Costco fær leyfi fyrir fleiri bensíndælum

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt að veita Costco leyfi fyrir fjölgun á bensíndælum. Dælurnar eru nú tólf en verða sextán eftir fjölgun. Samkvæmt deiliskipulagi Kauptúns er heimild fyrir fjórum dælueyjum, með fjórum dæluslöngum á hverri þeirra.
27.06.2017 - 14:49

Taldi Forlagið geta farið í hefndaraðgerðir

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að því beri ekki að afhenda Forlaginu trúnaðargögn í máli bókarisans. Samkeppniseftirlitið taldi að yfirburðir Forlagsins væru það miklir að það gæti beitt...
26.06.2017 - 14:38

Gjaldþrota vegna gallaðra öryggispúða

Japanski varahlutaframleiðandinn Takata hefur óskað eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum og að verða tekið til gjaldþrotaskipta í heimalandinu. Fyrirtækið á yfir höfði sér lögsóknir og háar fjárkröfur vegna gallaðra öryggispúða sem hafa orðið...
26.06.2017 - 08:58

Segir ekkert sanna að bætiefnin virki

Forstjóri Olís segir engar óháðar rannsóknir liggja fyrir um gæði bætiefnis sem sett eru í eldsneyti á dælum. N1 setur 0,03 prósent af bætiefni í sitt eldsneyti, frá sama framleiðanda og Costco kaupir af. Costco setur 0,04 prósent af bætiefni í sitt...
23.06.2017 - 12:24

Bætiefni blandað í eldsneyti frá Costco

Bensínið í Costco er öðruvísi en á öðrum bensínstöðvum. Í það er bætt örlitlu magni af efni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Heilbrigðiseftirlitið lét Umhverfisstofnun vita af málinu og greindi hún efnið og úrskurðaði það skaðlaust fyrir...
22.06.2017 - 18:00

Svíar vara við þyrilsnældum

Neytendastofa í Svíþjóð varar við vinsælum leikföngum, sem hafa fengið íslenska nafnið þyrilsnældur. Athygli er vakin á því að þær hafi valdið slysum erlendis. Síðustu daga hefur stofnunin stöðvað sölu 45 þúsund snælda, sem ekki hafa...
22.06.2017 - 13:42

Fólki gert auðveldara að skipta um banka

Arion banki og Samkeppniseftirlitið hafa náð sátt um aðgerðir til að stuðla að virkari samkeppni viðskiptabanka. Þar með hefur Samkeppniseftirlitið samið við tvo af þremur viðskiptabönkum, en samningar við Íslandsbanka eru á lokastigi.
21.06.2017 - 12:59

„Algjörlega óþolandi“

„Það er algjörlega óþolandi ef að verslunin í landinu er að reyna að koma aftan að neytendum.“ Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Samtökin  hafa nú hafið rannsókn á því hvort stjórnendur smásöluverslana reyni að blekkja neytendur með því að...
15.06.2017 - 22:21

Verslanir fá ekki að vita af verðkönnun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að verðlagseftirlit ASÍ reyni sífellt að tryggja að verðkannanir þess gefi rétta mynd af verðlagi. Verslanir fái ekki upplýsingar um það hvenær verðkannanir eru gerðar.
15.06.2017 - 20:47

Segja Bónus hagræða verðlagningu

Fyrrverandi verslunarstjóri Bónuss segist hafa fengið fyrirmæli um að lækka verð á vörum þegar verðkannanir voru gerðar. Einnig hafi verði verið breytt oft á dag, allt eftir því hversu mikið var að gera. Framkvæmdastjóri Bónuss vísar þessu á bug.
15.06.2017 - 19:45

„Það verða miklar hræringar“

Það eru fjórir meginþættir sem ráða vali viðskiptavinar á því hvar hann verslar: Verðið skiptir mestu, svo eru það gæðin. Þá er það upplifunin, eða úrvalið í viðkomandi verslun. Loks tíminn sem fer í að versla. Þessir þættir stýra neytandanum og...
14.06.2017 - 13:14

Costco gæti stuðlað að meiri verðlækkun matar

Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu býst við að verð á matvöru haldi áfram að lækka og útilokar ekki að aukin samkeppni með tilkomu Costco sé hluti skýringarinnar. Verðkönnun RÚV leiðir í ljós að vörukarfan sé ódýrari í Bónus og í Krónunni en í...
13.06.2017 - 11:58

Ekki hissa á að Bónus sé ódýrara en Costco

Formaður Neytendasamtakanna segir að það komi sér ekki á óvart að verð hafi verið lægri í Bónus og Krónunni en í Costco í verðkönnum RÚV. Costco leggi áherslu á að selja merkjavöru í mat og þeirra eigið merki sé hágæðavara. Í verðkönnuninni var...
13.06.2017 - 08:38

Bónus og Krónan ódýrari en Costco

Einingarverð fjörutíu vörutegunda, sem valdar voru í verðkönnun RÚV, er samanlagt lægra í Bónus og Krónunni en í Costco. Vöruúrvalið í Costco er jafnframt minna því 9 vörutegundir af þeim 49 sem kanna átti voru ekki til þar. Stærð pakkninga gerir...
13.06.2017 - 07:00

Auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði

Samkeppniseftirlitið og Landsbankinn hafa sæst á að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað. Markmiðið er að auka aðhald og efla samkeppni en eftirlitið á í viðræðum við aðra banka um sömu aðgerðir.
12.06.2017 - 20:10