Mótmæltu afstöðu Trumps til loftslagsmála

Tugir þúsunda sýndu loftslagsvísindum samstöðu í fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag. Fólkið var einnig saman komið til þess að mótmæla afstöðu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, gagnvart loftslagsmálum.
30.04.2017 - 00:34

Trump hélt að starfið yrði auðveldara

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að 100 fyrstu dagarnir í forsetatíð hans sé eitthvert stórkostlegasta tímabilið í sögu Bandaríkjanna. Í dag eru 100 dagar frá embættistöku Trumps.
29.04.2017 - 14:51

Segir skotið vanvirðingu við Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að misheppnað eldflaugaskot Norður-Kóreu í gærkvöld sé vanvirðing við Kína. Staðan á Kóreuskaga var rædd í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær, örfáum klukkustundum áður en flauginni var skotið á loft.
29.04.2017 - 14:34

Fyrstu 100 dagar Donalds J. Trumps

Forsetar Bandaríkjanna hafa oftar en ekki verið umdeildir. Það stefnir í að Donald J. Trump verði ekki nein undanteking þar á en fyrstu 100 dagar hans í starfi hafa verið mjög áhugaverðir. Ýmsir miðlar hafa tekið saman helstu atburði frá því að...
29.04.2017 - 14:26

Mislingafaraldur í Minnesota

Yfir þrjátíu mislingatilfelli hafa greinst í Minnesotaríki Bandaríkjanna síðustu daga. Tilfellin voru einangruð við eina sýslu, en heilbrigðisyfirvöld staðfestu við CBS fréttastöðina í Minnesota að sjúkdómurinn hafi greinst í fjórum sýslum. Í öllum...
29.04.2017 - 04:48

Olíuborun leiði til þúsunda nýrra starfa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði tilskipun í kvöld þess efnis að minnka hömlur á olíuborun í Norður-Íshafi og Atlantshafi. Hann vonast til þess að tilskipunin búi til þúsundir starfa og gefi bandaríska orkuiðnaðnum lausan tauminn.
29.04.2017 - 00:55

Samþykktu útgjaldafrumvarp til skamms tíma

Bandaríkjaþing samþykkti í dag frumvarp til ríkisútgjalda í eina viku og kom þar með að ríkisstofnunum yrði lokað vegna fjárskorts um sömu mundir og Donald Trump hefur setið í hundrað daga á forsetastóli.
28.04.2017 - 22:19

Rússar mótmæla NATO-fundi

Rússar mótmæla fundi Atlantshafsbandalagsríkja á Svalbarða og segja að hann brjóti gegn anda Svalbarðasamkomulagsins frá árinu 1920. Fundurinn sé ögrandi aðgerð og geti aukið á spennu milli Rússlands og NATO í norðri.
28.04.2017 - 09:13

Líkur á hörðum átökum við Norður-Kóreu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir líkur á gríðarlegum hernaðarátökum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorku- og flugskeytatilrauna þeirra. Sjálfur segist hann frekar vilja setjast að samningum við ríkið. Þá vill Trump að Suður-Kórea greiði fyrir...
28.04.2017 - 05:18

Sammála um að endursemja um NAFTA

Mexíkó, Kanada og Bandaríkin hafa komist að samkomulagi um að semja um fríverslunarsamning ríkjanna, NAFTA, upp á nýtt. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gærkvöld. Í yfirlýsingunni segir að Donald Trump, forseti, hafi ákveðið að...
27.04.2017 - 05:46

Obama fær 400 þúsund dali fyrir ræðuhöld

Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, þiggur 400 þúsund Bandaríkjadali fyrir það eitt að halda ræðu á þingi sem Cantor Fitzgerald, fjárfestingabanki á Wall Street heldur. Frá þessu greinir New York Times. 400 þúsund dalir eru jafnvirði ríflega...
26.04.2017 - 20:52

Leikstjóri Silence of the Lambs látinn

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn og leikstjórinn Jonathan Demme er látinn 73 ára að aldri. Blaðafulltrúi hans greindi frá þessu í dag. 
26.04.2017 - 16:17

Trump vill endurskoða verndarsvæði

Ofan á endurskoðanir sínar á reglugerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum ætlar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að undirrita tilskipun þess efnis að endurmeta þau landsvæði sem fyrri forsetan hafa gert að verndarsvæðum. Tilskipunin á að...
26.04.2017 - 06:38

Landamæramúrinn felldur úr fjárlögum

Landamæramúrinn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna verður ekki á fjárlögum Bandaríkjanna. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Fjárlögin verða að komast í gegnum þingið á föstudag.
26.04.2017 - 06:07

Segir dómstóla gengna af göflunum

Dómari í San Francisco úrskurðaði í gær að tilskipun Bandaríkjaforseta um að frysta opinberar greiðslur til svokallaðra griðaborga væri ólögleg. Griðaborgir eru þær borgir þar sem ólöglegir innflytjendur fá að búa og starfa óáreittir af yfirvöldum.
26.04.2017 - 03:08