Mótmælendur stöðvaðir í Cracas

Lögreglu og mótmælendum lenti saman í dag í Caracas, höfuðborg Venesúela. Mótmælendur ætluðu að komast að utanríkisráðuneytinu, en öryggissveitir lögreglunnar hindruðu för þeirra.
31.05.2017 - 21:31

FARC fær lengri frest til afvopnunar

Afvopnun skæruliðahreyfingarinnar FARC hefur verið frestað um 20 daga. Til stóð að FARC afvopnaðist í dag. Skæruliðarnir verða almennir borgarar eftir 60 daga. AFP fréttastofan hefur eftir Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, að frestunin hafi...
30.05.2017 - 06:16

Harkan eykst í mótmælum í Venesúela

Andstæðingar Nicolas Maduros, forseta Venesúela, flykktust á götur höfuðborgarinnar Caracas í þúsundatali í dag til að mótmæla fyrirhuguðum stjórnkerfisbreytingum sem færa forseta frekari völd. Dagleg mótmæli hafa verið á götum stærstu borga...
30.05.2017 - 01:08

Tróðust undir á leiðinni á leikinn

Fjórir létust og 15 eru slasaðir eftir troðning við knattspyrnuvöll í Hondúras í gær. Lögregla segir of marga hafa reynt að komast að horfa á leik sem fór fram á þjóðarleikvangnum í Tegucigalpa. Hundruð reyndu að troða sér í gegnum hlið til að...
29.05.2017 - 06:40

„Stýran“ handsömuð í El Salvador

Öryggissveitir í El Salvador höfðu hendur í hári „Stýrunnar,“ sem strauk úr fangelsi í Gvatemala fyrir rúmum tveimur vikum. Þar afplánaði hún 94 ára dóm fyrir að stýra glæpagengi sem sérhæfir sig í mannránum og leigumorðum.

200 þúsund mótmæltu í Venesúela

Áætlað er að um tvö hundruð þúsund manns hafi í gær tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum í Venesúela, fimmtugasta daginn í röð. Sums staðar sauð upp úr þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Í höfuðborginni Caracas og víðar beitti...
21.05.2017 - 09:39

Temer formlega sakaður um samsæri og spillingu

Ríkissaksóknari Brasilíu hefur formlega sakað Michel Temer, forseta landsins, um að brugga samsæri með samherja sínum í ríkisstjórninni um að þagga niður í vitnum og reyna að hindra rannsókn á viðamiklu spillingarmáli. Ásakanirnar byggja á því sem...
20.05.2017 - 03:53

6 fórust í sprengingum í skipasmíðastöðvum

Minnst sex fórust og á þriðja tug slösuðust í sprengingum sem urðu í tveimur skipasmíðastöðvum í borginni Cartagena í Kólumbíu í gær. Orsök sprenginganna er óljós en lögregla upplýsir að unnið sé að rannsókn á því, hvort um slys eða hryðjuverk hafi...
18.05.2017 - 03:04

42 fallnir í Venesúela

17 ára piltur og tveir karlmenn á fertugsaldri voru skotnir til bana þegar þeir tóku þátt í mótmælum gegn Nicolas Maduro og stjórn hans í Venesúela í gær og dag. Þar með hafa 42 týnt lífi í atburðum tengdum þessari nýjustu mótmælabylgju, sem staðið...
17.05.2017 - 00:43

Öldungar mótmæla forseta Venesúela

Lögregla beitti táragasi gegn öldruðum mótmælendum víða í Venesúela í gær. Efnahagslægðin í landinu hefur komið verulega illa við eldra fólk og þótti mörgum nú nóg komið. Þúsundir eldri borgara flykktust á götur Caracas og annarra stærri borga...
13.05.2017 - 03:13

Sú eina sem talar tungumál þjóðar sinnar

89 ára gömul kona í Chile er eina manneskja sem eftir er í veröldinni sem getur talað fornt tungumál þjóðar sinnar, Yaghan í héraðinu Tierra del Fuego, sem er syðsta byggða ból jarðar.
12.05.2017 - 22:43

Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu

Brasilísk heilbrigðisyfirvöld hafa aflýst neyðarástandi vegna Zika veirunnar. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Tilfellum sjúkdómsins hefur fækkað hratt undanfarið, eða um 95% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
12.05.2017 - 03:46

Segir kúkasprengjur vera efnavopn

Yfirvöld í Venesúela saka mótmælendur sem kasta mannaskít í óeirðarlögreglu um að beita efnavopnum. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Marielys Valdez, yfirmanni rannsóknardeildar dómsmálaráðuneytisins. 
12.05.2017 - 03:18

„Stýran“ strauk úr 94 ára afplánun

Öryggissveitir í Gvatemala gera nú dauðaleit að leiðtoga leigumorðingasveitar sem strauk fyrir nokkrum dögum úr fangelsi norður af Gvatemalaborg. Leiðtoginn heitir Marixa Lemus, hún er 45 ára, gengur undir viðurnefninu „Stýran“, eða „La Patrona“ á...
12.05.2017 - 01:48

Segir ásakanir gegn sér skrípaleik

Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, segir ásakanir gegn sér um spillingu vera algjöran skrípaleik. Nafn hans er það stærsta í umfangsmiklu spillingarmáli sem tengist ríkisolíufyrirtækinu Petrobras, þar sem milljarðar dala fóru manna á milli...
11.05.2017 - 05:30