„Megum ekki láta Mývatn eyðileggjast“

Fjármálaráðherra segir til skoðunar í ríkisstjórn hversu mikla fjármuni ríkið geti lagt að mörkum í nýtt skólphreinsikerfi við Mývatn. Þó sé alveg ljóst að heimamenn við Mývatn þurfi að borga hluta kostnaðarins. En ekki megi láta Mývatn eyðileggjast...
18.06.2017 - 20:58

Mikill viðbúnaður vegna Bíladaga

Bíladagar standa nú sem hæst á Akureyri og er umtalsverður viðbúnaður í bænum þess vegna. Bæjarstjórinn segir alla verða að leggjast á eitt, sýna tillitssemi og virða rétt íbúa til öryggis og næðis.
16.06.2017 - 17:46

Gætu þurft að vísa umsækjendum frá

Rektor Háskólans á Akureyri segir háskólum á Íslandi svo þröngur stakkur sniðinn næstu ár, að mögulega verði að vísa umsækjendum frá haustið 2018. Metaðsókn er í Háskólann á Akureyri í haust sem er kominn að þolmörkum með núverandi fjárveitingum.
16.06.2017 - 13:47

„Við ofurefli að etja“

Landeigendur Reykjahlíðar í Mývatnssveit, sem kröfðust þess að eignarnám vegna Kröflulínu 4 og 5 yrði fellt úr gildi, hafa ekki ákveðið hvort brugðist verður við dómi Hæstaréttar um að eignarnámið skuli standa.
16.06.2017 - 13:17

Eignanám vegna Kröflulínu staðfest

Eignanám Landsnets vegna Kröflulínu 4 og 5 stendur samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag. Þetta er sama niðurstaða og fékkst í héraði. Landeigendur í Reykjahlíð í Mývatnssveit höfðu krafist þess að heimildin sem atvinnuvegaráðuneytið veitti Landsneti til...
15.06.2017 - 16:18

Mögulega þrjú bátskuml á Dysnesi

Fornleifauppgröftur á Dysnesi við Eyjafjörð hefur borið mikinn árangur en nú í morgun kom í ljós fjórða kumlið þar. Ekki er hægt að staðfesta hvort að það sem fannst í morgun sé bátskuml, en naglar hafa fundist í jarðveginum. Nú þegar hafa tvö...
15.06.2017 - 15:06

Viðtal: Fjármögnun ríkisins forsenda umbóta

Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Mývatnssveit hafa sent fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Heildarkostnaður fráveituframkvæmda fyrir sveitarfélagið er áætlaður um...
15.06.2017 - 12:36

Tvær bátsgrafir á Dysnesi við Eyjafjörð

„Allstaðar þar sem við stingum niður skóflu þar finnum við eitthvað," segir fornleifafræðingur á Dysnesi en í dag kom þar í ljós önnur bátsgröf til viðbótar við haug og bátsgröf sem greint var frá í fréttum í gær. Áform um byggingu...
14.06.2017 - 18:29

Baðhellar við Vaðlaheiðargöng besta hugmyndin

Hugmyndir um baðhella við Vaðlaheiðargöng og framleiðsla á þungu vatni í Öxarfirði voru hlutskarpastar í samkeppni um nýtingu á heitu vatni á Norðausturlandi. Samkeppninni var meðal annars ætlað að auka fjölbreytni og verðmæti við nýtingu á jarðhita...
14.06.2017 - 14:39

Dæmdur fyrir landabrugg

Karlmaður á fertugsaldri hefur, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, verið dæmdur fyrir áfengislagabrot með því að hafa bruggað 35 lítra af landa.
14.06.2017 - 14:37

Bjarga minjum fyrir framkvæmdir á Dysnesi

Á Dysnesi, þar sem víkingasverð fannst í bátsgröf í gær, hefur nú verið opnað stærra svæði til fornleifarannsókna. Minjavörður segir mikilvægt að bjarga minjum áður en ráðist verður í hafnarframkvæmdir á svæðinu.
14.06.2017 - 12:16

Víkingasverð í bátsgröf í Eyjafirði

Víkingasverð fannst í fornleifauppgreftri á Dysnesi við Eyjafjörð í dag. Fundurinn er einstakur en sverðið er illa farið. Uppgröfturinn er vegna fyrirhugaðra framkvæmda en fornleifafræðingar gera ráð fyrir að finna töluvert meira af minjum þar.
13.06.2017 - 18:44

Fleiri sorpbrennsluofnar til vandræða

Kvartanir hafa borist vegna lyktarmengunar frá sorpbrennsluofni við sláturhús B. Jensen í Hörgársveit. Kvartað hefur verið yfir mengun frá öllum sambærilegum ofnum við sláturhús á Norðurlandi vestra.
13.06.2017 - 17:03

Vestfirðingar hamingjusamastir

Vestfirðingar eru hamingjusamastir allra Íslendinga og nota minna af þunglyndislyfjum en íbúar annars staðar á landinu að því er fram kemur í nýjum lýðheilsuvísum Landlæknis.
13.06.2017 - 08:09

Mengun frá sorpbrennsluofnum við sláturhús

Ítrekað hefur verið kvartað yfir lykt frá sorpbrennsluofnum sem settir voru upp við nokkur sláturhús á síðasta ári. Heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra segir að nær hefði verið að sameinast um stærri og fullkomnari ofna.
12.06.2017 - 12:41