AGS fagnar góðri efnahagsstöðu á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fagnar góðum árangri í hagstjórn hér á landi en varar við hættu á ofhitnun hagkerfisins og telur að auka þurfi aðhald í ríkisfjármálum.
22.06.2017 - 21:26

„Að vísu mun móðir mín á tíræðisaldri svelta“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, er ekki hrifinn af hugmyndum Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um að heimila verslunum að neita að taka við reiðufé. Það er eitt af því...
22.06.2017 - 21:21

Fimm byggingar fundnar í landnámsbæ á Stöð

Landnámsskáli í Stöðvarfirði er mun stærri en áður var talið og undir honum er enn eldri skáli sem gæti verið frá forstigi landnáms. Fimm byggingar hafa fundist við uppgröftinn og í gólfi elsta skálans fannst í gær munstraður silfurhringur....
22.06.2017 - 21:21

Nýr tónn en nákvæmlega eins og sá gamli

Rokksveitin Ham, með heilbrigðisráðherra og formann borgarráðs innanborðs, gaf út nýja plötu í dag. Ham-liðar segja að platan sé nýbylgjuplata og tónninn nýr, þó hann sé alveg nákvæmlega eins og sá gamli.
22.06.2017 - 21:17

Nöfn vottanna í máli Roberts Downeys ekki birt

Dómsmálaráðuneytið mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun lögfræðingsins Roberts Downeys, sem áður het Róbert Árni Hreiðarsson, þegar hann sótti um uppreist æru til ráðuneytisins í fyrra. Vottorð um góða hegðun frá tveimur „...
22.06.2017 - 20:50

Þjóðernishyggja lifir ágætis lífi hér á landi

Þjóðernishyggja hefur verið mun viðurkenndari í hefðbundnum íslenskum stjórnmálaflokkum en víðast annars staðar í Evrópu. Þess vegna hefur sérstökum þjóðernisfylkingum gengið verr að ná fótfestu hér á landi en annars staðar. Þetta segir prófessor í...
22.06.2017 - 20:24

Hópmálsóknum gegn Björgólfi vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi þremur hópmálsóknum fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Niðurstaða dómsins er sú að ekki sé hægt að líta svo á að allir aðilar að hópmálsóknunum hafi endilega átt...
22.06.2017 - 20:14

Gleymdist að kveikja á upptöku við yfirheyrslu

Heimilisofbeldismál hlaut aldrei efnislega meðferð fyrir dómi vegna vinnubragða lögreglu. Lögreglan gleymdi að ýta á upptöku á segulbandi við skýrslutöku yfir brotaþola og felldi rannsókn niður áður en kærufrestur var liðinn.
22.06.2017 - 19:17

Seðlabankinn ræður hvaða seðlar eru prentaðir

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi starfsmaður hjá Seðlabankanum, segir að tillaga um hvort hætt verði með 10 þúsund króna seðilinn og síðan 5 þúsund króna seðilinn sé Seðlabankans, ekki fjármálaráðherra. „Já, það...
22.06.2017 - 18:49

Hryðjuverkamenn nota Ísland sem þvottastöð

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að dæmi séu um að hryðjuverkamenn hafi flutt peninga til Íslands í þeim tilgangi að þvætta þá hér, áður en þeir eru notaðir til að kaupa vopn. Þetta sagði Benedikt í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í umræðum um...
22.06.2017 - 18:06

Bætiefni blandað í eldsneyti frá Costco

Bensínið í Costco er öðruvísi en á öðrum bensínstöðvum. Í það er bætt örlitlu magni af efni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Heilbrigðiseftirlitið lét Umhverfisstofnun vita af málinu, sem greindi efnið og úrskurðaði það skaðlaust fyrir bíla...
22.06.2017 - 18:00

Stöðva WOW Cyclothon vegna veðurs

Vegna yfirvofandi storms á Suðausturlandi hefur verið ákveðið að stöðva keppendur í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem ekki eru taldir líklegir til að verða komnir að Skaftafelli áður en slagviðri skellur á austan Öræfa og á sunnanverðum...
22.06.2017 - 18:00

Telur að gengi krónunnar hækki enn

Gengi krónunnar er enn ekki komið í jafnvægi, segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Hann telur að til lengri tíma litið eigi gengi hennar enn eftir að hækka. Ástæða þess hve krónan hafi styrkst mikið síðustu tvö ár, séu einkum...
22.06.2017 - 16:49

Með ólíkindum að ekki hafi orðið umferðarslys

Maður sem rændi apótek í Garðabæ 18. apríl vopnaður öxi og flúði svo undan lögreglu á bíl mun sæta gæsluvarðhaldi til 11. júlí hið minnsta. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í gær. Almannahagsmunir eru taldir krefjast...
22.06.2017 - 16:48

Vildu ekki að umdeild tillaga yrði auglýst

Umhverfis-og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa umdeilda breytingu á deiliskipulagi vegna nýbyggingar sem á að rísa á lóð Gamla garðs við Hringbraut en Minjastofnun hefur gagnrýnt tillöguna. Fulltrúar...
22.06.2017 - 16:11