Fordæmir leka um samskipti Sessions og Rússa

Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag fréttaflutning Washington Post sem greindi frá því í gærkvöld að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum um málefni tengd kosningabaráttu Trumps....
22.07.2017 - 17:00

„Ég biðst afsökunar í fimmtugasta skipti“

Anthony Scaramucci sem Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði í gær samskiptastjóra Hvíta hússins studdi Barack Obama í forsetakosningunum 2008 og hafði margoft lýst andstöðu við Trump áður en hann gekk til liðs við hann í fyrra. Hann hefur verið...
22.07.2017 - 10:26

Lögreglustjóri Minneapolis segir af sér

Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði upp störfum í dag, að beiðni borgarstjóra. Lögreglustjórinn hlaut harða gagnrýni fyrir viðbrögð sín eftir að lögreglumaður varð ástralskri konu að bana. 
22.07.2017 - 01:46

Sessions ræddi stefnumál við sendiherra Rússa

Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins Washington Post ræddu Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, um málefni tengd kosningabaráttu Trumps á fundum þeirra í fyrra. Sessions hefur...
22.07.2017 - 00:50

Lögmenn Trumps rannsaka rannsakendur

Lögmenn og aðstoðarmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta reyna nú af öllum mætti að grafa undan rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara á tengslum starfsliðs kosningaframboðs Trumps við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar telja Trump vilja víkja...
21.07.2017 - 05:16

Trump sér eftir ráðningu Sessions

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist sjá eftir því að hafa ráðið Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra. Trump er ósáttur við að Sessions hafi þurft að víkja úr embættinu vegna rannsóknar á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningunum í...
20.07.2017 - 02:13

McCain greindist með heilaæxli

Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain var greindur með krabbamein í heila á dögunum. Í yfirlýsingu á heimasíðu þingmannsins segir að meinið hafi greinst við árlega læknisskoðun, og hann hafi gengist undir skurðaðgerð fyrir helgi þar sem blóðtappi...
20.07.2017 - 01:25

Ræða Rússlandsfund við þingnefndir

Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, og Paul Manafort fyrrum kosningastjóri forsetans mæta fyrir þingnefnd í næstu viku vegna rannsóknar á meintum tengslum starfsmanna kosningaframboðs Trumps við rússnesk stjórnvöld. Nefndin tilkynnti þetta...
20.07.2017 - 00:46

Trump tilnefnir sendiherra í Rússlandi

Jon Huntsman yngri, fyrrum ríkisstjóri Utah, er tilnefndur sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Frá þessu er greint á vef Hvíta hússins í gærkvöld. Hann hefur gegnt ýmsum opinberum embættum, þar á meðal sem...
19.07.2017 - 05:40

Öflugur jarðskjálfti Beringshafi

Öflugur jarðskjálfti, 7,7 að stærð, varð á Beringshafi í kvöld, á milli vestustu Aleut-eyjanna, sem teygja sig í vestur frá Alaska, og Kamtsjatka-skagans austast í Síberíu. Skjálftinn var upphaflega skráður sem 7,4 að stærð, en nákvæmari...
18.07.2017 - 01:24

Níu fórust í flóði í Arizona

Níu fórust, þar af sex börn, þegar vatn flæddi niður í gjá þar sem er vinsæll sundstaður í Tonto-þjóðgarðinu í Arizona í Bandaríkjunum í fyrradag. Eins manns er saknað.
17.07.2017 - 08:53

Martin Landau látinn

Bandaríski leikarinn Martin Landau er látinn 89 ára að aldri. Landau lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á meira en sextíu ára ferli.
17.07.2017 - 08:14

36% Bandaríkjamanna styðja Donald Trump

Donald Trump er óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjötíu ár, ef marka má fréttaflutning ABC-fréttastofunnar. Aðeins þrjátíu og sex prósent Bandaríkjamanna segjast styðja hann nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá embættistöku forsetans, samkvæmt...
16.07.2017 - 19:59

Boðar „sólarorkumúr“ á landamærunum við Mexíkó

Donald Trump Bandaríkjaforseti gælir við þá hugmynd að þekja stóran hluta hins margboðaða og umdeilda múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó með sólarrafhlöðum. Þetta kom fram í samtali forsetans við fréttafólk um borð í forsetaþotunni á...
14.07.2017 - 01:23

Afgönsku stúlkurnar fá að vera með

Hópur afganskra unglingsstúlkna sem neitað var um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna til að taka þar þátt róbótakeppni hefur nú fengið heimild til að fara þangað. Skipuleggjendur keppninnar greindu frá þessu í gærkvöld. 
13.07.2017 - 08:30