Skoða sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi

Sveitastjórnir Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar vinna að greiningu á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna þriggja. Sameinað sveitarfélag myndi telja um tvö þúsund og eitt hundrað íbúa.
24.06.2017 - 18:13

Teistu í Strandasýslu fækkaði um 80%

Fulltrúar í Fuglavernd, Vistfræðifélagi Íslands og Skotvís hafa skorað á umhverfisráðherra að friða fuglategundina teistu. Fulltrúarnir áttu fund með Björtu Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra 16. júní síðastliðinn og afhentu þá sameiginlega...
22.06.2017 - 11:03

Mesta fólksfækkunin á Vestfjörðum

Sex sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa og 40 eru með íbúafjölda undir þúsund. Af 74 sveitarfélögum landsins eru 9 með fleiri en fimm þúsund íbúa. Íbúar eru færri nú en fyrir 15 árum í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra ef...
22.06.2017 - 10:07

Blóðþyrst lúsmý komið á kreik

Skordýrafræðingur segir að nú sé tími lúsmýsins skollinn á: „Eins og fingri sé smellt.“ Tímabilið nær fram eftir sumri þótt lúsmýið sé mest á ferli í lok júní og byrjun júlí. Lúsmýinu virðist vera að fjölga en það þrífst á blóði manna og annarra...
20.06.2017 - 11:42

Reynt að bera kennsl á kjálka

Fimm ára strákur fann kjálka úr manni í fjörunni undir Hafnarfjalli þar sem hann var á gangi með fjölskyldunni. Kjálkinn fór heim í poka ásamt steinum og kröbbum. Kjálkinn er nú í höndum lögreglunnar á Vesturlandi sem hyggst senda hann til...
19.06.2017 - 20:30

Hvalveiðar ekki stefna til framtíðar

Sjávarútvegsráðherra voru afhentar sjö þúsund undirskriftir til stuðnings kröfu um að Faxaflói verði griðasvæði hvala. Ráðherra segist vera að skoða málin en ljóst sé að ekki verði búið við núverandi stefnu um hvalveiðar um aldur og ævi.
16.06.2017 - 17:44

Samningi við Silicor ekki formlega rift

Stjórn Faxaflóahafna hefur ekki formlega rift samningi við Silicor Materials vegna ítrekaðrar frestunar á framkvæmdum við fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði í samtali við fréttastofu í...
16.06.2017 - 16:30

Óeining um sameiningarmöguleika

Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps á Snæfellsnesi hefur ákveðið að fá Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi til að gera samantekt á því hvaða sameiningarkostir eru í stöðunni fyrir sveitarfélagið. Hreppsnefnd hafnar því að taka þátt í...
15.06.2017 - 16:16

Tjón vegna elds í rækjuvinnslu Grundarfirði

Talsvert tjón varð í Grundarfirði í dag þegar eldur kviknaði í ketilkofa við rækjuvinnslu FISK.
13.06.2017 - 22:33

Taldi sig hafa leyfi til að lenda við golfvöll

Flugmaður flugvélar sem lögreglan á Vesturlandi hefur til rannsóknar segir að sjónarvottum hafi missýnst atvikið á Garðavelli á Akranesi í gærkvöld. Hann hafi ekki snertilent á golfvellinum heldur á malarvegi við hlið hans og fengið leyfi til þess...
13.06.2017 - 17:19

Eldur í mosa rakinn til sígarettu

Eldur sem kviknaði á stóru svæði í Beruvíkurhrauni í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi síðdegis í gær er talinn  hafa kviknað út frá logandi sígarettu. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að eldurinn hafi logað á fimmtán hundruð fermetra svæði...
13.06.2017 - 16:09

Flugvél snertilenti milli golfara á Akranesi

Lítil flugvél snertilenti á golfvelli á Akranesi í gærkvöld. Margir voru á vellinum í blískaparveðri, þar á meðal börn og unglingar á innanfélagsmóti. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi sem lítur málið alvarlegum augum.
13.06.2017 - 12:25

Kemur skoðunum sínum á framfæri með söng

Baráttukonan Jónína Björg Magnúsdóttir sendi á dögunum frá sér lagið Svei mér þá! Lagið samdi hún eftir að fyrstu fregnir bárust af uppsögnum fiskverkafólks hjá HB Granda á Akranesi. Jónína er í hópi þeirra sem missa vinnuna í haust.
12.06.2017 - 13:28

Hefja siglingar milli Reykjavíkur og Akraness

Jómfrúarsigling nýrrar ferju sem siglir milli Reykjavíkur og Akraness verður á fimmtudag og áætlun hefst næsta mánudag. Ferjan er nú í Þórshöfn í Færeyjum og á leið heim. Ferjan fær ekki nafnið Akraborg, eins og forveri hennar.
12.06.2017 - 12:32

Reisa nýja fiskvinnslu í Grundarfirði

Sjávarútvegsfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hyggst reisa 2000 fermetra hús fyrir endurbætta fiskvinnslu í bænum. Stjórnarformaður segir að þótt erfileikar séu í sjávarútvegi í dag, hafi síðustu ár verið veltugóð. Áætlaður...
12.06.2017 - 11:40