Frjálsar

Jón Margeir sigraði í 800 metra hlaupi

Jón Margeir Sverrisson, gullverðlaunahafi í sundi á Ólympíumóti fatlaðra, kom, sá og sigraði á Meistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum innanhúss.
19.02.2017 - 16:51

Myndband: Ásdís bætti Íslandsmetið í kúluvarpi

Ásdís Hjálmsdóttir, sem er helst þekkt fyrir árangur sinn í spjótkasti, gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi á svissneska meistararmótinu sem haldið var í Bern í Sviss í dag. Ásdís kastaði kúlunni 15,96m og bætti Íslandsmet...
18.02.2017 - 17:40

Liðsfélagi Bolts áfrýjar

Spretthlauparinn Nesta Carter frá Jamaíku hefur áfrýjað úrskurði Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA um að Carter hafi neytt ólöglegra lyfja fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008. Ólögleg lyf fundust í sýni frá 2008 sem skoðað var á ný fyrir skemmstu og í...
16.02.2017 - 16:03

Arna Stefanía hafnaði góðu boði frá Tyrklandi

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, hlaupakona úr FH, fékk boð um að keppa á sterku móti í Tyrklandi nýverið. Hún hafnaði boðinu vegna anna við undirbúning EM innanhúss.
14.02.2017 - 14:40

Arna Stefanía sigraði á Norðurlandamóti

Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í 400 metra hlaupi á Nordenkampen, Norðurlandamótinu innanhúss í Tampare í Finnlandi í dag. Arna Stefanía kom í mark á tímanum 54,21 sekúndu. Það er 1,07 sekúndu frá Íslandsmeti Guðrúnar Arnardóttur sem hefur...
11.02.2017 - 16:13

Rússar fá ekki að keppa á HM í frjálsum

Rússar fá ekki að keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Lundúnum í ágúst í sumar. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, framlengdi í gær keppnisbannið sem Rússar hafa verið í vegna stórfellds lyfjamisferlis.
07.02.2017 - 09:17

Bolt þarf að skila gulli

Jamaíski spretthlauparinn Usain Bolt þarf að skila einum af sínum níu Ólympíugullverðlaunum. Ástæðan er sú að liðsfélagi hans í boðhlaupi á leikunum í Peking 2008, Nesta Carter, reyndist með ólöglegt efni í blóðinu.
25.01.2017 - 14:44

Eaton hjónin hætt í frjálsum

Tugþrautakappinn Aston Eaton og kona hans Brianne Theisen-Eaton, sem keppir í sjöþraut, hafa tilkynnt að þau eru hætt frjálsíþróttaiðkun sinni 28 ára að aldri.
04.01.2017 - 18:33

Hafdís barnshafandi og verður því frá keppni

Hafdís Sigurðarsdóttir, Íslandsmethafi í langstökki og margfaldur Íslandsmeistari, er barnshafandi og verður ekkert með á komandi keppnisári. Hafdís á von á sér um mánaðarmótin júní-júlí.
29.12.2016 - 10:08

Aníta og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins

Frjálsíþróttasamband Íslands útnefndi í dag Anítu Hinriksdóttur og Guðna Val Guðnason sem frjálsíþróttakonu og frjálsíþróttakarl ársins 2016.
22.12.2016 - 19:46

Bolt keppir ekki í 200 metrunum í London

Spretthlauparinn sigursæli Usain Bolt segir að hann hafi misst ástríðuna fyrir íþróttinni í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó í sumar.
28.11.2016 - 20:09

Fleiri íþróttamenn sviptir Ólympíuverðlaunum

Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti í dag að nú væri formlega búið að svipta rússnesku hlaupakonuna Yuliyu Zaripova Ólympíugullinu sem hún vann í London 2012.
21.11.2016 - 19:56

Missti sjónina en stefnir á Ólympíumótið

Erfiðlega gengur að finna leiðsögumenn fyrir Patrek Axelsson, blindan spretthlaupara sem hefur sett stefnuna á Ólympíumót fatlaðra eftir fjögur ár. Patrekur hefur á skömmum tíma náð undraverðum árangri í spretthlaupi eða síðan hann varð blindur...
03.11.2016 - 20:41

Ferlinum lokið eftir þyngingu lyfjabanns

Keníska hlaupakonan Rita Jeptoo hefur líklega tekið þátt í sínu síðasta maraþoni. Íþróttadómstóll þyngdi í morgun keppninsbann yfir henni vegna lyfjamisnotkunar, úr tveimur árum í fjögur.
26.10.2016 - 12:06

Slæmt fyrir íslenskt frjálsíþróttafólk

Frjálsíþróttasamband Evrópu kynnti um helgina tillögur að nýju lágmarkafyrirkomulagi fyrir stórmót. Nái þessar tillögur fram að ganga mun ekki lengur vera nóg að ná einu tilteknu lágmarki einu sinni heldur verður gefinn út sérstakur Evrópulisti þar...
21.10.2016 - 10:08