Líta málið alvarlegum augum

Engar reglur eru í starfsleyfi Andakílsvirkjunar í Borgarfirði um það hvernig beri að haga tæmingu lóns virkjunarinnar. Starfsleyfið er síðan um miðja síðustu öld. Orka náttúrunnar rekur virkjunina. Talið er að þúsundir rúmmetra af aur hafi runnið...
22.05.2017 - 16:45

Aur rann niður farveg Andakílsár

Orka náttúrunnar gæti þurft að bera skaðann af því að hafa hleypt úr inntakslóni fyrir Andakílsárvirkjun í Borgarfirði. Þúsundir rúmmetra af aur runnu niður farveg árinnar; það ógnar laxastofninum þar og laxveiði í sumar.
20.05.2017 - 21:02

Heimkomu Herjólfs seinkar

Seinkun verður á að Herjólfur komi úr slipp. Til stóð að ferjan yrði komin aftur í áætlunarsiglingar milli Eyja og Landeyjahafnar þann 21. maí en nú er ljóst að hún verður ekki komin aftur fyrr en 27. maí. Ástæðan er að viðgerð tekur lengri tíma en...
17.05.2017 - 12:10

Segir slegnar pólitískar keilur

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ekki sammála  sjávarútvegsráðherra um að uppsagnir HB Granda og samdráttur hans í vinnslu á Akranesi kalli á aukna gjaldtöku í greininni. Heiðrún sagði í Vikulokunum á...
13.05.2017 - 18:28

Áhyggjuefni hve mörgum konum var sagt upp

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, hefur áhyggjur af því að með ákvörðun HB Granda um að draga úr starfsemi á Akranesi hverfi mörg kvennastörf úr bænum. Það séu klárlega mikil vonbrigði að botnfiskvinnslu verði hætt og fólk missi vinnu og...
13.05.2017 - 16:22

Hafa náð tökum á sinubrunanum

Slökkviliðsmenn sem notið hafa aðstoðar bænda hafa náð tökum á miklum sinueldi sem brunnið hefur í Eyja- og Miklaholtshreppi frá því síðdegis. Eldurinn hefur logað á svæði sem nær yfir tugi og jafnvel hundruð hektara að sögn Bjarna Þorsteinssonar,...
11.05.2017 - 20:02

„Mikil sorg í hjarta hjá starfsfólkinu“

„Þetta eru mjög sorgleg tíðindi fyrir okkur Skagmenn og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um ákvörðun HB Granda um að flytja botnfiskvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. Hann segir að...
11.05.2017 - 18:08

Væntir þess að störf haldist á Akranesi

Bæjarstjóri Akraness hefur væntingar um ný störf starfsfólks HB Granda á Akranesi verði jafnframt í bænum. Hann vill tryggja að sjávarútvegur verði áfram meginatvinnugrein á Akranesi og segir að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í bænum til að...
11.05.2017 - 17:43

Talsverður sinubruni á Snæfellsnesi

Talsverður sinubruni er nú í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, rétt við Vegamót. Ekki er vitað hvernig hann kviknaði, en slökkvilið er á vettvangi. Ekki hafa fengist upplýsingar frá slökkviliðinu, en slökkviliðsstjórinn Bjarni Þorsteinsson...
11.05.2017 - 16:53

HB Grandi segir 86 upp á Akranesi

Öllum starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp frá og með 1. september og starfsemin flutt til Reykjavíkur. Stefnt er að því að bjóða fólki önnur störf hjá fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu á vef HB Granda segir að þrátt...
11.05.2017 - 15:38

Fundað með forsvarsmönnum HB Granda

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og trúnaðarmenn HB Granda á Akranesi, voru boðaðir á fund með forsvarsmönnum HB Granda nú klukkan 14.15. Þá verður fundað með starfsmönnum HB Granda í kjölfarið og hefst sá fundur klukkan 15.
11.05.2017 - 14:23

Lítt hrifin af uppbyggingu vegna ísganga

Umhverfisstofnun er ekki mjög hrifin af fyrirhugaðri uppbyggingu við Langjökul þar sem ferðaþjónustufyrirtækið Into the Glacier vill byggja 300 fermetra skemmu, koma fyrir tveimur 20 feta gámum og reisa 150 fermetra móttökuhús. Stofnunin telur það...
11.05.2017 - 12:58

Loka þjóðveginum undir Eyjafjöllum klukkan 14

Vegagerðin hefur lokað þjóðvegi eitt frá Kirkubæjarklaustri að Jökulsárlóni vegna óveðurs og sandfoks og veginum undir Eyjafjöllum verður lokað klukkan tvö. Veðrið hefur náð hámarki á Vestfjörðum en það á eftir að ná hámarki með suðurströndinni.
10.05.2017 - 12:30

Vilja taka þátt í sameiningarviðræðum

Hópur íbúa í Eyja- og Miklaholtshreppi skorar á sveitarstjórn taka þátt í greiningu vegna sameiningar sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Sveitarfélagið hafði ekki hug á að taka þátt í sameiningarviðræðum Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðar og...
09.05.2017 - 16:09

Segja fjarveru ferjunnar Baldurs óásættanlega

Á meðan ekki er hægt að tryggja samgöngur á landi er ferjan Baldur lífæð sunnanverðra Vestfjarða. Því er óásættanlegt henni sé kippt úr umferð, segir í bókun bæjarráðs Vesturbyggðar. Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp og á meðan liggja...
09.05.2017 - 15:09