Frjálsar

Ísland endaði í 11. sæti af 12 liðum

Enginn Íslendingur komst í dag á verðlaunapall í Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Mótið hófst í gær en fer fram í Tel Aviv, Ísrael. Samtals eru 32 íslenskir keppendur sem keppa í 19 greinum og því nóg um að vera.

Aníta hársbreidd frá Íslandsmetinu

Aníta Hinriksdóttir var einum hundraðasta úr sekúndu frá fjögurra daga gömlu Íslandsmeti sínu í 800 metra hlaupi á Demantamóti í frjálsum sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær. Hún varð í 7. sæti á 2:00,06 mínútum.
19.06.2017 - 09:07

Aníta bætti aftur Íslandsmet

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi þegar hún keppti á Demantamóti í Osló í gær. Aníta hljóp á tímanum 2:00,05 sem skilaði henni 6. sæti á mótinu. Þar með bætti hún eigið met frá því á Ólympíuleikunum í Ríó...
16.06.2017 - 08:53

Aníta hleypur í Stokkhólmi

Aníta Hinriksdóttir fékk boð um að hlaupa 800 metra á Demantamóti í Stokkhólmi 18. júní og verður það síðasta grein mótsins svo Aníta og stöllur hennar verða því í sérstöku sviðsljósi. Áður hafði Aníta fengið boð á Demantamót í Osló 15. júní svo það...
13.06.2017 - 09:42

Aníta Hinriks setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi

Aníta Hinriksdóttir keppti í dag á sterku 1500 metra hlaupi í Hollandi og gerði sér lítið fyrir og sló þar 30 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur.
11.06.2017 - 17:29

Tvö Íslandsmet í boðhlaupi í San Marínó

Karla- og kvennasveit Íslands í 4x100 metra boðhlaupi gerðu góða hluti á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag þegar báðar sveitir náðu Íslandsmetum í sínum flokkum.

Sló 40 ára gamalt Íslandsmet í hástökki

Kristján Viggó Sigfinsson frjálsíþróttamaður úr Ármanni sló í dag Íslandsmetið í hástökki í flokki 14 ára og yngri þegar hann fór yfir 191 sentimetra á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna í Osló í dag. Kristján stórbætti um leið mótsmetið sem...
31.05.2017 - 13:22

Aníta nálægt Íslandsmetinu

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir keppti í dag í 800 metra hlaupi á móti í Oordegem í Belgíu.
27.05.2017 - 18:45

Ásdís nældi sér í brons í Lettlandi

Ásdís Hjálmdsdóttir, helsti spjótkastari landsins, vann til bronsverðlauna þegar hún lenti í þriðja sæti á Riga Cup mótinu sem fram fór í höfuðborg Lettlands í dag.
25.05.2017 - 16:52

Spjótkast Helga það fimmta lengsta frá upphafi

Heimsmetkastið sem Helgi Sveinsson náði í spjótkasti í flokki aflimaðra á Ítalíu um helgina er fimmta lengsta kast fatlaðra frá upphafi. Tvö lengstu köst sögunnar eru í flokki sjónskertra.
09.05.2017 - 14:54

Helgi með heimsmetskast

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson kastaði 59,77 m í fjórða kasti á frjálsíþróttamóti í Rieti á Ítalíu í dag. Einar Vilhjálmsson þjálfari Helga greinir frá þessu á facebook. Kastið er yfir núgildandi heimsmeti í hans fötlunarflokki, og var Helgi því...
06.05.2017 - 15:23

Umdeild tillaga um að þurrka út öll heimsmet

Fyrirætlanir um að þurrka út öll heims- og Evrópumet í frjálsum íþróttum sem sett voru til ársins 2005 eru „vanvirðing, óréttlátar og sem högg í andlitið.“, segir Bandaríkjamaðurinn Mike Powell sem útlit er fyrir að missi heimsmetið sitt i...
03.05.2017 - 16:13

Fékk árs keppnisbann eftir fund með Obama

Ólympíumeistarinn í grindaahlaupi kvenna Brianna Rollins hefur verið bönnuð frá þátttöku næsta árið eftir að hafa misst af þremur lyfjaprófum árið 2016. Eitt af lyfjaprófunum sem hún missti af var á meðan hún var að hitta Barack Obama, þáverandi...
21.04.2017 - 10:20

Arnar og Arndís unnu víðavangshlaup ÍR

Snjókoman vék fyrir sólinni í þann mund er keppendur voru ræstir af stað í víðavangshlaupi ÍR í dag. Upplifun keppenda á veðuraðstæðum var þó mismunandi. Hlaupið er Íslandsmót í 5 km götuhlaupi og urðu Arnar Pétursson og Arndís Ýr Hafþórsdóttir...
20.04.2017 - 17:42

Hlynur bætti Íslandsmet Kára í 5000 m hlaupi

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti í dag Íslandsmetið í 5000 m hlaupi þegar hann hljóp á tímanum 14:00,83 mín. á Stanford boðsmótinu í frjálsum íþróttum í Kaliforníuríki Bandaríkjanna í dag. Mótið er bandarískt háskólamót, en Hlynur er við nám og...
01.04.2017 - 20:15