Vegagerðin vill áfram veg um Teigsskóg

Vegagerðin reiknar með að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg og fylgja þannig sinni tillögu að vegstæði fyrir Vestfjarðaveg. Skipulagsstofnun lagði hins vegar til aðra veglínu, D-2, í áliti sínu á umhverfismati Vegagerðarinnar fyrir...
28.03.2017 - 18:00

Leggur til aðra leið fyrir Vestfjarðaveg

Skipulagsstofnun vill að Vegagerðin fari aðra leið en þá sem Vegagerðin leggur til í matsskýrslu sinni fyrir Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Skipulagsstofnun telur að velja beri þá leið sem hefur minnst neikvæð umhverfisáhrif og leggur til veglínu...
28.03.2017 - 16:33

Ekur um Ísafjörð á þægindasláttuvél

„Ég er svolítill safnari, á erfitt með að henda drasli, svo ég vil gefa hlutum nýtt líf,“ segir Stefán Örn Stefánsson, bifreiðasmiður á Ísafirði. Hann ók í mat á hótelinu í hádeginu á þægindasláttuvél - eins og hann kýs að kalla farartækið.
28.03.2017 - 14:14

Samkomulagsbætur vegna flóða í Ísafjarðarbæ

Viðlagatrygging og Ísafjarðarbær gerðu fyrr í þessum mánuði samkomulag um bætur vegna tjóns á eignum Ísafjarðarbæjar á Ísafirði og á Suðureyri í vatnsflóði 8. febrúar 2015. Samkomulagsbæturnar eru 23 milljónir. Niðurstaða þeirra sem koma að málinu...
28.03.2017 - 10:13

Erfitt að tímasetja Vestfjarðavegsframkvæmdir

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir erfitt að meta hvenær framkvæmdir geti hafist við Vestfjarðaveg um Gufudalssveit, reynist álit Skipulagsstofnunar jákvætt. Þetta kom fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur,...
27.03.2017 - 21:50

Birta álit sitt um Vestfjarðaveg á morgun

Frestur Skipulagsstofnunar til að skila áliti sínu á matsskýrslu Vegagerðarinnar á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar 60 um Gufudalssveit rann út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun verður álitið sent á Vegagerðina í fyrramálið. Ekki...
27.03.2017 - 17:42

Brýnar vegabætur á Vestfjörðum sitja á hakanum

Gamall malarvegur um Gufudalssveit er kominn til ára sinna og ekki gerður fyrir flutningabíla, þetta segir starfsmaður Vegagerðarinnar. Flutningabílstjóri segir veginn lítið hafa breyst í 45 ár og er ekki bjartsýnn á breytingar.
26.03.2017 - 22:33

Vegurinn um Öxnadalsheiði opinn að nýju

Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði, sem hefur verið lokaður frá því í morgun. Þar er snjóþekja og skafrenningur, en talsvert hefur lægt. Mest ná vindhviður nú styrk upp á 21 metra á sekúndu. Enn er nokkuð hvasst víða um land og hefur talsvert...
24.03.2017 - 15:08

Yfir 6.700 hafa skrifað undir

Hátt í sjö þúsund hafa skrifað undir áskorun á netinu þar sem farið er fram á betri vegasamgöngur á Vestfjörðum. Alls búa um sex þúsund manns í landshlutanum.
23.03.2017 - 17:53

Segir málaflokk fatlaðs fólks vanfjármagnaðan

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir það ekki rétt að bærinn hafi ætlað að spara til málaflokksins með sölu íbúða í eigu tveggja fatlaðra kvenna. Með hagræðingu leitist bærinn við að veita sem besta þjónustu í málaflokki sem sé vanfjármagnaður.
23.03.2017 - 14:10

Stúlka á Bræðratungu beitt ofbeldi og þvingun

Þroskaskert stúlka var beitt ofbeldi og þvingunum þegar hún dvaldi á vistheimilinu Bræðratungu á Ísafirði. Starfsmaður notaði nál til að hóta henni auk þess sem hún var lokuð inni og matur tekinn af henni ef hún hlýddi ekki. Faðir hennar segir að...
22.03.2017 - 21:01

Skíðamenn lentu í snjóflóði

Þrír vanir skíðamenn lentu í snjóflóði sem féll í Botnsdal við Súgandafjörð í gærkvöld en sá fjórði náði að skíða framhjá flóðinu. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og annar þeirra var þar yfir nótt. Hvorugur meiddist þó alvarlega.
22.03.2017 - 08:17

Aukið laxeldi í Tálknafirði og Patreksfirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi Arctic Sea Farm fyrir framleiðslu á allt að 6.800 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði.
21.03.2017 - 18:00

Vilja að forstjóri bregðist við deilum á HVEST

Um tuttugu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði hafa skorað á forstjóra að bregðast við síendurteknum deilum innan stofnunarinnar. Þótt stofnunin hafi áður reynt að bregðast við hafi það verið án árangurs.
21.03.2017 - 13:07

Bóndi lagði Póst- og fjarskiptastofnun

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar sem ætlaði að láta bónda á Vestfjörðum greiða kostnað af breytingum á rafmagnsgirðingu og símalínu á landi hans. Maðurinn hóf búskap við Patreksfjörð árið 1980 og setti upp...
19.03.2017 - 12:09