Segja fjarveru ferjunnar Baldurs óásættanlega

Á meðan ekki er hægt að tryggja samgöngur á landi er ferjan Baldur lífæð sunnanverðra Vestfjarða. Því er óásættanlegt henni sé kippt úr umferð, segir í bókun bæjarráðs Vesturbyggðar. Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp og á meðan liggja...
09.05.2017 - 15:09

Vegfarendur fylgist vel með færð á morgun

Veðurstofan varar við stormi seint í nótt á Vestfjörðum og um mestallt land á morgun. Vindhraði fer þá vel yfir tuttugu metra á sekúndu. Norðan heiða verður snjókoma til fjalla og veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með færð.
09.05.2017 - 12:03

Báti bjargað úr hafvillu

Berserkir, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Stykkishólmi, var kölluð út um klukkan hálf níu í kvöld til að aðstoða bát sem var í hafvillu vegna þoku á Breiðafirði. Greiðlega gekk að finna bátinn sem björgunarsveitamenn eru nú að...
05.05.2017 - 23:53

Farþegaferjan Særún leysir Baldur af

Í fjarveru Baldurs sem leysir Herjólf af, sem er í slipp, mun farþegaferjan Særún sjá um ferðir útí Flatey, frá 1. maí til 20. maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum verður siglt fimm sinnum í viku útí Flatey og eru tvær ferðir bókaðar yfir á...
03.05.2017 - 15:16

Ótækt að Baldur sé tekinn af Breiðfirðingum

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir ótækt að eitt byggðarlag þurfi að verða fyrir skerðingum á sínum samgöngum til að halda uppi eðlilegum samgöngum við annað sveitarfélag. Hún vísar til þess að...
03.05.2017 - 08:45

Mótmæla lóðaúthlutun í hjarta Borgarness

Rekstraraðilar Landnámssetursins og Egils Guesthouse/Kaffi Brákar í Borgarnesi andmæltu nýverið úthlutun lóða við Brákarsund, sem sögð er á skjön við nýlegar áætlanir skipulagsnefndar bæjarins um uppbyggingu samkomutorgs á reitnum sem til úthlutunar...
03.05.2017 - 03:23

Vikan verður „ágætiskynning á sumrinu”

Hitatölur fara upp í 20 stig á landinu í vikunni, gangi spár Veðurstofunnar eftir. Þó að hann gangi á með austanhvassviðri og rigningu sunnan- og vestalands í dag, segir veðurfræðingur að vikan verði góð kynning á sumri um mestallt landið. Þetta sé...
02.05.2017 - 11:55

Snjór og slyddukrapi síðdegis

Það rigndi töluvert á suðvestanverðu landinu í morgun og úrkoman heldur áfram síðdegis. Þá kólnar skyndilega og snjóar líklega á láglendi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vissara fyrir vegfarendur að fylgjast vel með.
28.04.2017 - 12:05

Fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu

Um helmingur fasteigna Háskólans á Bifröst verður settur á sölu. Um 80 prósent nemenda háskólans stunda nú fjarnám við skólann og hafa íbúðirnar sem verða seldar staðið tómar. Verði fasteignirnar að hóteli verður það stærsta hótel landshlutans.
27.04.2017 - 16:42

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18

Hvalfjarðargöng lokuð næstu fjórar nætur

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna reglubundinna viðhaldsframkvæmda og hreinsunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli. Göngunum verður lokað klukkan tíu í kvöld, klukkan tuttugu og tvö, en á miðnætti á þriðjudag, miðvikudag...
24.04.2017 - 05:56

„Ástandið ekkert verra en það hefur verið"

Fasteignaverð er víða á landsbyggðinni mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri eru minni eignir jafnvinsælar og fyrir sunnan. Á Vesturlandi hafa frístundahús mikil áhrif og fyrir austan er verið að prófa nýjar leiðir til að liðka fyrir...
21.04.2017 - 10:03

Ætla að opna baðstað við Deildartunguhver

Lyklarnir eru komnar í skrárnar og verkfæri liggja á glámbekk á ókláruðum baðstað við Deildartunguhver í Borgarfirði. Forsvarsmaður hefur þó trú á verkefninu og segir að með nýjum fjárfestum verði hægt að opna staðinn á næstu mánuðum. 
18.04.2017 - 10:13

„Best að fresta ferðalögum ef hægt er“

Það er ekkert ferðaveður víða um land í kvöld. Fólk ætti því að hugsa sig vel um áður en það leggur af stað í ferðalög og helst fresta þeim ef það getur, segir veðurfræðingur.
17.04.2017 - 18:18

Óveður á Kjalarnesi og Grindavíkurvegi

Óveður er skollið á á nokkrum stöðum á landinu, Kjalarnesi, Grindavíkurvegi og Fróðarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurfræðingur hennar segir að spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir í öllum...
17.04.2017 - 09:38