Vestfirðingum ekki boðið að borðinu

Vestfirðingum er ekki boðið að borðinu þegar ræða á innviðauppbyggingu í landshlutanum, segir Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Hún gagnrýnir umræðuna um Hvalárvirkjun þar sem Vestfirðingum sé stillt upp sem...
05.09.2017 - 09:10

Óviðunandi að björgunarbátar opnist ekki

Gúmmíbjörgunarbátur strandveiðibátsins Brekkuness ÍS losnaði ekki frá bátnum þegar honum hvolfdi á Vestfjarðamiðum í maí 2016 en með bátnum fórst einn skipverji. Rannsóknanefnd samgönguslysa telur óviðunandi að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá...
04.09.2017 - 13:14

Skipulagsbreyting vegna vegagerðar við Hvalá

Árneshreppur á Ströndum hefur birt tillögur að breytingum deiliskipulags og aðalskipulags vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði og auglýsir nú eftir athugasemdum við þær og umhverfisskýrslu. Byggja þarf vegi og vinnubúðir svo hægt sé að fara með...
04.09.2017 - 10:45

Vilja sprengja Hádegissteininn

Svokallaður Hádegissteinn sem prýðir fjallshlíðina fyrir ofan byggð í Hnífsdal hefur skriðið um nokkra sentimetra niður hlíðina og sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands óttast að hann gæti fallið fyrirvaralaust niður í byggð. Þeir leggja til að...
29.08.2017 - 16:34

Greiddi Byggðastofnun milljónir „fyrir ekkert“

Birni ehf. sem rekur rækjuverksmiðju á Vestfjörðum var gert að greiða Byggðastofnun 81 milljón króna fyrir úthafsrækjukvóta sem fyrirtækið keypti skömmu áður en veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar. Héraðsdómur Norðurlands vestra staðfesti...

Bátur brann í höfninni í Norðurfirði

Trilla brann og sökk í höfninni í Norðurfirði í Árneshreppi í morgunn. Eldsins varð vart fyrir klukkan sex í morgun og logaði þá vel í bátnum. Ekkert slökkvilið er í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins, en aðstoð barst frá Slökkviliði...
29.08.2017 - 10:55

Eldur slökktur að nýju í Agli ÍS 77

Slökkvistarfi við dragnótabátinn Egil ÍS 77 er lokið. Báturinn er nú vaktaður af slökkviliðinu á Þingeyri. Fjögurra manna áhöfn sakaði ekki en ljóst er að fjártjón er mikið.
28.08.2017 - 13:05

Þrír staðir bætast í Brothættar byggðir

Borgarfjörður eystri, Árneshreppur á Ströndum og Þingeyri í Ísafjarðarbæ hafa fengið inngöngu í verkefni Byggðastofnunar Brothættar byggðir. Því er ætlað að leita lausna á bráðum vanda byggðarlaga vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífi.
28.08.2017 - 11:42

Gat í gegnum bátinn eftir eldinn

Svo virðist sem sprenging hafi orðið í bátnum Agli ÍS í nótt, þar sem hann lá við bryggju á Þingeyri. Eldur kviknaði í bátnum úti fyrir mynni Dýrafjarðar í gærkvöld og fóru slökkviliðsmenn út á móti Agli og slökktu eldinn. Bátnum var siglt í höfn og...
28.08.2017 - 09:27

Biðu á þilfari á meðan eldurinn logaði

Skipstjórinn á Agli ÍS segir að áhöfnin hafi haldið sig uppi á þilfari þegar eldur kom upp í vélarrúmi bátsins í gærkvöld eftir að hafa gengið úr skugga um að ekkert súrefni kæmist í vélarrúmið.

Eldur kviknaði á ný í Agli ÍS

Eldur kviknaði á ný nú í morgunsárið í vélarrúmi dragnótarbátsins Egils ÍS 77, sem liggur við bryggju á Þingeyri. Eldur kom upp í bátnum í gærkvöld og var honum siglt til Þingeyrar þar sem hann kom til hafnar klukkan 01.15 í nótt. Var þá enn eldur í...
28.08.2017 - 06:22

Eldur í báti út af Dýrafirði

Eldur kviknaði í fiskibátnum Agli ÍS 77 út af Dýrafirði í kvöld. Fjórir menn voru um borð, en að sögn Ásgríms J. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, eru þeir ekki taldir í neinni hættu. Sex vestfirskir slökkviliðsmenn...
28.08.2017 - 00:12

Erfðablöndun laxa í ám á Vestfjörðum

Hafrannsóknastofnun fann vísbendingar um erfðablöndun í sex vatnsföllum á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna.
25.08.2017 - 11:49

Íbúar Vestfjarða vonsviknir með skýrsluna

Margir íbúar Vestfjarða eru ósáttir við niðurstöðu skýrslu starfshóps sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Ráðherra segir að skýrslan verði grundvöllur að frumvarpi.
24.08.2017 - 23:02

Áhættumat geti breyst með aukinni þekkingu

Í skýrslu starfshóps sem kynnti í gær stefnumótun í fiskeldi kemur fram að eldið skuli grundvallast á áhættumati Hafrannsóknastofnunar en matið getur breyst með aukinni þekkingu.
24.08.2017 - 13:12