Gjaldþrota vegna gallaðra öryggispúða

Japanski varahlutaframleiðandinn Takata hefur óskað eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum og að verða tekið til gjaldþrotaskipta í heimalandinu. Fyrirtækið á yfir höfði sér lögsóknir og háar fjárkröfur vegna gallaðra öryggispúða sem hafa orðið...
26.06.2017 - 08:58

Flýja undan skógareldum í Utah

Fimmtán hundruð manns hafa orðið að flýja að heiman í Utah í Bandaríkjunum vegna kjarr- og skógarelda. Um það bil eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana, sem brenna á 174 ferkílómetra svæði. Þeim varð nokkuð ágengt í gær í baráttu við eldana...
26.06.2017 - 07:29

Brutust inn í opinberar vefsíður

Brotist var inn í nokkrar opinberar vefsíður í Ohio-fylki Bandaríkjanna í dag og þær látnar sýna áróður fyrir hið svokallaða Íslamska ríki. Þar á meðal var vefsíða ríkisstjórans, Johns Kasichs. Skilaboðin eru sett fram á svartan bakgrunn og stendur...
26.06.2017 - 01:35

„Átrúnaður“ á Edward Snowden fjölgar lekum

Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, segir að stemma þurfi stigu við upplýsingalekum á leynilegum gögnum til almennings. Hann kennir átrúnaði á uppljóstraranum Edward Snowden um aukna tíðni upplýsingaleka. Guardian greinir frá...
25.06.2017 - 00:27

Sakar Obama um aðgerðarleysi vegna Rússa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakar forvera sinn, Barack Obama, um aðgerðarleysi vegna meintra afskipta Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Trump segir að Obama vissi vel af afskiptunum en hafi ekki gert neitt í þeim. Hann segir...
24.06.2017 - 23:25

Efins um hlutleysi Muellers

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir efasemdum um hlutleysi Roberts Muellers, sem fer með rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra. Hann sagði að vinátta hans við James Comey væri truflandi, en Comey...
24.06.2017 - 06:38

Cosby heldur borgarafundi um kynferðisofbeldi

Gamanleikarinn Bill Cosby hyggst halda borgarafundi víða um Bandaríkin í næsta mánuði. Guardian greinir frá þessu. Þar ætlar hann að ræða við ungt fólk um kynferðisofbeldi - þá helst, miðað við orð talsmanna hans, hvernig á að forðast að vera...
23.06.2017 - 04:42

Yellowstone-grábirnir úr útrýmingarhættu

Grábirnir sem halda til í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum eru ekki lengur á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Frá þessu greindu bandarísk stjórnvöld í gær. Dýraverndurnarhópar gagnrýna ákvörðunina og segja hana of snemmbæra.
23.06.2017 - 03:48

Stefna Trump fyrir brot á upplýsingalögum

Tvenn samtök sem hafa eftirlit með starfsemi bandarískra stjórnvalda stefndu Bandaríkjaforseta og skrifstofu forsetans í gær. Starfsfólki forsetans er gefið að sök að nota skilaboðaforrit sem senda dulkóðuð skilaboð sín á milli, á borð við Signal og...
23.06.2017 - 03:24

Banna innflutning á brasilísku nautakjöti

Bandaríkin ætla ekki að flytja inn ferskt nautakjöt frá Brasilíu af heilbrigðisástæðum. Innflutningsbannið verður í gildi þar til gripið verður til viðunandi ráðstafana, segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna.
23.06.2017 - 01:12

Trump segist ekki hafa tekið upp Comey

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa tekið upp samtöl sín við James Comey, fyrrum forstjóra Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. Þetta segir hann á Twitter. Hann hafði áður komið af stað orðrómi annars efnis með annarri færslu á...
23.06.2017 - 01:15

Vísindamenn klóra sér í hausnum yfir furðudýri

Sjaldgæf sjávarlífvera sem líkist einhvers konar glæru sæbjúga þyrpist nú við vesturströnd Bandaríkjanna í milljónatali. Vísindamenn klóra sér í hausnum yfir óvenjulegu atferli dýranna og standa í ströngu við rannsóknir, en sjómenn urðu fyrir nokkru...
22.06.2017 - 06:23

Blóðrauður maí í Mexíkó

Maímánuður á þessu ári var blóðugasti mánuður í Mexíkó frá því yfirvöld hófu að taka saman gögn um morð í landinu. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Alls voru 2.186 myrtir í mánuðinum samkvæmt skýrslu almannaöryggisráðs landsins. 
22.06.2017 - 04:52

Fengu tilkynningu um áratugagamlan skjálfta

Fréttamiðlar við vesturströnd Bandaríkjanna urðu heldur hissa þegar tilkynning barst frá jarðfræðistofnun Bandaríkjanna um stóran jarðskjálfta undan strönd Santa Barbara. Enginn hafði fundið fyrir skjálftanum, sem átti að hafa mælst 6,8 að stærð...
22.06.2017 - 02:36

Reyndu að brjótast í kosningakerfi í 21 ríki

Rússneskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvukerfi í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segir í vitnisburði Samuels Liles, sem er embættismaður hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Washington Post greindi frá þessu...