Áhrif Kröflulínu 3 á votlendi verði veruleg

Helstu neikvæðu umhverfisáhrif Kröflulínu 3 verða á Fljótsdals- og Jökuldalsheiði þar sem lagður verður vegur um mikið votlendi sem nýtur sérstakrar verndar. Þetta kemur fram í umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisáhrif línunnar.
27.04.2017 - 17:11

KEA hagnaðist um tæpan milljarð í fyrra

Hagnaður KEA á síðasta ári nam 943 milljónum króna eftir reiknaða skatta. Hagnaður ársins 2015 var 671 milljón. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær.
27.04.2017 - 16:45

Flugþróunarsjóður ekki til meðferðar hjá ESA

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki borist nein formleg tilkynning frá íslenskum stjórnvöldum um Flugþróunarsjóð og getur því ekki getað ályktað um málefni sjóðsins að svo stöddu. Þetta segir Anne Vestbakke, samskiptastjóri ESA.
27.04.2017 - 13:20

Segir Flugþróunarsjóð ekki nýtast sem skyldi

Flugþróunarsjóður getur ekki veitt þann stuðning sem vonast var eftir þar sem hann samræmist ekki reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisstyrki. Því má aðeins veita takmarkað fé úr sjóðnum og það segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fæla...
27.04.2017 - 08:53

Eyfirðingar ánægðastir með stuttar vegalengdir

Eyfirðingum finnst það einna best við að búa í Eyjafirði hve stutt þar er á milli staða. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra fer þó á einkabíl til skóla eða vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem ber heitið „Eyfirðingurinn í hnotskurn."
26.04.2017 - 19:00

Mývetningum finnst ráðherra vera að hunsa sig

Mývetningar eru orðnir langeygir eftir svörum eða viðbrögðum frá Björt Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, ef marka má sveitastjórnarpistil Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Þorsteinn segir sveitastjórnina hafa í tvígang óskað...
26.04.2017 - 16:47

Þrír metrar skilja að Fnjóskadal og Eyjafjörð

Þrír metrar af bergi skilja nú að eystri og vestari hluta Vaðlaheiðarganga. Síðasta sprengjan verður sprengd á föstudag við athöfn, enda um að ræða ákveðin þáttaskil í þessari ferð í gegn um fjallið, sem hefur sannarlega ekki gengið áfallalaust.
26.04.2017 - 12:01

Dalvíkingar fella niður gatnagerðagjöld

Dalvíkurbyggð hefur bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hafa afnumið gatnagerðargjöld tímabundið, en til þess ráðs hefur verið gripið þar sem byggingarkostnaður er mun hærri en verðmæti húsa og íbúða á markaði. Mikill munur getur verið á uppbyggingu...
26.04.2017 - 11:55

Von á skýrslu um flugslysið í sumar

Drög að lokaskýrslu um flugslysið sem varð við rætur Hlíðarfjalls 2013 hafa nú verið í umsagnarferli í um þrjár vikur. Tveir létust í slysinu. Forsvarsmaður flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa segir að birting skýrslunnar hafi ekki tekið...
26.04.2017 - 10:38

Borgar ekki fyrir löggæslu á bæjarhátíð

Fjallabyggð þarf ekki að greiða löggæslukostnað upp á 180 þúsund krónur vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úrskurð, þar sem ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um innheimtu á þessum...
25.04.2017 - 11:05

Halda mótmælum áfram en nemendur mæta á morgun

Breytingar á skólastarfi í Fjallabyggð eru til þess gerðar að bæta námsárangur, sem hefur ekki verið viðunandi, segir forseti bæjarstjórnar. Foreldrar grunnskólabarna mótmæltu breytingunum í dag með því að boða forföll barnanna.
24.04.2017 - 19:10

Kviknaði í bíl á rauðum ljósum

Eldur kviknaði skyndilega í bíl þar sem hann var stopp á rauðum ljósum undir kvöld í dag. Bíllinn er af tegundinni Skoda Octavia, árgerð 2006. Eigandi bílsins segir að það hafi allt í einu kviknaði í bílnum, þegar hann var stopp á rauðum ljósum á...
24.04.2017 - 18:38

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18

Sekt Samherja felld úr gildi með dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Seðlabankanum er einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 4 milljónir.
24.04.2017 - 12:36

57 nemar mættu ekki í skólann á Ólafsfirði

Tæplega 60 nemendur í grunnskólanum á Ólafsfirði mættu ekki í skólann í morgun, en foreldrar ákváðu að senda börn sín ekki í skólann í mótmælaskyni. Fyrirhugað er að sameina bekki á Ólafsfirði og Siglufirði, til að bæta námsárangur.
24.04.2017 - 12:04