahringinn

​Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur nú nýlokið keppni á þriðja hring á Lalla Meyrem mótinu sem fram fer í Marokkó.
15.04.2017 - 12:22

Valdís Þóra komst áfram á Evrópumótaröðinni

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Lalla Meryem mótinu í golfi á Evrópumótaröðinni í dag. Hún lék annan hringinn á einu höggi undir pari og er samtals á þremur yfir pari í 34. sæti af 124 kylfingum.
14.04.2017 - 18:11

Ólafía úr leik á Havaí

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Lotte-mótinu í LPGA mótaröðinni í golfi sem fram fer á Havaí. Hún fór annan hringinn á þremur höggum yfir pari í gærkvöld. Fyrri hringinn fór hún á fjórum höggum yfir pari. 
14.04.2017 - 05:29

Valdís einu höggi fyrir neðan niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr Leyni hóf leik í morgun á öðru móti sínu á árinu á Evrópumótaraðinni í golfi sem fram fer í Marokkó.
13.04.2017 - 18:03

Ólafía lék á fjórum höggum yfir pari á Hawaii

Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur gekk illa á fyrsta hring á Lotte/Hershey-mótinu á Honolulu á Hawaii á bandarísku LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lenti strax fjórum höggum yfir pari eftir fimm holur á fyrsta hring mótsins í morgun.
13.04.2017 - 07:50

Á brattann að sækja fyrir Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór fyrsta hringinn á Lotte-mótinu í LPGA mótaröðinni í golfi á Havaí á fjórum höggum yfir pari í nótt. Hún byrjaði hringinn illa, fékk tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu fimm holunum. Hún lagaði aðeins stöðuna...
13.04.2017 - 06:16

Garcia vann Masters-mótið eftir bráðabana

Spánverjinn Sergio Garica vann í kvöld Masters-mótið í golfi, fyrsta risamót ársins hjá karlkylfingum. Garcia hafði betur í bráðabana við Justin Rose í frábærri keppni á Augusta vellinum í Georgíu-ríki Bandaríkjanna. Þetta er fyrsti risatitill...
09.04.2017 - 23:34

Masters: Fjórir jafnir eftir tvo hringi

Bandaríkjamennirnir Charley Hoffmann og Ricky Fowler, Spánverjinn Sergio Garcia og Belginn Thomas Pieters eru allir jafnir í efsta sæti eftir tvo hringi á Masters-mótinu í golfi á Augusta National-vellinum í Bandaríkjunum.
08.04.2017 - 12:12

Charley Hoffman með fjögurra högga forskot

Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með fjögurra högga forystu eftir fyrsta hring á Masters-mótinu í golfi en það er fyrsta risamót ársins í karlaflokki.
07.04.2017 - 12:18

Golfreglurnar geta verið vægðarlausar

Reglur golfíþróttarinnar geta verið vægðarlausar eins og Bandaríkjakonan Lexi Thomson fékk að kenna á um helgina. Íslenskur golfdómari sem hefur dæmt á risamóti segir að dómurum beri að taka til greina allar ábendingar, þó þær komi frá...
04.04.2017 - 20:38