Fyrirtæki burt úr Skaftafelli með þjónustuhús

Vatnajökulsþjóðgarður vill að tvö ferðaþjónustufyrirtæki fari með aðstöðu sína burt úr Skaftafelli til að fækka bílum og minnka umferð við þjónustumiðstöð. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir markmiðið að...
12.06.2017 - 09:44

Dekk fór undan sjúkrabíl: „Á að vera útilokað“

Betur fór en á horfðist þegar dekk, sem losnaði undan sjúkrabíl, skall á sendibíl sem kom úr gagnstæðri átt. Farþegi í sendibílnum telur að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir slysið með reglubundnu eftirliti.
11.06.2017 - 13:34

Lögregla bjargaði tveimur úr Ölfusá

Þrír menn fóru í Ölfusá við Selfoss á fimmta tímanum í nótt, þar af einn lögreglumaður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mennirnir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Ekki eru gefnar upplýsingar um ástand eða líðan...
11.06.2017 - 11:41

Byggja upp ferðaþjónustu við Þjórsárdalslaug

Ferðaþjónusta verður byggð upp við Reykholt í Þjórsárdal þar sem nú er sundlaug kennd við dalinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákvað á fundi sínum í fyrradag að ganga til viðræðna við Rauðakamb ehf um uppbygginguna.
09.06.2017 - 07:02

Ungur drengur slasaðist við Seljalandsfoss

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss.
08.06.2017 - 13:37

Bílastæðagjöld í Skaftafelli og við Dettifoss

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að innheimta bílastæðagjöld í Skaftafelli og við Dettifoss. Stjórnarformaður garðsins segir gjaldið verða svipað og á Þingvöllum þar sem greiða þarf 500 króna daggjald fyrir fólksbíl og meira fyrir stærri...
07.06.2017 - 16:18

Lágt fiskverð og léleg afkoma strandveiða

Mun færri bátar eru á strandveiðum í ár en á sama tíma í fyrra. Ástæðuna segja sjómenn fyrst og fremst lágt fiskverð, en verðið í ár er það lægsta frá því strandveiðar hófust.
06.06.2017 - 12:19

Lést eftir bílslys á Suðurlandsvegi

Þýskur karlmaður, sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi við Freysnes á fimmtudag, er látinn. Hann ók jeppa með hjólhýsi í eftirdragi eftir Suðurlandsveginum. Mjög hvasst var með suðurströndinni og bæði jeppinn og hjólhýsið fuku út af veginum.
04.06.2017 - 17:28

Setja upp salerni við vegi landsins

Vegagerðin hyggst setja upp þurrsalerni á 15 áningarstöðum við vegi víðsvegar um landið til að stemma stigu við óþrifnaði og ágangi á áningarstöðum Vegagerðarinnar. Verkefnið er tilraunaverkefni að frumkvæði stjórnstöðvar ferðamála. 
03.06.2017 - 12:27

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Erlendur ferðamaður slasaðist alvarlega þegar jeppi með hjólhýsi í eftirdragi valt eftir að hafa fengið á sig vindhviðu skammt vestan við Freysnes í Öræfum. Tveir voru í bílnum en annar er minna slasaður.
01.06.2017 - 16:36

Telur aðstæður hættulegar við Brúarárfoss

Gönguleið upp að Brúarárfossi er orðin eitt drullusvað á löngum kafla, segir Þröstur Freyr Gylfason, sem birtir myndir af ástandinu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að á klukkustundargöngu um svæðið hafi hann og fjölskylda hans mætt á annað hundrað...
29.05.2017 - 11:52

Fimm fluttir á sjúkrahús

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla skammt ofan við Litlu Kaffistofuna um klukkan hálf þrjú í nótt. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. Þrír sjúkrabílar voru sendir frá Reykjavík og tveir frá Selfossi auk þess sem tækjabíll...
25.05.2017 - 08:32

Humarbátur um öldurnar knúinn repjuolíu

Íslensk repjuolía knýr nú í fyrsta sinn skip á veiðum. Í gær hélt humarbáturinn Þinganes SF-25 frá Höfn í Hornafirði knúinn repjuolíu meðal annars en henni var blandað saman við gasolíu í tönkum skipsins.
24.05.2017 - 12:48

Ítalski ferðamaðurinn er látinn

Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi í gær, er látinn. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka en talið er að hann hafi fallið af reiðhjóli sínu á Nesjavallavegi vestan Dyrafjalla.
23.05.2017 - 18:09

Sjaldnast ásetningsbrot í dýraverndarmálum

„Það er oftast þannig í dýraverndarmálum að þar eru ekki ásetningsbrot heldur annað sem liggur að baki eins og veikindi,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir, um vörslusviptingu sem gerð var hjá frístundabónda á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði....
22.05.2017 - 14:26