Viðræður þokast í rétta átt

Haldinn var árangursríkur fundur í kjaradeilu sjúkraflutningamanna í gær og eru líkur á því að samningstilboð berist frá ríkinu í dag. Enn hefur engin uppsögn tekið gildi. 
24.05.2017 - 09:47

Bændur nýta sér sterka krónu og byggja ný fjós

Mikil fjárfesting er í kúabúskap víða um land og í tveimur sveitarfélögum á Norðurlandi eru tæplega tuttugu ný fjós í bígerð. Þar nýta bændur sér sterka krónu og hagstætt verð á innfluttu byggingarefni. Þá kallar ný reglugerð á bættan aðbúnað.
23.05.2017 - 23:30

Lést í umferðarslysi í Eyjafirði

Drengur á 13. aldursári lést í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut vestari, skammt sunnan við Hrafnagil, í gær. Drengurinn ók litlu bifhjóli sem lenti í árekstri við jeppabifreið. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
23.05.2017 - 08:45

Segir kostnað við breytingar vandlega metinn

Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir ekkert óeðlilegt þó dýrt verði að endurnýja húsnæði Listasafnsins á Akureyri. Endurnýjunin sé löngu tímabær og húsið stórt. Fulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar hefur gagnrýnt kostnaðinn og...
22.05.2017 - 17:57

Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðarbraut vestari, rétt sunnan við Hrafnagil, í dag rétt fyrir klukkan 16. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að strax hafi verið ljóst að slysið væri alvarlegt.
22.05.2017 - 18:03

Segir uppsögn brjóta samkomulag frá 2007

Formaður Landssambands lögreglumanna er ósáttur við að yfirlögregluþjóni á Blönduósi hafi verið sagt upp störfum. Hann segir að uppsögnin brjóti samkomulag sem gert var við dómsmálaráðherra árið 2007. 
22.05.2017 - 16:17

Vilja strætó á Akureyrarflugvöll

Flugfélag Íslands hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöld á Akureyri að koma á reglulegum strætisvagnaferðum til og frá Akureyrarflugvelli. Bæjarfulltrúar eru jákvæðir gagnvart hugmyndinni.
22.05.2017 - 13:40

„Komin á það stig að geta kallað þetta bruðl“

Bæjarfulltrúi minnihluta í bæjarstjórn Akureyrarbæjar gagnrýnir harðlega mikinn kostnað við endurbætur á Listasafninu á Akureyri. Verkið verði 200 milljónum dýrara en til stóð. Hann kallar þetta bruðl og óttast að húsnæðiskostnaður verði safninu...
22.05.2017 - 10:35

Sólberg komið til Siglufjarðar

Nýr frystitogari útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð kom til hafnar á Siglufirði á hádegi í dag. Skipið var smíðað í Tyrklandi og var kaupverðið rúmlega fimm milljarðar króna.
19.05.2017 - 18:02

Engar tafir á framkvæmdum við Kröflulínu 4

Ákvörðun Hæstaréttar, um að hafna kröfu Landsnets um aðfarargerð í landi Reykjahlíðar, mun ekki hafa teljandi áhrif á framkvæmdir við Kröflulínu 4. Beðið er dóms um það hvort eignarnám fyrirtækisins á svæðinu standist lög. 
19.05.2017 - 13:01

Yfirlögregluþjóni á Blönduósi sagt upp

Öðrum yfirlögregluþjóninum hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Blönduósi, var sagt upp í gærmorgun án fyrirvara og staða hans lögð niður. Hann hefur starfað hjá lögreglunni á Blönduósi í rúm 36 ár. Ástæðan er hagræðing innan...
19.05.2017 - 12:20

Sjúkraflutningamönnum full alvara

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa frestað uppsögnum um eina viku í von um að kjaradeila þeirra leysist. Bæjaryfirvöld á Blönduósi hafa áhyggjur af stöðunni. 
18.05.2017 - 19:10

Hæstiréttur hafnar kröfu Landsnets

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem hafnað var kröfu Landsnets um aðfarargerð vegna umráðatöku er varðar hluta af línustæði fyrir Kröflulínu 4.
18.05.2017 - 18:09

Fresta uppsögnum á Blönduósi um viku

Sjúkraflutningamenn við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa frestað gildistöku uppsagna um eina viku. Boðað hefur verið til samningafundar í dag. Um 90 sjúkraflutningamenn um allt land eru á sömu kjörum og félagar þeirra á Blönduósi.
18.05.2017 - 12:21

Litríkir gestir á Húsavík

Tvær mandarínendur hafa haldið sig á Húsavík undanfarna daga. Fuglarnir eru báðir steggir. Þeir eru skrautlegir, með appelsínugula fjaðraskúfa upp úr bakinu. Mandarínendur eru ættaðar frá Asíu en fjöldi þeirra hefur verið fluttur í andagarða í...
17.05.2017 - 15:25