Sleppti 160 þúsund laxaseiðum í sjóinn

Útgerðarmaður á Tálknafirði segist hafa sleppt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum uppruna í Tálknafjörð árið 2002. Eftirlitsstofunum virðist ekki hafa verið kunnugt um atvikið en maðurinn segist koma fram með upplýsingarnar nú í ljósi...
01.08.2017 - 14:10

Útlit fyrir að flytja þurfi inn hrefnukjöt

 Einungis 17 hrefnur hafa veiðst á þessu ári og útlit er fyrir að flytja þurfi inn hrefnukjöt frá Noregi til að anna eftirspurn. Framkvæmdastjóri einu útgerðarinnar sem gerir út á hrefnu hér nú, segir veiðarnar hafa gengið töluvert verr en í fyrra...
01.08.2017 - 11:27

Makrílvertíðin hafin fyrir alvöru

Útlit er fyrir að makrílvertíðin sé hafin fyrir alvöru eftir að hafa farið rólega af stað. Skipstjóri á Beiti frá Neskaupstað segir makrílinn líta vel út og sé fallegur miðað við árferði.
25.07.2017 - 17:30

Makríllinn vænn en dreifður

Vikingur AK, uppsjávarskip HB Granda, kom til Vopnafjarðar í gærkvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suð-Austurlandi.
22.07.2017 - 08:19

Fjörur Tálknafjarðar hreinsaðar af plastögnum

Unnið er að því að hreinsa plastagnir og plastdrasl úr fjörum Tálknafjarðar sem rekja má til seiðaeldiseldisstöðvar Arctic Fish í Tálknafirði. Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir plastmengunina hafa orðið vegna vestfirskra vinda og að fyrirtækið hafi...
18.07.2017 - 10:46

Byggðastofnun segir fiskeldi mikla lyftistöng

Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar segir sjókvíaeldi við Ísland hafa verið mikla lyftistöng fyrir samfélög á Vestfjörðum og Austfjörðum sem hafa átt undir högg að sækja. Þó verði náttúran alltaf að njóta vafans og nauðsynlegt sé að taka...
17.07.2017 - 12:17

Áhættumat Hafró hlýtur að vega þungt

Sjávarútvegsráðherra telur að áhættumat Hafrannsóknastofnunar, þar sem lagst er gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi og Stöðvarfirði, hljóti að vega þungt í vinnu starfshóps um fiskeldismál. Áhættumatið kemur illa við bæði fiskeldismenn og laxveiðimenn.
15.07.2017 - 19:57

Fjárfestingunni varla hent út um gluggann

Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar, þar sem lagst er gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi og Stöðvarfirði, sé einungis innlegg í umræðuna en ekki endanleg niðurstaða. Fjárfestingu sem þegar hefur verið...
15.07.2017 - 12:20

Áhættumat leyfir sjö sinnum meira eldi

Vestfirðir og Austfirðir þola sjöfalt meira eldi á frjóum laxi, samkvæmt nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar, sem unnið var fyrir starfshóp um stefnumótun í fiskeldi við Ísland. Þar er þó lagst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem þrjú...
14.07.2017 - 20:51

Hækkun veiðigjalda átti ekki að koma á óvart

Útgerðarmönnum var fullljóst að veiðigjöld myndu hækka á milli ára, að sögn sjávarútvegsráðherra, sem segir að þeir hljóti að hafa lagt fyrir peninga til að greiða skattinn. Ráðherra tekur undir áhyggjur af stöðu smærri útgerða og boðar úttekt á...
14.07.2017 - 12:32

Veiðigjöld ríflega tvöfaldast milli ára

Veiðigjöld í sjávarútvegi ríflega tvöfaldast á milli ára miðað við nýja reglugerð fyrir komandi fiskveiðiár. Miðað við áætlað aflamark verður gjaldið um það bil 10,5 til 11 milljarðar króna og nemur hækkunin um 6 milljörðum frá síðasta fiskveiðiári.
13.07.2017 - 20:47

Miklar síldargöngur sem minna á síldarárin

Miklar síldargöngur norður af landinu þykja minna á ástandið eins og það var best á síldarárunum á sjöunda áratugnum. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að búast megi við góðri síldarvertíð seinna í sumar. Norsk-íslenski síldarstofninn sé þó...
13.07.2017 - 12:44

Embættismenn reyndu að hindra ný lög um kvóta

Embættismenn í danska matvælaráðuneytinu unnu markvisst að því að hindra að ný lög um stjórn fiskveiða kæmust til framkvæmda. Þetta gerðu þeir með vitund og blessun ráðherrans. Kallað hefur verið eftir afsögn hans.
13.07.2017 - 12:34

Íslensk skip með 53 þúsund tonna afla í júní

Hoffell SU var aflahæstur allra skipa í júni með 4291 tonn af kolmunna. Þetta kemur fram á vef Aflafrétta.  
10.07.2017 - 09:42

Danskur sjávarútvegur í blóma

Aflabrögð hafa verið með eindæmum góð hjá dönskum sjómönnum það sem af er ári. Afkoman í fyrra var með góð og útlit er fyrir að hún verði átta til tíu prósentum betri í ár.
06.07.2017 - 19:49