Viðræður þokast í rétta átt

Haldinn var árangursríkur fundur í kjaradeilu sjúkraflutningamanna í gær og eru líkur á því að samningstilboð berist frá ríkinu í dag. Enn hefur engin uppsögn tekið gildi. 
24.05.2017 - 09:47

Hætta í tómstundastarfi vegna námsálags

Vísbendingar eru um að menntaskólanemendur hætti í auknum mæli í íþróttum og öðru tómstundastarfi vegna námsálags. Foreldrar hafa áhyggjur af því að stytting framhaldsskóla komi í veg fyrir að nemendur njóti námsins
24.05.2017 - 09:10

Innbyggð skekkja og breytt hegðun ferðamanna

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir margt skýra misræmi milli opinberra talna um fjölgun ferðamanna og fjölda gistinátta. Þar á meðal sé innbyggð skekkja í talningu ferðamanna en sennilega ráði aðrir þættir meiru um misræmið. Þar á meðal...
24.05.2017 - 08:13

Lítill stuðningur við einkarekstur

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands. Þetta á við hvort sem spurt er um rekstrarform sjúkrahúsa,...
24.05.2017 - 07:29

Ógnaði þremur með skrúfjárni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann við Grensásveg á öðrum tímanum í nótt. Hann er grunaður um að hafa ógnað þremur ungum mönnum með skrúfjárni. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í nótt grunaður um brot á vopnalögum, hótanir, vörslu...
24.05.2017 - 06:37

Kjararáð leiðréttir laun um 17 mánuði

Kjararáð hefur leiðrétt laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra 17 mánuði aftur í tímann eða frá 1. janúar á síðasta ári. Laun forstjóra Landsnets voru leiðrétt rúmt ár aftur í tímann á fundi ráðsins í síðustu viku. Orkumálastjóri sagði...
24.05.2017 - 06:36

Rigning sunnanlands seinnipartinn

Í dag er spáð austan kalda og dálítilli vætu. Reikna má með súldar- og þokulofti við sjávarsíðunua framan af en léttir víða til er líður á daginn, að því er fram kemur í pistli veðurfræðings Veðurstofunnar. Lítur út fyrir bjartviðri á Austfjörðum...
24.05.2017 - 06:23

Kvikmyndin Hrútar endurgerð í Ástralíu

Breska framleiðslufyrirtækið WestEnd Films hefur tryggt sér réttinn á að endurgera kvikmyndina Hrúta eftir Grím Hákonarson á ensku. Kvikmyndamiðillinn Variety greinir frá þessu. Kvikmyndin verður unnin í samstarfi við ástralska fyrirtækið WBMC.
24.05.2017 - 05:39

Stjórnvöld viðurkenni hússtjórnarnám

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað aflýsti námi næsta haust eftir að fulltrúar menntamálaráðuneytisins tjáðu forsvarsmönnum skólans að námið félli ekki að aðalnámskrá. Skólameistari skorar á stjórnvöld að viðurkenna stutt hagnýtt...
23.05.2017 - 23:03

Bændur nýta sér sterka krónu og byggja ný fjós

Mikil fjárfesting er í kúabúskap víða um land og í tveimur sveitarfélögum á Norðurlandi eru tæplega tuttugu ný fjós í bígerð. Þar nýta bændur sér sterka krónu og hagstætt verð á innfluttu byggingarefni. Þá kallar ný reglugerð á bættan aðbúnað.
23.05.2017 - 23:30

Formaður ÖBÍ bað stjórnina afsökunar

Ellen Calmon formaður Öyrkjabandalagsins fékk eina milljón króna úr sjóðum bandalagsins án þess að bera það undir stjórn og án þess að gerð hafi verið grein fyrir upphæðinni með réttum hætti í ársreikningi að mati endurskoðanda sem benti stjórninni...
23.05.2017 - 22:15

Brauð ekki gott fyrir endurnar

Fyrsti ungahópurinn er skriðinn úr eggjum við Reykjavíkurtjörn. Ungarnir voru níu talsins en núna eru bara sex eftir. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir aðstoð borgarbúa við að auka líkurnar á því að andarungar við Tjörnina komist á legg. Snorri...
23.05.2017 - 21:05

Flutti jómfrúarræðu um styttri vinnuviku

Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í dag og ræddi um styttingu vinnuvikunnar. Í ræðu sinni benti Karólína á að Kvennalistinn hafi sent frá sér þingsályktunartillögu um málið árið 1993 en...
23.05.2017 - 19:44

Minni líkur en meiri á árás hér á landi

Ríkislögreglustjóri segir ekki ástæðu til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi vegna árásarinnar í Manchester. Líkur á árás hér á landi séu minni en meiri þó ógnin færist sífellt nær.
23.05.2017 - 18:40

Ítalski ferðamaðurinn er látinn

Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi í gær, er látinn. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka en talið er að hann hafi fallið af reiðhjóli sínu á Nesjavallavegi vestan Dyrafjalla.
23.05.2017 - 18:09