Efla innviði og öryggi við Látrabjarg

Landeigendafélag Bjargtanga hyggst bæta aðstöðu á tjaldsvæðinu á Brunnum í Látravík og á Bjargtöngum við Látrabjarg, setja upp merkingar og stýra umferð. Þá verður sett upp öryggisgirðing og upplýsingaskilti um umgegni við bjargið í samvinnu við...
11.07.2017 - 16:58

Eldfim klæðning áfram í jarðgöngum

Ekki stendur til að sprautusteypa eldfima klæðningu sem er ber í nokkrum göngum á Íslandi. Það er þó hægt. Á sínum tíma þótti í lagi sprautusteypa ekki klæðninguna svo lengi sem að brunahólf væru útbúin í göngunum.
11.07.2017 - 14:54

„Teljum að þarna sé verið að fórna mjög litlu“

Bágborið ástand er í raforkumálum Vestfjarða, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, sem undirbýr virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Bæði vanti orku og afhending sé ótrygg. „Í mínum augum er það skelfileg...
11.07.2017 - 12:05

Breikkun ganga kostar helming af nýjum göngum

Breikkun einbreiðra ganga kostar um helminginn af nýjum göngum og ekki stendur til að breikka þau göng sem fyrir eru, segir starfsmaður hjá Vegagerðinni. Hann segir umferð enn langt undir viðmiðum fyrir einbreið göng.
11.07.2017 - 10:00

Vilja skylda björgunarvesti á opnum þilförum

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ráðnueytis samgöngumála að setja verði reglur sem skylda sjómenn til að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manni úr sjó nái einnig til skipa sem eru...
10.07.2017 - 12:36

Tryggt verði að Vestfirðingar fái orkuna

„Ef Vestfirðingar ætla að fórna þessu mikla náttúruvætti sem Hvaláin er og Ófeigsfjörðurinn, þá verður að vera algjörlega tryggt að þeir njóti sjálfir góðs af þessum virkjanaframkvæmdum. En það er ekkert í hendi með það,“ sagði Ólína Kjerúlf...
10.07.2017 - 11:56

„Vestfirðingar sjái að verið er að plata þá“

„Það eru ekki margir sem vita hvað er í húfi,“ sagði Tómas Guðbjartsson, læknir, á Morgunvaktinni á Rás 1 um virkjanaáform í Ófeigsfirði á Ströndum. Hann hefur að undanförnu reynt að vekja athygli á óspilltri og fagurri náttúru á norðanverðum...
10.07.2017 - 10:54

11 ára landaði tuttugu kílóa þorski

11 ára drengur veiddi stórþorsk út frá Suðureyri í dag. Johannes Prötzner var ásamt föður sínum og Róbert Schmidt, leiðsögumanni Iceland Profishing, þegar tuttugu kílóa þorskur beit á agnið. Róbert segir að líklegast sé þetta Íslandsmet. „Ég hef...
08.07.2017 - 18:29

Plastmengun í fjörum Tálknafjarðar

Talsvert er af plasthlutum og plastögnum í fjörunni í Tálknafirði á Vestfjörðum. Gunnhildur Ýr Finnbogadóttir tók meðfylgjandi myndir þar í gær og birti á Facebook-síðu sinni.
08.07.2017 - 15:38

Þingkona sjónlaus á öðru auga eftir bílslys

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, lenti ásamt fjölskyldu sinni í alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum í gær. Frá þessu greinir hún á Facebook síðu sinni. Lilja Rafney og fjórir aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir slysið...
08.07.2017 - 08:41

„Bölvað basl“ að enn sé rafmagnslaust

Enn er unnið að viðgerð vegna spennis sem brann í nótt innan við Ögurnes í Ísafjarðardjúpi og rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Ísafjarðardjúpi.
07.07.2017 - 18:28

Búið að opna Vestfjarðagöng

Búið er að opna göng undir Breiðadals og Botnsheiði, eða Vestfjarðagöng, en þeim var lokað vegna umferðarslyss seinni partinn í dag. Fimm voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði en eru ekki taldir lífshættulega slasaðir.
07.07.2017 - 17:31

Vestfjarðagöng lokuð vegna umferðarslyss

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur í Vestfjarðargöngum á fjórða tímanum. Tveir bílar skullu saman þar sem þeir komu úr gagnstæðum áttum á leggnum í Vestfjarðagöngum sem liggur að Súgandafirði. Fólkið er ekki með lífhættulega áverka og var...
07.07.2017 - 15:55

Ferðamenn mættir snemma á tjaldsvæði landsins

Íslendingar virðast elta veðrið og eru í minnihluta gesta á tjaldsvæðum landsins. Ferðamannatímabilið virðist hafa byrjað fyrr á tjaldsvæðunum í ár og fólk gistir jafnvel á tjaldsvæðum yfir vetrartímann. Þá virðist það færast í aukana að fólk gisti...
07.07.2017 - 10:00

Enn rafmagnslaust eftir bruna í spennistöð

Enn er rafmangslaust á nokkrum bæjum við Ísafjarðardjúp eftir að bruna í spennistöð við Ögurnes. Spennistöðin er mikið skemmd en búnað vantar til að gera við hana.
07.07.2017 - 08:09