Skýrsluhöfundur varð stjórnarformaður

Höfundur úttektarskýrslu um Vaðlaheiðargöng var skipaður stjórnarformaður í Vaðlaheiðargöngum hf. á meðan skýrslan var unnin. Fjármálaráðherra gerði tillögu um skipunina og telur ekki að hún rýri trúverðugleika skýrslunnar. 
21.08.2017 - 13:00

Festa sett 875 milljónir í United Silicon

Lífeyrissjóðurinn Festa krafðist forgangs á arð og tvöfalds atkvæðaréttar við síðustu hlutafjáraukningu í United Silicon í Helguvík. Sjóðurinn brýndi einnig fyrir stjórn félagsins að eitt af forgangsverkefnum hennar ætti að vera að reka verksmiðjuna...
21.08.2017 - 12:51

72 ára spilar í 1. deildinni í vetur

Hvíti riddarinn hefur náð sér í liðsstyrk fyrir komandi átök í næstefstu deild karla í handbolta í vetur. Skytturnar Jóhann Gunnar Einarsson og Jóhann Jóhannsson sem spilað hafa með Aftureldingu hafa báðir gengið frá því að spila með Hvíta...
21.08.2017 - 12:54

Heiðagæsastofninn í sögulegu hámarki

Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki og telur rúma hálfa milljón fugla. Fuglafræðingur segir bæði heiðargæs og grágæs standa vel að vígi hér, þó að um þriðjungur grágæsastofnsins sé veiddur á hverju ári. Gæsaveiðitímabilið hófst í gær.
21.08.2017 - 12:38

Guðmundar- og Geirfinnsmál í Hæstarétt að nýju

Guðmundar- og Geirfinnsmál eru formlega komin til Hæstaréttar að nýju. Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari í málinu staðfesti það í samtali við fréttastofu í dag.
21.08.2017 - 12:27

Ætla að krefjast bóta vegna tafa á flugi

Tafir á flugi Primera Air til og frá Tenerife um helgina hafa bitnað mjög á farþegum sem áttu bókað flug. Þetta segir einn farþeganna. Margir þeirra ætli að krefjast bóta.
21.08.2017 - 12:21

Þurftu að panta önnur ljós - tafir á opnun

Tveggja mánaða seinkun verður á opnun Norðfjarðarganga meðal annars vegna þess að ljós sem nota átti í göngunum reyndust ónothæf. Göngin verða því ekki opnuð í næsta mánuði eins og til stóð.
21.08.2017 - 12:15

Kröflulína fjögur tilbúin innan mánaðar

Nú styttist í að prófanir hefjist á raflínum til og frá Þeistareykjavirkjun. Nær öll möstur í Kröflulínu 4 hafa nú verið reist og búið er að reisa meirihluta mastra í Þeistareykjalínu 1. Spennu verður hleypt á Kröflulínu 1 í næsta mánuði.
18.08.2017 - 14:27

Fórnarlömb árásanna í Katalóníu orðin fimmtán

Fimmtán eru látnir eftir hryðjuverkin í Katalóníu á Spáni í síðustu viku. Yfirvöld í héraðinu skýrðu frá því í dag að ódæðismennirnir hefðu verið að verki þegar maður var stunginn til bana í bíl í Barselóna. Tekist hefur að bera kennsl á alla sem...
21.08.2017 - 12:07

Nikolaj: Keyrði ekki burt með Birnu

Nikolaj Olsen, sem var um skeið í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta sagt til um hvort hún hafi verið í bíl með sér og Thomasi Møller Ol­sen nóttina sem hún hvarf. Hann sagðist við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjaness í...

Íbúum fjölgar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins

Íbúum fjölgar mikið í nágrenni höfuðborgarinnar en víðast hvar vantar húsnæði. Tvær fjölskyldur sem fluttu nýlega á Akranes segja að gæðastundum fjölskyldunnar fjölgi fjarri höfuðborginni.
21.08.2017 - 10:56

Frásögn Thomasar ólík fyrri framburði hans

Thomas Møller Ol­sen sagði í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að Birna Brjánsdóttir hefði horfið þegar hún var ein í bíl með hinum skipverjanum sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna hvarfs Birnu og morðsins á henni. Saksóknari spurði...

Ekið á hóp fólks í Marseille

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að bíl var ekið á hóp fólks á strætisvagnabiðstöð í Marseille í Frakklandi í dag. Bílstjórinn var handtekinn skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hvort hann ók viljandi á fólkið eða missti stjórn á bílnum...
21.08.2017 - 09:57

Hátt í 100 jarðskjálftar við Bláfjöll

Hátt í 100 jarðskjálftar skjálftar hafa orðið í Bláfjöllum síðan á miðnætti. Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftahrina gangi nú yfir svæðið, sem er þekkt jarðskjálftasvæði. Skjálftarnir hafa...
21.08.2017 - 09:37

Dómarar skoðuðu vettvanginn í Hafnarfirði

Dómararnir í réttarhöldunum yfir Thomas Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, fóru í vettvangsskoðun í Hafnarfirði áður en aðalmeðferðin hófst. Þetta upplýsti Kristinn Halldórsson dómari við upphaf aðalmeðferðar í...