Vonbrigði að vegaframkvæmdum sé frestað

Formaður samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir að taka ekki mark á samgönguáætlun við gerð fjárlaga. Það séu mikil vonbrigði að enn einu sinn verði malbikun á þjóðvegi eitt um Berufjarðarbotn slegið á frest.
03.03.2017 - 08:44

Spara 200 milljónir með skertri þjónustu

Íslandspóstur telur að sparnaður af því að fækka dreifingardögum í dreifbýli nemi 200 milljónum króna árlega. Pósturinn segir beinan sparnað af aðgerðinni nema 170 milljónum króna á ári en að svigrúm til flokkunar hafi jafnframt aukist og skilað sér...
02.03.2017 - 14:43

450 milljónir í ljósleiðara

Fulltrúar fjarskiptasjóðs og 24 sveitarfélaga skrifuðu í gær undir samninga um styrki sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ljósleiðaravæðingar í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt.
01.03.2017 - 07:27

Ekki verði sameinað nema fjármagn fylgi

Oddviti Djúpavogshrepps segir að ekkert verði af sameiningu þriggja sveitarfélaga á Suðausturlandi, nema til komi verulegur fjárstuðningur frá ríkinu. Engin vissa sé fyrir því í undirbúningi sameiningar hvort slíkt fjármagn verði til staðar.
26.02.2017 - 19:12

Ófært á Selfossi, Hellisheiði og í Þrengslum

Loka þurfti Hellisheiði og Þrengslum vegna áreksturs sem varð um fimmleytið í morgun við Draugahlíðarbrekkuna svokölluðu, þar sem vegirnir mætast. Engin slys urðu á fólki, en fannfergi er mikið og enginn kemst neitt. Heiðin, Þrengslin og Sandskeið...
26.02.2017 - 07:45

Stormur: Mikil snjókoma í kvöld og nótt

Búist er við stormi sunnantil á landinu í nótt sem færist yfir á Norður- og Austurland á morgun. Veðrinu fylgir mikil snjókoma. Sunnan- og suðvestanlands snjóar talsvert seint í kvöld og í nótt, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum...
25.02.2017 - 19:03

15 nýjar borholur á næstu 10 árum

Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, þarf að bora allt að fimmtán holur við Hellisheiðarvirkjun á næstu tíu árum til að viðhalda afkastagetu virkjunarinnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt frétt blaðsins er áætlaður...
23.02.2017 - 05:22

Fékk róandi sprautu eftir nauðgun á árshátíð

Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi um þar síðustu helgi. Konurnar tvær, sem maðurinn er...
22.02.2017 - 17:47

Klúður í sorpútboði kostar Árborg 24 milljónir

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt Árborg til að greiða Gámaþjónustunni rúmar 18,5 milljónir vegna sorpútboðs sem sveitarfélagið stóð fyrir árið 2011. Árborg þarf einnig að greiða allan málskostnað eða 5,5 milljónir. Þáverandi meirihluti hafnaði...

„Ekkert ósvipað og stóru vertíðarnar“

Mokveiði hefur verið á loðnumiðunum sunnan við land í þann rúma sólarhring sem liðinn er frá því loðnuveiði hófst eftir verkfall. Skipstjóri frá Vestmannaeyjum segir að útlitið á miðunum sé eins og á allra bestu loðnuvertíðum. Stærri köst hafi ekki...
21.02.2017 - 19:01

„Loksins komið líf á bryggjurnar aftur“

Mjög góð veiði hefur verið hjá loðnuflotanum þennan fyrsta sólarhring eftir að verkfalli sjómanna lauk. Loðna af íslensku skipunum hefur nú borist á land á öllum stöðum, þar sem hægt er að vinna loðnu, frá Vestmannaeyjum til Vopnafjarðar.
21.02.2017 - 14:02

Þrengslavegi lokað - hæg umferð um Hellisheiði

Talsverðar umferðartafir hafa verið á Hellisheiði í morgun. Í Þrengslunum hefur veginum verið lokað af lögreglu, þar sem flutningabifreið þverar veginn. Engin slys urðu og er unnið að því að fjarlægja bifreiðina, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi....
21.02.2017 - 10:56

Rýmingaráætlanir í stöðugri endurskoðun

Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarna segir að beðið sé nýrra upplýsinga um flóðahættu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórinn í Vík segir í minnisblaði sem var lagt fyrir hreppsnefnd í síðustu viku, að nánast ekkert raunhæft hafi verið gert með...
21.02.2017 - 07:59

Tillaga um sameiningu lögð fram í vor

Bæjarstjórinn á Hornafirði segist bjartsýnn á að það takist að sameina þrjú sveitarfélög á Suðausturlandi, en viðræður um það hafa staðið yfir síðustu mánuði. Það yrði víðfeðmasta sveitarfélag landsins, fjórtán prósent af flatarmáli Íslands.
18.02.2017 - 14:22

Bandaríski ferðamaðurinn í Silfru drukknaði

Bandaríski ferðamaðurinn sem lést við köfun í Silfru um síðustu helgi drukknaði. Þetta sýnir bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn, segir í...
17.02.2017 - 16:34