Þéttari íbúðabyggð og styttra í vinnuna

Það felst bæði hagkvæmni og umhverfisvernd í því að þétta byggð, stytta vegalengdir og færa íbúana nær atvinnunni. Þetta segir skipulagsstjóri Akureyrarbæjar sem kynnti í dag nýtt aðalskipulag til ársins 2030. Þá er áætlað að Akureyringar verði...
28.03.2017 - 17:38

Ófyrirséð mengun PCC og Thorsil ekki útilokuð

Ekki er hægt að fullyrða að ófyrirséð mengun verði frá kísilverum Thorsil í Helguvík og PCC á Bakka, líkt og gerst hefur með kísilver United Silicon. Umhverfisstofnun setti sérstök skilyrði í starfsleyfi Thorsil sem ekki eru í starfsleyfi United...
28.03.2017 - 12:09

Játaði bótasvik í skilnaðarmáli

Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra frestaði í byrjun mánaðar dómsmáli sem höfðað var til að knýja fram efndir á skilnaðarsamningi. Ástæðan var sú að annað hjónanna sagði skilnaðinn aðeins hafa verið til málamynda og til þess ætlaðan að hækka...
28.03.2017 - 11:13

Fjórfættir og fleygir vorboðar komu í morgun

Tveir litlir vorboðar létu sjá sig á landinu í dag, annar fleygur en hinn fjórfættur. Bóndinn á Fagraneskoti er að taka á móti lömbum í fyrsta sinn svo snemma að vori. Lóan er komin og fyrstu lömbin eru fædd.
27.03.2017 - 20:00

Allt gert til að bræðslur fái meira rafmagn

Landsvirkjun hefur skrifað undir samning við Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) sem gæti orðið til þess að draga úr olíunotkun í fiskimjölsverksmiðjum.
27.03.2017 - 15:01

Búa til fornminjar framtíðarinnar

Þegar gerð eru upp gömul hús, eða þau rifin, finnast gjarnan gamlir og merkilegir hlutir milli þils og veggjar. Hjón á Akureyri eru nú að snúa þessu við. Þau eru að gera við íbúðarhúsið og komu allskyns hlutum fyrir á leyndum stað, í von um að síðar...
26.03.2017 - 21:21

Áætlað að orkan rýrni um tvö megavött á ári

Áætlað er að orka Þeistareykjavirkjunar muni rýrna sem svarar tveimur megavöttum á ári. Fulltrúi Landsvirkjunar segir reynt að virða þolmörk svæðisins eftir bestu getu með varfærinni uppkeyrslu virkjunarinnar.
26.03.2017 - 12:31

Eldur í fóðurverksmiðju á Akureyri

Talsverður eldur er í fóðurverksmiðju Bústólpa á Akureyri. Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar er á staðnum. Mikill eldsmatur er í húsinu. Ekki er talið að neinn sé í húsinu auk þess sem talsvert er í næstu byggingu og því ekki talin hætta á...
24.03.2017 - 22:25

Aukið fé til að hefja vegaframkvæmdir

1200 milljónum verður varið aukalega til samgöngumála. Það nægir til að hefja framkvæmdir en ekki ljúka þeim. Samgönguráðherra telur mögulega gjalddtöku geta rýmkað fyrir fjármagni til samgöngumála.
24.03.2017 - 20:06

Umhverfisáhrif af Kröflulínu 3 verði lítil

Ný Kröflulína númer þrjú mun hafa talsverð neikvæð áhrif á jarðmyndanir, gróður og ferðamennsku og útivist á hluta línuleiðarinnar. Þetta er niðurstaða frummatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Landsnet. Heilt yfir ættu umhverfisáhrif þó...
24.03.2017 - 15:37

Vegurinn um Öxnadalsheiði opinn að nýju

Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði, sem hefur verið lokaður frá því í morgun. Þar er snjóþekja og skafrenningur, en talsvert hefur lægt. Mest ná vindhviður nú styrk upp á 21 metra á sekúndu. Enn er nokkuð hvasst víða um land og hefur talsvert...
24.03.2017 - 15:08

Segir PCC ekki standa við boðuð launakjör

Ekki hefur náðst samkomulag við PCC Bakka Silicon um kjarasamning fyrir verkafólk í væntanlegri kísilverksmiðju fyrirtækisins á Bakka. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir að launatilboð fyrirtækisins sé ekki ásættanlegt. Það hafi boðað mun...
24.03.2017 - 12:31

Flug liggur niðri og Öxnadalsheiði ófær

Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs, en mjög hvasst er bæði á Norðurlandi,Austurlandi og hálendinu. Nú í hádeginu verður athugað hvort Flugfélag Íslands geti flogið til Akureyrar og Egilsstaða í dag, en ljóst er að ekki verður flogið...
24.03.2017 - 11:52

Um tíu prósent af línunum verði jarðstrengir

Nýjar háspennulínur, frá Blönduvirkjun austur í Fljótsdal, verða ekki nema að mjög takmörkuðu leyti lagðar í jörð. Þetta kemur fram í úttekt Landsnets á tæknilegum möguleikum jarðstrengja á hæstu spennu í flutningskerfinu.
23.03.2017 - 22:08

Spurðist fyrir um Alexandersflugvöll á þingi

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi, sem nú situr á Alþingi, hefur lagt fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í sex liðum um Alexandersflugvöll.
23.03.2017 - 20:15