Krummi lögga braggast vel í Fnjóskadal

Sjaldgæf sjón blasir við gestum húsdýragarðs í Fnjóskadal, en þar er hrafn í sjúkraþjálfun. Hrafninn lenti í klóm á ketti og til stóð að lóga honum vegna áverka, en honum var bjargað og braggast nú vel meðal húsdýranna.
14.08.2017 - 13:30

Segir ráðherra tala af mikilli vanþekkingu

Formaður Landssambands kúabænda segir að fjármálaráðherra tali af mikilli vanþekkingu um málefni landbúnaðarins. Það sé ólíðandi að ráðherrar stökkvi fram hver af öðrum og krefjist breytinga á gildandi búvörusamningum án þess að útskýra hverjar þær...
14.08.2017 - 12:31

Engin lögreglumál á Fiskideginum mikla

Engin mál komu á borð lögreglu í tengslum við hátíðahöld á Fiskideginum mikla á Dalvík um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðina sem er sú fjölsóttasta utan höfuðborgarsvæðisins.
14.08.2017 - 11:45

Mikill fjöldi á Fiskideginum mikla

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Dalvík í dag þar sem Fiskidagurinn mikli er haldinn. Svæðið fyrir framan aðalsvið hátíðarinnar var þéttskipað í dag þegar boðið var upp á margvísleg skemmtiatriði: söng, leik og messu. Annars staðar í bænum var um...
12.08.2017 - 17:03

Þriggja bíla árekstur í Öxnadal

Nú síðdegis þurfti að loka þjóðveginum í Öxnadal vegna þriggja bíla áreksturs. Búið er að opna veginn aftur, en mikil umferð er um svæðið og því eru talsverðar tafir vegna þessa.
11.08.2017 - 17:27

400 hlutir úr einu tré á Handverkshátíð

Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit er hafin, en hún er nú haldin í 25. skiptið. Þema sýningarinnar er tré og verður meðal annars hægt að skoða 400 hluti sem skornir voru úr einu og sama birkitrénu. 
11.08.2017 - 16:20

Kæra leyfi til gullleitar í eigin landi

Orkustofnun hefur veitt fyrirtæki óhindraðan aðgang að rúmlega eitt þúsund ferkílómetra landsvæði á Norðurlandi til málmleitar. Landeigendur á svæðinu segja að ekkert samráð hafi verið haft við þá og ætla að kæra ákvörðunina. 
11.08.2017 - 12:29

Hótel á Norðurlandi verr nýtt en búist var við

Hótelnýtingin þarf að vera gríðarlega góð yfir sumarið til að dekka vetrartímann, segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Aukið framboð hótelgistingar og breytt ferðamunstur gæti skýrt verri nýtingu á hótelum á Norðurlandi en búist var við.
10.08.2017 - 13:43

Þurfa að greiða 650 þúsund vegna Bíladaga

Bílaklúbbur Akureyrar þarf að greiða löggæslukostnað upp á 650 þúsund krónur vegna Bíladaga, samkvæmt úrskurði ráðuneytis. Formaður klúbbsins segir að ekki hafi þurft að auka löggæslu í kringum viðburðinn og trúir því að lögreglustjóri felli...
09.08.2017 - 18:08

Sérsveitarmenn standa vaktina á Fiskideginum

Búast má við mikilli öryggisgæslu á Fiskideginum mikla á Dalvík og verða vopnaðir sérsveitarmenn við löggæslu á svæðinu. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir að sú stefna sem mörkuð var í vor, að herða gæslu á fjölsóttum viðburðum, hafi áhrif...
09.08.2017 - 10:40

Frumkvöðlar á Öldrunarheimilum Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar eru tilnefnd til evrópskra verðlauna fyrir frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun í opinbera geiranum. Tilnefningin byggir á nýsköpunarverkefni um rafrænt umsjónarkerfi með lyfjaumsýslu hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.
08.08.2017 - 14:37

Samkennslu ekki frestað þrátt fyrir mótmæli

Dæmi eru um að fjölskyldur í Fjallabyggð íhugi flutning vegna fyrirhugaðrar sameiningar grunnskólanna í sveitarfélaginu. Kosið verður um breytingarnar innan árs, en forseti bæjarstjórnar segir að ekki komi til greina að fresta þeim.
08.08.2017 - 12:45

Gæddu sér á múffum í Lystigarðinum

Mikið var um dýrðir á Norðurlandi í dag. Síld var söltuð á Siglufirði og Akureyringar gæddu sér á möffins til styrktar Sjúkrahúsinu á Akureyri. 
05.08.2017 - 19:15

Mismuna eftir þjóðerni á tjaldsvæði um helgina

Fólki er mismunað eftir þjóðerni á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri um verslunarmannahelgina. Útlendingar geta fengið að gista staka nótt, en Íslendingar verða að kaupa helgarpassa eða fara á annað tjaldsvæði.
05.08.2017 - 12:56

Hálf milljón vegna aukins viðbúnaðar

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita hálfrar milljóna króna styrk vegna aukins viðbúnaðar á tjaldsvæðum bæjarins nú um verslunarmannahelgina, ef ske kynni að kalla þurfi út aukinn mannskap. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Fulltrúi frá...
05.08.2017 - 06:21