Búast við slyddu eða snjókomu í dag

Í dag verður suðaustanátt, víða þrettán til átján metrar á sekúndu og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Það má búast við slyddu eða snjókomu um tíma suðvestan suðvestantil á landinu seint í dag.
28.04.2017 - 07:41

Ekki rykbundið í Reykjavík frá 2010

Aldrei hefur verið ráðist í að rykbinda vegna svifryks í Reykjavík seinustu sex ár – frá árinu 2010. Svifryksmengun hefur mælst yfir heilsuverndarmörkum níu sinnum á þessu ári – einu skipti sjaldnar en allt árið í fyrra.
28.04.2017 - 06:00

Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður

Karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku en brotin framdi maðurinn árið 2015. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fimmtudag. Í ákærunni segir saksóknari að maðurinn...
27.04.2017 - 23:03

Skíðamót Fossavatnsgöngunnar hafið

Skíðagöngur skíðamóts Fossavatnsgöngunnar hófust í dag á Seljalandsdal á Ísafirði. Fossavatnsgangan hefur verið haldin á Ísafirði í yfir 80 ár og er nú stærsta skíðamót landsins. Göngustjóri segir að við skipulagningu göngunnar séu búin til ýmsar...
27.04.2017 - 22:59

Ætlar að kaupa ný lyf fyrir á annan milljarð

Heilbrigðisráðherra segir von á um tveggja milljarða fjárveitingu til kaupa á nýjum lyfjum. Til greina komi að fara í samstarf við nágrannalöndin til þess að ná hagstæðum samningum við lyfjakaup.
27.04.2017 - 22:45

„Öllu kippt undan manni og ekkert eftir“

Hjón með þrjú börn sjá fram á að missa aleiguna vegna þess að lirfur veggjatítla hafa étið sig í gegnum timbur í húsinu þeirra. Að auki fannst mygla í þaki hússins. Fjölskyldan er nú heimilislaus.
27.04.2017 - 22:31

Grindavík tryggði sér oddaleik um titilinn

Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik gegn KR í úrslitaeinvígi úrvalsdeildar karla í körfubolta. KR var 2-1 yfir í einvíginu fyrir leikinn í Grindavík í kvöld og gat því með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð.
27.04.2017 - 21:42

HK Íslandsmeistari í blaki

Lið HK lagði í kvöld lið Aftureldingar í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki. HK er einnig Íslandsmeistari í blaki karla.
27.04.2017 - 21:36

Macron vinsælastur meðal Frakka á Íslandi

Emmanuel Macron hlaut flest atkvæði þeirra Frakka sem greiddu atkvæði í sendiráði Frakklands í Reykjavík síðasta sunnudag, í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Næstur honum kom vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélanchon og þar á eftir...
27.04.2017 - 20:54

Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Gróttu

Úrslitin réðust á lokasekúndunum þegar Grótta og Stjarnan mættust í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan tryggði sér oddaleik í einvíginu með eins marks sigri, 21-20. Leikurinn verður í Garðabæ á sunnudag.
27.04.2017 - 20:29

Telur líklegt að ekki verði af sjúkrahúsi

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, telur ólíklegt að það verði af byggingu á einkasjúkrahúsi í sveitarfélaginu. Hann átti fund fyrir nokkrum mánuðum með forsvarsmönnum MCPB ehf sem hafa haft hug á sjúkrahúsrekstri í sveitarfélaginu. „[...
27.04.2017 - 20:02

Hærri skattur heppilegri

Hærri virðisaukaskattur mun örugglega draga eitthvað úr fjölgun ferðamanna til landsins og hægir á vexti ferðaþjónustunnar, segir Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði. Heppilegra sé að draga úr uppsveiflunni með því að hækka virðisaukaskattinn heldur en...
27.04.2017 - 19:34

Ráðherra vegi ómaklega að Fjölmennt

Menntamálaráðherra vegur ómaklega að Fjölmennt sem sinnir menntun fyrir fatlað fólk sem er yfir tvítugu. Þetta segir forstöðumaður Fjölmenntar. Ítrekað hafi verið óskað eftir fundi með ráðherra vegna fjárskorts. Útlit er fyrir að ekki verði lengur...
27.04.2017 - 19:27

Samruni á smásölumarkaði

Samkeppniseftirlitið stendur nú frammi fyrir miklum áskorunum sem lúta að samruna fyrirtækja á smásölumarkaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir miklar sviptingar á markaðinum. Íslensk fyrirtæki þjappi sér nú saman  til að...
27.04.2017 - 19:16

400 stelpur kynntu sér tækninám

Fjögurhundruð grunnskólastelpur mældu þol kjúklingabeina, bjuggu til rafmótor og spreyttu sig á forritun í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmiðið var að kveikja áhuga þeirra á tæknigreinum í skólanum.
27.04.2017 - 18:54