Hundruð tölva sýktar í Danmörku

Að minnsta kosti þrjú hundruð tölvur í Danmörku eru smitaðar af veirunni sem dreifði sér um heimsbyggðina um nýliðna helgi. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur þetta eftir öryggissérfræðingi hjá tölvufyrirtækinu CSIS. Að hans sögn hafa bæði...
15.05.2017 - 09:49

Seinna flöskuskeytið fannst í Húsavíkurfjöru

Seinna flöskuskeyti Ævars vísindamanns, sem hefur ferðast rúmlega 18 þúsund kílómetra um Atlantshafið, fannst í morgun í fjörunni við Húsavík í Færeyjum. Fyrra flöskuskeytið fannst á eyju við Skotland um miðjan janúar.
14.05.2017 - 13:07

Ólíklegt að við sleppum við netárásina

Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir ólíklegt að Ísland sleppi við umfangsmikla netárás sem gerð var í gær, og hefur þegar náð til um hundrað landa. Hann ráðleggur fólki að uppfæra stýrikerfi og vírusvarnir strax til að koma í veg fyrir smit.
13.05.2017 - 12:15

Byrja nýtt líf á annarri plánetu

Í Berlín er starfrækt íslenskt tölvuleikjafyrirtæki, Klang Games, þar sem verið er að þróa leikinn Seed þar sem spilarar taka virkan þátt í mótun framvindunnar, en auk þess hafa persónur leiksins sjálfstætt líf. Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi...
11.05.2017 - 13:10

Glútenlaust mataræði eykur hættu á offitu

Það getur aukið hættuna á offitu að skipta yfir í glútenlaust mataræði. Þetta segja sérfræðingar sem hafa rannsakað málið og komist að því að glútenlaus fæða er oft fitumeiri en sambærilegar fæðutegundir sem innihalda glúten.
11.05.2017 - 05:39

Tesla tekur við innborgun í sólarorkuþak

Hátæknifyrirtækið Tesla byrjaði að taka á móti innborgunum í sólarorku-húsþök í gær. Eilífðarábyrgð er á þökunum, sem safna í sig sólarorkunni svo hægt sé að nota hana á heimilinu hvenær sem er sólarhringsins. Þakplöturnar líta allar eins út, en...
11.05.2017 - 02:46

Tveggja ára ferð njósnaflaugar lokið

Njósnaflaug bandaríska flughersins lenti í gærmorgun á flugvelli í Kennedy geimrannsóknastöðinni í Flórída eftir tveggja ára ferð út í geim. Flauginni var skotið á loft í maí 2015. Ferðin tók 718 daga. Ekkert er vitað um tilganginn eða hvað var...
08.05.2017 - 10:48

„Tómið mikla“ skilur Satúrnus og hringana

Ómannaða könnunarfarið Cassini hefur lokið tveimur hringferðum um Satúrnus, milli plánetunnar og hringanna sem umlykja hana. Það sem kemur vísindamönnum mest á óvart eftir að hafa skoðað gögnin sem Cassini sendi til Jarðar eftir fyrstu ferðina er...
06.05.2017 - 06:45

„Forðast að tæknibyltingin borði börnin sín“

Sífellt fleiri börn leita sér aðstoðar vegna snjalltækjafíknar. Barnalæknir segir forvarnir nauðsynlegar til að forðast það að tæknibyltingin borði börnin sín. Fjöldi foreldra sótti fund um snjalltækjanotkun barna í Laugardalshöll í kvöld.
03.05.2017 - 22:42

Tímamót í rannsóknum á forfeðrum manna

Fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið DNA erfðaefni ættingja mannkyns í hellum án þess að hafa fundið þar bein. Uppgötvunin gæti varpað nýju ljósi á sögu mannkyns og þróunar þess. 
28.04.2017 - 06:36

Hreindýrahjörð í hægvarpi

Starfsmenn norska ríkisútvarpsins (NRK) hafa enn á ný lagt upp í metnaðarfullan leiðangur. Nú sýna þeir beint frá því þegar hreindýrahjörð fetar sig frá vetrarstöðvunum í Lapplandi niður til sumarhaganna. Til þess að komast leiðar sinnar verður...
26.04.2017 - 20:27

Ísaldarjökull talinn hafa forspárgildi

Hægt verður að spá fyrir um þróun á jöklum og sjávarstöðu með því að rýna í þær breytingar sem urðu á ísaldarjöklinum yfir Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var í samvinnu háskólanna í Stirling í Skotlandi og Tromsø í Noregi.
26.04.2017 - 14:09

Bylting í meðferð fyrirbura

Vísindamenn vonast til þess að innan þriggja ára verði hægt að gera tilraunir með gervileg fyrir fyrirbura. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Nýlega heppnaðist slík tilraun með dýr í fyrsta sinn.
26.04.2017 - 04:55

Reynt að komast inn í tölvur Emmanuels Macrons

Erlendir tölvuþrjótar hafa margoft á undanförnum sólarhringum reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi franska forsetaframbjóðandans Emmanuels Macrons og samstarfsfólks hans. Þetta staðhæfa starfsmenn japanska veiruvarnafyrirtækisins Trend Micro.

Ekkert náttúruminjasafn á fjármálaáætlun

Ekki á að byggja hús undir Náttúruminjasafn Íslands næstu fimm árin, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Það er þvert á samþykkt Alþingis rétt fyrir kosningar.
24.04.2017 - 15:31