Bílvelta við Hæðarsmára

Bíll valt við Hæðarsmára um áttaleytið í kvöld. Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn á leið upp brekku þegar honum hvolfir. Tveir voru í bílnum og voru þeir komnir út úr honum af sjálfsdáðum þegar sjúkrabíll kom á...
11.06.2017 - 00:09

Leigjendur greiði ekki fyrir hærra íbúðaverð

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir að hækkun á leigu sé nauðsynleg vegna hærri útgjalda. Borgin muni koma til móts við leigjendur með því að hækka bætur. Forseti ASÍ segir að leigjendur eigi ekki að greiða fyrir hærra fasteignaverð - borgin eigi...
10.06.2017 - 19:15

Litagleði í miðbæ Reykjavíkur

Það er litrík stemming niðrí miðbæ Reykjavíkur því í klukkan 11 hófst litahlaupið eða The Color run - í Hljómskálagarðinum. Þetta er í þriðja sinn sem hlaupið er í Reykjavík. Á leiðinni hlaupa þátttakendur í gegnum litapúðursprengjur þannig að þeir...
10.06.2017 - 12:43

Félagsbústaðir standa ekki undir afborgunum

Borgarráð hefur samþykkt að hækka leigu hjá Félagsbústöðum um 5% umfram verðlagsbreytingar frá og með 1. ágúst. Ástæðan er að rekstur fyrirtækisins stendur ekki undir afborgunum lána á síðasta ári.
10.06.2017 - 12:21

Lokanir í miðbæ Reykjavíkur

Talsverðar lokanir verða á götum í miðbæ Reykjavíkur meðan á hlaupinu The Color Run stendur. Þess vegna getur fólk átt erfiðar með að komast leiðar sinnar á bíl í miðbænum milli klukkan níu og þrjú í dag. Fólk sem fer í hlaupið eða á annað erindi í...
10.06.2017 - 09:48

Flugkerfisbilun stöðvaði Mamma Mia

Hætta þurfti sýningu Mamma Mia í miðjum klíðum í gærkvöld. Slanga í flugkerfi á stóra sviði Borgarleikhússins sprakk, með þeim afleiðingum að 300 lítrar af glussa sprautuðust yfir stóran hluta sviðsins. Glussinn fór á tækja- og ljósabúnað, leikmynd...
10.06.2017 - 07:48

Rafmagnslaust í hluta Kópavogs

Rafmagnslaust er í stórum hluta Smárahverfis í Kópavogi vegna bilunar í háspennukerfi. Rafmagnið fór af Smáralind og svæði þar í kring. Unnið er að viðgerð. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum getur liðið klukkustund áður en rafmagn kemst aftur á...
04.06.2017 - 19:01

Dómur ómerktur vegna spurninga dómara

Hæstiréttur ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í erfðamáli þar sem tekist var á um eignarrétt yfir jörð í Hvalfjarðasveit. Hæstiréttur taldi að spurningar sem dómari lagði fyrir konu sem stefnt var í málinu gæfu konunni fullt tilefni til að...

„Mun berjast til hins ítrasta í þessu máli“

Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs segir að íbúar hafi mótmælt innri leið Sundabrautar og óvíst hvort hún hefði nokkurn tímann verið samþykkt. Borgaryfirvöld geti ekki beðið endalaust eftir því að ríkið ákveði sig með hvort það vill leggja...
30.05.2017 - 12:48

Hlauparinn við Helgafell fundinn

Hlauparinn sem björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitað að á og við Helgafell síðan um tíu í kvöld fannst rétt fyrir miðnætti. Hann er heill á húfi, en kaldur, segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Alls...
30.05.2017 - 00:10

Dómi yfir Malín áfrýjað

Tólf mánaða fangelsisdómi Malínar Brand fyrir tilraun hennar og systur hennar, Hlínar Einarsdóttur, til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og fyrir fjárkúgun gegn fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, hefur verið...

Áreitti konu með hundruðum símtala og skeyta

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í sex mánaða nálgunarbann. Á þeim tíma má maðurinn hvorki nálgast barnsmóður sína eða heimili hennar, hringja í hana eða hafa samband við hana með öðrum sambærilegum hætti. Rúmt ár er liðin síðan konan leitaði fyrst...

Lést eftir umferðarslys

Ökumaður bifhjóls sem lenti í árekstri í Álfhellu í Hafnarfirði síðdegis á miðvikudag er látinn. Bifhjól mannsins og pallbíll rákust saman. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést tveimur dögum síðar. Lögreglan á...
29.05.2017 - 13:59

Örtröð í Costco

Fjöldi fólks hefur notað sér frí úr vinnunni á uppstigningardag og lagt leið sína í verslunina Costco í Kauptúni í Garðabæ. Margir viðskiptavinir voru komnir þangað þegar verslunin var opnuð klukkan tíu í morgun. Stöðugur straumur bíla hefur legið...
25.05.2017 - 13:34

Ógnaði þremur með skrúfjárni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann við Grensásveg á öðrum tímanum í nótt. Hann er grunaður um að hafa ógnað þremur ungum mönnum með skrúfjárni. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í nótt grunaður um brot á vopnalögum, hótanir, vörslu...
24.05.2017 - 06:37