Segir uppsögn brjóta samkomulag frá 2007

Formaður Landssambands lögreglumanna er ósáttur við að yfirlögregluþjóni á Blönduósi hafi verið sagt upp störfum. Hann segir að uppsögnin brjóti samkomulag sem gert var við dómsmálaráðherra árið 2007. 
22.05.2017 - 16:17

„Troðið ofan í fólk með smjöri og kartöflum“

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagrýndu hvernig staðið var að breytingum á umdeildu áfengisfrumvarpi og að aðrar þingnefndir skyldu ekki hafa fengið tækifæri til að skila nefndaráliti þrátt fyrir að óskað hefði verið eftir því. Sumar nefndir hefðu...
22.05.2017 - 15:39

Ekkert í staðinn fyrir skerta fæðingarþjónustu

Meira álag og fjárhagsáhyggjur fylgja því að eignast barn, fyrir þá sem eru búsettir þar sem er ekki fæðingarþjónusta. Þetta segir móðir á Patreksfirði. Ekkert hafi komið í staðinn fyrir fæðingarþjónustuna þar og ábyrgðinni verið varpað á foreldra.
22.05.2017 - 15:33

Gangsetning gengur hægt en örugglega

Kveikt var upp í ofni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík síðdegis í gær. Að sögn Kristleifs Andréssonar, öryggis- og umhverfisstjóra fyrirtækisins, hefur gangsetningin gengið hægt en örugglega. Stöðvun hafi staðið lengi og því geti tekið allt...
22.05.2017 - 14:46

Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Honum hafði verið gefið að sök að hafa stungið annan karlmann með hníf þann 5. nóvember síðastliðinn í húsi við Kaldasel í Reykjavík. Þar voru þeir við drykkju...
22.05.2017 - 14:28

Sjaldnast ásetningsbrot í dýraverndarmálum

„Það er oftast þannig í dýraverndarmálum að þar eru ekki ásetningsbrot heldur annað sem liggur að baki eins og veikindi,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir, um vörslusviptingu sem gerð var hjá frístundabónda á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði....
22.05.2017 - 14:26

Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn

Þjóðaröryggisráð Íslands hélt sinn fyrsta fund í dag. Ráðinu er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er formaður ráðsins. Hann segir það eitt af lykilhlutverkum þess að leggja...
22.05.2017 - 13:37

Réttað yfir Agnesi og Friðriki á nýjan leik

Réttarhöldin sem enduðu með aftöku Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar, verða endurvakin í haust með alvöru dómurum, verjendum og saksóknara. Stuðst verður við upprunaleg dómsskjöl úr málinu frá 1830, en málið rakið með nútímaréttarfari.
22.05.2017 - 13:30

Vilja strætó á Akureyrarflugvöll

Flugfélag Íslands hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöld á Akureyri að koma á reglulegum strætisvagnaferðum til og frá Akureyrarflugvelli. Bæjarfulltrúar eru jákvæðir gagnvart hugmyndinni.
22.05.2017 - 13:40

Malbikunarflokkur flúði þrisvar út vegna hita

Malbikunarflokkur þurfti í þrígang að yfirgefa Norðfjarðargöng í svokölluðum flóttabílum þegar aðstæður urðu ískyggilegar vegna hita og ólofts. Ekki var hægt að treysta á náttúrlegt loftstreymi til að loftræsta göngin enda átti það til að snúast við...
22.05.2017 - 12:57

Ætla ekki að bregðast við verði Costco

Hlutabréf í olíufélögunum snarlækkuðu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir að Costco selji eldsneyti á kostnaðarverði til að fá fólk inn í vöruhúsið, olíufélögin geti ekki keppt við það.
22.05.2017 - 12:43

Sólbaðsstofa óstarfhæf eftir raftruflanir

Sólbaðstofan Bronz á Egilsstöðum er nú lokuð og vísa þarf öllum viðskiptavinum frá. Héraðsmenn og nærsveitungar hafa ekki komist þar í sólbað síðan miklar rafmagnstruflanir urðu sums staðar á Suður- og Austurlandi síðasta miðvikudag.
22.05.2017 - 12:39

Raungengi krónu ekki sterkara í 37 ár

Raungengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur ekki verið sterkara frá árinu 1980. Þetta segir forstöðumaður greiningardeildar Arion-banka. Iðnfyrirtæki, sjávarútvegur og sprotafyrirtæki finni mest fyrir þessu. Bandaríkjadalur kostar nú minna...
22.05.2017 - 12:36

Ölvaður ók á hús

Íbúar í húsi á Suðurnesjum vöknuðu við mikinn dynk í fyrrinótt þegar ölvaður ökumaður ók á hús þeirra. Þeir sáu á eftir bílnum er honum var ekið frá húsinu. Lögregla handsamaði ökumanninn skömmu síðar. Hann játaði að hafa ekið á húsið undir áhrifum...
22.05.2017 - 11:19

Tryggja verði sambærileg kjör í kjölfar Brexit

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir  að það sé forgangsmál í ráðuneyti hans að tryggja Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum sambærileg kjör eða betri gagnvart Bretlandi í kjölfar Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
22.05.2017 - 11:09