Aflaverðmæti 80 prósentum minna

Aflaverðmæti íslenskra skipa var 1,9 milljarðar króna í janúar, rúmlega 80 prósentum minna en í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
27.04.2017 - 10:33

Jens Garðar kjörinn varaformaður SA

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, var í dag kjörinn varaformaður Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins var í dag.
26.04.2017 - 17:19

„Löngu kominn tími til að maðurinn víki“

Forstjóri Samherja telur að Seðlabankastjóri eigi að víkja vegna málatilbúnaðar bankans gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum.
24.04.2017 - 18:51

Sjómannasambandið andvígt auknum strandveiðum

Sjómannasambandi Íslands er mótfallið því að strandveiðar verði auknar frá því sem nú er. Fréttablaðið greinir frá þessu. Gunnar Guðmundsson, Pírati, hefur lagt fram tillögu um að strandveiðitímabilið verði átta mánuðir í stað fjögurra nú, og að...
24.04.2017 - 05:27

„Alltaf vongóður þegar menn eru að ræða saman“

Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og HB Granda hittust á fundi um hádegisbil í dag til að ræða hvort hægt væri að ná saman um uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Akranesi til að tryggja að HB Grandi loki ekki botnfiskvinnslu sinni í bænum. Sævar Freyr...
21.04.2017 - 14:16

Hampiðjan stærst í Ástralíu

Hampiðjan hefur náð samningum við eina af stærstu útgerðum Ástralíu um sölu á 120 rækjutrollum og er nú orðin stærsta fyrirtækið á sínu sviði þar syðra. Þetta er haft eftir Þorsteini Benediktssyni, framkvæmdastjóra Hampiðjunnar, í Morgunblaðinu í...
21.04.2017 - 03:59

„Það þarf að breyta lögunum"

Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að breyta lögum um stjórn fiskveiða til að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í lögunum. Hátt í hundrað manns missa vinnuna ef HB Grandi hættir landvinnslu á Akranesi.
20.04.2017 - 16:52

Þverpólitísk nefnd skoði lög um fiskveiðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hyggst skipa þverpólitíska nefnd sem ætlað er að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Þorgerði að eitt það helsta sem skoða...
20.04.2017 - 06:57

Óttast víðtækar afleiðingar flytji HB Grandi

Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis óttast að ef HB Grandi flytur starfsemi frá Akranesi til Reykjavíkur, muni álíka dæmi koma upp annars staðar. Hann segir þetta stríða gegn anda  laga um stjórn fiskveiða og stjórnmálamenn verði að grípa til...
19.04.2017 - 19:13

„Ekki sjálfgefið að kvótinn aukist“

Það er líklega full snemmt fyrir útvegsmenn að fagna þó að stofnvísitala þorsks hafi ekki mælst hærri frá upphafi rannsókna því ekki er sjálfgefið að þorskkvótinn verði aukinn á næsta fiskveiðiári. Óvissa er um hegðun loðnunnar í nánustu framtíð. Ef...
19.04.2017 - 16:18

Ekki sjálfgefið að þorskkvóti verði stóraukinn

Frá upphafi mælinga árið 1985, hefur þorskstofninn á Íslandsmiðum aldrei mælst stærri en nú. Stofninn hefur farið stækkandi frá 2007. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta til marks um að kvótakerfið virki vel.
19.04.2017 - 12:19

Þorskstofninn aldrei mælst stærri

Þorskstofninn mælist stærri en hann hefur nokkru sinni verið síðan Hafrannsóknastofnun tók til við stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum árið 1985. Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á...
19.04.2017 - 06:17

Hvað er greitt fyrir takmarkaða auðlind?

Fiskeldisfyrirtæki keppast við að sækja um leyfi fyrir fiskeldi í sjó. Fyrirtækin greiða fyrir umhverfismat, rekstrarleyfi og starfsleyfi og svo í umhverfissjóð og hefur verið gagnrýnt hversu lítið greitt er fyrir þessa takmörkuðu auðlind....
06.04.2017 - 20:37

Styrkir til að draga úr umhverfisáhrifum

Umhverfissjóður hefur úthlutað 87 milljónum króna til verkefna sem eiga að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Alls voru veittir tíu styrkir og runnu sex þeirra til verkefna á vegum Hafrannsóknastofnunar. Hún fær um þrjár af hverjum...
14.04.2017 - 10:27

Segir strandveiðikvótann óvirðingu við sjómenn

Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs, félags smábátaeigenda á Hornafirði, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hafi sýnt smábátasjómönnum vanvirðingu með ákvörðun sinni um nánast óbreyttan strandveiðikvóta í sumar.
13.04.2017 - 16:37