Einn lést í mótmælum í dag - 32 fallnir í allt

Einn ungur maður lést í átökum í framhaldi af mótmælum gegn stjórn Nicolasar Maduros, Venesúelaforseta, í höfuðborginni Caracas í dag. Þar með hafa 32 týnt lífinu í mótmælum og átökum síðustu vikna í Venesúela. Þar fóru víða fram fjölmenn og afar...

Barist á götum Ríó

Lögregla í Ríó í Brasilíu skaut tvo menn til bana í gærkvöld. Báðir eru taldir hafa verið í glæpagengjum sem tekist hafa á að undanförnu um yfirráð yfir eiturlyfjamarkaðinum í borginni.

Prestur og fjórir lærisveinar sekir um morð

Prestur sem stjórnaði særingarathöfn sem leiddi 25 ára gamla, tveggja barna móður til dauða í Níkaragva var í gær dæmdur sekur um morð að yfirlögðu ráði. Fjórir lærisveinar klerksins fengu sama dóm. Allir neita þeir sök og segja konuna hafa verið...

Hörð mótmæli halda áfram í Venesúela

Hörð og fjölmenn mótmæli gegn Nicolas Maduro og stjórn hans halda áfram í Venesúela. Á þriðjudag fjölmenntu andstæðingar hans út á þjóðvegi og breiðgötur stærstu borga og bæja og stöðvuðu alla umferð um lengri og skemmri tíma til að mótmæla nýjasta...
03.05.2017 - 04:15

Maduro vill að þjóðin komi að stjórnarskrá

Forseti Venesúela vill nýja stjórnarskrá í landinu sem skrifuð verður af þjóðinni, en ekki af stjórnmálaflokkum. Þannig kemst hann framhjá því að láta það í hendur þingsins, þar sem andstæðingar forsetans eru í meirihluta.  Nicolas Maduro greindi...
02.05.2017 - 01:57

Rannsaka dularfullan dýradauða í El Salvador

Saksóknari í El Salvador hefur hafið rannsókn á grunsamlegum dauða púmu og apaunga í ríkisdýragarðinum í höfuðborginni San Salvador í síðustu viku. Yfirvöld grunar að dýrin hafi veikst og drepist úr vanrækslu. Dauði sebrahests í garðinum fyrr í...
30.04.2017 - 13:02

Ólæti eftir allsherjarverkfall í Brasilíu

Mikil ólæti brutust út í Brasilíu í kvöld eftir fyrsta allsherjarverkfall landsins í yfir tvo áratugi. Mótmælendur kveiktu í strætisvögnum og bílum í miðborg Rio de Janeiro. Kveikt var í vegatálmum sem mótmælendur höfðu sett upp og skemmdir voru...
28.04.2017 - 23:41

Of gömul fyrir ellilífeyrinn

Maria Félix gat ekki fengið ellilífeyrinn sinn greiddan í þrjá mánuði. Bankinn hennar taldi hana of gamla til þess að geta fengið nauðsynlegt bankakort til þess að geta nýtt lífeyrinn. Félix verður 117 ára í júlí.
27.04.2017 - 06:15

Mannfall í mótmælum í Venesúela - Myndskeið

Þrír stjórnarandstæðingar féllu í dag í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela. Nokkrir til viðbótar særðust alvarlega. Þúsundir landsmanna tóku þátt í aðgerðunum til að reyna að knýja Nicolas Maduro og stjórn hans til að fara frá. Aðgerðirnar hafa...
24.04.2017 - 22:49

Öflugur skjálfti í Chile í kvöld

Öflugur jarðskjálfti, 7,1 að stærð, varð í kvöld í miðhluta Chile. Upptökin voru undan strönd ferðamannabæjarins Valparaiso, á um það bil 9,8 kílómetra dýpi. Fólk sem býr í grennd við upptökin var hvatt til að forða sér ef flóðbylgja skyldi myndast.
24.04.2017 - 22:20

21 hefur dáið í mótmælum og uppþotum

Kona sem meiddist illa þegar hún tók þátt í göngu til stuðnings Nicolasi Maduro og stjórn hans í Caracas í vikunni, lést í gær af sárum sínum. Hún er 21. fórnarlamb blóðugra mótmæla, uppþota og átaka sem staðið hafa linnulítið í Venesúela frá því...

Níu myrtir í blóðbaði í Brasilíu

Níu menn, þar á meðal prestur, voru myrtir í miklu blóðbaði í afskekktu héraði í vesturhluta Brasilíu fyrir skemmstu. Lögregla hefur upplýst að hvort tveggja skotvopnum og eggvopnum hafi verið beitt við illvirkið. Í brasilískum fjölmiðlum er greint...

Skjálfti upp á 5,9 skók Chile

Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 skók Chile um hálf þrjúleytið í nótt, að íslenskum tíma, rúmlega hálf tólf í gærkvöldi að staðartíma. Upptök skjálftans voru á tæplega 10 kílómetra dýpi, um 42 kílómetra undan Chileströnd, vestur af borginni Valparaiso...
23.04.2017 - 05:25

Mótmæli gegn skipaskurði stöðvuð af lögreglu

Lögregla í Níkaragva stöðvaði á laugardag fyrirhuguð mótmæli þúsunda bænda og fleiri íbúa hinna dreifðari byggða gegn áætlunum stjórnvalda um gerð skipaskurðar gegnum landið þvert. Fjölmennt lið lögreglumanna setti upp vegatálma og stóð í vegi fyrir...
23.04.2017 - 03:43

Fjölmenn en þögul mótmæli gegn ofbeldi

Tugir þúsunda tóku þátt í þöglum mótmælum í Venesúela í dag til að minnast þeirra sem dáið hafa í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum þar í landi síðustu þrjár vikurnar. Hvítklæddir mótmælendur söfnuðust saman í fjölda borga og bæja og fylktu þegjandi...
23.04.2017 - 00:19