Hótelbyggingin KEA frestast - lóðin sígur

Útlit er fyrir að bygging á nýju hóteli KEA, í innbænum á Akureyri, frestist um heilt ár. Hluti lóðarinnar sígur stöðugt og á meðan er ekki hægt að hefja þar framkvæmdir. Að öðru leyti segir framkvæmdastjóri KEA áformin um nýtt hótel óbreytt.
16.08.2017 - 15:05

Lerkisveppir og furusveppir í uppáhaldi

Sveppatíðin stendur sem hæst um þessar mundir og ættu flestir matsveppir að vera orðnir tilbúnir til tínslu. Næturfrost getur verið varasamt og skemmt þau aldin sem upp eru komin. Lerkisveppir og furusveppir eru í uppáhaldi hjá sveppafræðingnum...
16.08.2017 - 15:35

Laxeldi: Vilja sanngirni fyrir íbúa við Djúpið

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á sjávarútvegsráðherra að horfa til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum þegar ákvarðanir verði teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.
16.08.2017 - 15:13

Reykjarmökkur vegna bilaðrar hringekju

Töluverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík í dag. Öryggisstjóri fyrirtækisins segir að þessi reykur sé skaðlaus - hann komi ekki frá ofni verksmiðjunnar.
16.08.2017 - 15:12

Handtekinn eftir að hafa hótað að skjóta fólk

Sérsveit lögreglu, ásamt almennri lögreglu og slökkviliði, var send að skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag eftir að leigjandi í húsinu hótaði að vinna fólki mein með skotvopni. Að sögn Sævars Guðmundssonar,...
16.08.2017 - 15:02

Silfurbergsþjófar forðast landvörðinn

Landvörður í silfurbergsnámu í Norðanverðum Reyðarfirði segir að enn sé miklu stolið úr námunni, þrátt fyrir að landvörslu, þjófarnir komi utan hennar vinnutíma. Hún segir mikilvægt að svæðið sé vaktað enn frekar og að náman sé girt af. 
16.08.2017 - 14:21

Segja laun sauðfjárbænda lækka um 56%

Allt stefnir í að laun sauðfjárbænda verði 56% lægri á þessu ári en því síðasta og að nánast öll sauðfjárbú verði rekin með tapi. Þetta kemur fram í bréfi sem Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda hefur ritað alþingismönnum, og...
16.08.2017 - 14:03

Eldri borgarar vilja púttvöll

Eldri borgarar í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld að bærinn komi upp púttvelli í landi í eigu bæjarins. Í bréfi til bæjarstjóra, sem tæplega áttatíu íbúar undirrita, segir að það vanti tilfinnanlega púttvöll fyrir...
16.08.2017 - 13:54

Gengur illa að finna iðnaðarmenn á Bakka

Framkvæmdir við kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík eru nú á lokametrunum. Stefnt er að því að hefja framleiðslu undir lok árs. Búið er að ráða í flestar stöður, en erfiðlega gengur að ráða iðnaðarmenn og segir atvinnu- og menningarfulltrúi...
16.08.2017 - 13:39

Kerfill að eyðileggja jarðir í Fljótum

Kerfill hefur lagt undir sig á annað hundrað hektara lands í Fljótum. Úttekt Náttúrustofu Norðvesturlands sýnir að jarðir, sem áður voru nýttar til búskapar, eru svo til ónýtar af ágangi kerfils og nær vonlaust yrði að endurreisa þar búskap.
16.08.2017 - 12:41

Berlínarmúr í Borgartúni fær andlitslyftingu

Hafist verður handa í dag við endurgerð listaverks á hluta Berlínarmúrsins sem stendur við Borgartún. Íslensk veðrátta hefur farið óblíðum höndum um verkið.
16.08.2017 - 12:08

Þingmenn ekki í vettvangsferð í Helguvík

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fer ekki í vettvangsferð til að skoða aðstæður í kísiveri United Silicons í Reykjanesbæ, eins og Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, hafði farið fram á. Einar vildi að nefndin færi á vettvang til að...
16.08.2017 - 11:16

Skjálftahrina við Bláfjöll

Skjálftahrina hefur staðið yfir við Bláfjöll frá því um síðustu helgi. Þar mæltist skjálfti upp á 2,8 laust fyrir klukkan tíu í morgun og hafa nokkrir minni skjálftar mælst í kjölfarið.
16.08.2017 - 11:06

Úlfljótsvatn: Von á niðurstöðu í vikunni

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vonast til að niðurstaða út sýnatöku á Úlfljótsvatni verði ljós fyrir vikulok. Sú niðurstaðan mun þá leiða í ljós hvort orsök nóróveirusýkingar meðal skáta þar eigi rætur að rekja þangað, eða hvort þetta sé aðeins...
16.08.2017 - 10:41

Fólki fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum

Það þarf ekki að vinna 120 prósent vinnu til að geta safnað fyrir íbúð segir ung kona sem er nýflutt á Ísafjörð. Eftir áratugalanga fólksfækkun fjölgar fólki á ný á norðanverðum Vestfjörðum.
16.08.2017 - 10:19