Varað við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi

Veðurstofan varar við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi þegar líður á daginn og fram eftir nóttu. Þar má gera ráð fyrir að vindhviður fari í 25 til 35 metra á sekúndu í dag og fram eftir nóttu. Sérstaklega er tekið fram í stormviðvörun...
22.07.2017 - 11:14

Vatnsborð í ám hækkað um tæpa tvo metra

Það hefur vaxið töluvert í ám á sunnan- og vestanverðu landinu eftir rigningu gærdagsins, mest í ám kringum Mýrdalsjökul og í Borgarfirði. Vatnsborð hækkaði mest í Hólmsá við Hrífunes, austan Mýrdalsjökuls, fór úr 75 sentimetrum yfir 250 sentimetra...
19.07.2017 - 09:53

Gæslan flaug lágt um Gilsfjörð í eftirlitsferð

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug lágflug meðfram ströndinni inn eftir öllum Gilsfirði og út aftur nú síðla kvölds, að sögn íbúa við fjörðinn, sem hafði samband við fréttastofu og furðaði sig á aðförunum. Sagði hann þyrluna vart hafa verið hærra á...
16.07.2017 - 00:57

Olíuleiðsla sprakk á Akranesi

Olíuleiðsla á Akranesi sprakk um hádegisbilið í dag með þeim afleiðingum að tvö til þrjú tonn af olíu flæddu út í jarðveginn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Vesturlandi. Ekki tók langan tíma að stöðva lekann, en menn hafa verið að störfum í allan dag...
13.07.2017 - 21:33

Byggðakvóta yrði úthlutað til 10 ára

Starfshópur leggur til að byggðakvóta verði úthlutað til 10 ára til að skapa meiri festu og auka líkur á að kvótinn nýtist til uppbyggingar. Þá verði sveitarfélögum sem fá kvóta leyft að leigja hann sín á milli og nýta tekjurnar í annarskonar...
11.07.2017 - 18:43

Erfitt að segja hvort tilfellum fari fjölgandi

„Þetta leit mjög illa út á tímabili því þeir stímdu beint á varnargarðinn og á land. Það er engin spurning að þessar björgunaraðgerðir björguðu þeim. Bæði björgunarsveitir og fólk í flæðarmálinu sem sneri þeim við og aftur á flot,“ segir Róbert...
10.07.2017 - 13:14

„Dýrin voru ringluð og mikil læti í þeim“

„Þetta voru milli 100 og 150 dýr,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, um grindhvalavöðu sem björgunarsveitarmenn á Snæfellsnesi reyndu að koma í veg fyrir að syntu á land í gærkvöld.„Vandamálið var að þau leituðu alltaf á landið. Sum...
10.07.2017 - 10:43

Nafn konunnar sem lést á Kirkjufelli

Konan sem lést eftir að hafa fallið tugi metra niður Kirkjufell í gær hét Agata Bornikowski. Mbl.is greinir frá þessu á vefsíðu sinni í kvöld. Eins og fram kom í fréttum í gær var hún hér á landi ásamt eiginmanni sínum og öðru pari. Þrjú þeirra fóru...
08.07.2017 - 23:22

Á biðdeild á Akranesi

Sjö manns sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili í Reykjavík eru nú á biðdeild á Akranesi. Þeir verða orðnir fimmtán með haustinu. Aðstandandi eins þeirra segir þetta dapra stöðu. Búist er við að biðdeildin þurfi að vera opin í minnst tvö ár.
07.07.2017 - 19:57

Tveir erlendir ferðamenn létust af slysförum

Tveir erlendir ferðamenn létust af slysförum í dag. Erlendur karlmaður lést þegar hann féll 15 til 20 metra af hamrabrún í Hljóðaklettum í Jökulsárgljúfrum. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Óskað var eftir aðstoð...
07.07.2017 - 22:08

Helmingur fylgjandi sameiningu á Snæfellsnesi

52 prósent íbúa í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði eru hlynntir því að sveitarfélögin sameinist. Þetta er niðurstaða vefkönnunar sem íbúum gafst kostur á að taka þátt í dagana 22. júní til 6. júlí.
07.07.2017 - 17:49

Kona féll úr nokkurri hæð við Kirkjufell

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur með konu sem féll úr nokkurri hæð við Kirkjufell á norðanverðu Snæfellsnesi í dag. Á sjötta tímanum voru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kallaðar út. Óvíst er um ástand...
07.07.2017 - 17:18

Ferðamenn mættir snemma á tjaldsvæði landsins

Íslendingar virðast elta veðrið og eru í minnihluta gesta á tjaldsvæðum landsins. Ferðamannatímabilið virðist hafa byrjað fyrr á tjaldsvæðunum í ár og fólk gistir jafnvel á tjaldsvæðum yfir vetrartímann. Þá virðist það færast í aukana að fólk gisti...
07.07.2017 - 10:00

„Húsið sjálft er demanturinn“

Á vordögum opnaði nýtt kaffihús í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Er framtakið í höndum tveggja ungra bræðra úr plássinu en þeir hafa stundað sjómennsku til þess að fjármagna reksturinn. Segjast þeir vera að nýta þau miklu tækifæri sem eru á...
03.07.2017 - 11:18

Mokstri úr Andakílsá hætt og lax beðið

Þess er nú beðið að lax gangi upp í Andakílsá í Skorradalshreppi. Þar varð geysilegt tjón í vor þegar starfsmenn Orku náttúrunnar hleyptu úr lóni við Andakílsvirkjun þannig að mörg þúsund rúmmetrar af aur flæddu ofan í ána. Fyrir helgi var mokað með...
02.07.2017 - 11:55