Tólf ára ökumaður ætlaði þvert yfir Ástralíu

Ástralska lögreglan stöðvaði tólf ára gamlan dreng sem ætlaði að keyra sjálfur frá austurströnd álfunnar til vesturstrandarinnar. Drengurinn hafði þá þegar lokið þúsund kílómetrum af svaðilförinni.
23.04.2017 - 11:47

Flóð á Nýja Sjálandi

Öllum íbúum bæjarins Edgecumbe á Norðureyju á Nýja Sjálandi var gert að yfirgefa heimili sín vegna flóða, 2.000 manns. Eins manns er saknað. 
06.04.2017 - 08:03

Lögðu hald á 903 kg af metamfetamíni

Lögregla í Melbourne í Ástralíu lagði nýlega hald á 903 kíló af metamfetamíni. Er þetta mesta magn sem fundist hefur af þessu hættulega fíkniefni á einu bretti þar í landi. Áætlað götuverð er tæplega 900 milljónir ástralíudala, ríflega 76 milljarðar...
05.04.2017 - 02:59

Varð að hætta við mettilraun

Ástralski ofurhuginn Lisa Blair varð í morgun að hætta tilraun sinni til að sigla ein síns liðs á skútu sinni í kringum Suðurskautslandið. Mastur skútunnar brotnaði í vonskuveðri, 40 hnúta vindi og sjö metra ölduhæð. 
04.04.2017 - 08:30

Skyndibitinn sendur heim með póstinum

Póstþjónustan í Nýja-Sjálandi hugsar út fyrir kassann í tilraun til að stemma stigu við minnkandi tekjum. Fyrirtækið er byrjað að senda mat frá skyndibitakeðjunni Kentucky Fried Chicken heim að dyrum.
04.04.2017 - 06:36

Vísindamenn hefja leit að tasmaníutígrum

Skipulögð leit er hafin að tasmaníutígrum í fylkinu Queensland í Ástralíu eftir að „trúverðugar“ ábendingar bárust um að sést hefði til þeirra þar. Tasmaníutígurinn hefur verið talinn útdauður í 80 ár þótt fólk haldi því reglulega fram að hann hafi...
28.03.2017 - 10:27

Debbie flokkuð sem náttúruhamfarir

Fellibylurinn Debbie, sem herjar á Queensland í norðvesturhluta Ástralíu, hefur verið skilgreindur sem náttúruhamfarir. Vindhraðinn sló í 75 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Nokkuð hefur dregið úr vindhraðanum síðustu klukkustundirnar.
28.03.2017 - 09:55

Hamfarastormurinn Debbie genginn á land

Fellibylurinn Debbie er genginn á land í Queensland í Norðaustur-Ástralíu og hamast þar á öllu sem fyrir verður af ógnarkrafti. Debbie er fjórða stigs fellibylur en enn er talin hætta á að hann sæki enn frekar í sig veðrið og falli í flokk fimmta...
28.03.2017 - 05:39

Fellibylur að skella á Queensland í Ástralíu

Tuttugu og fimm þúsund íbúum strandhéraða í Queensland í Ástralíu hefur verið sagt að forða sér að heiman vegna fellibyls sem kemur að landi í kvöld. Eitthvað er um að fólk neiti að fara.
27.03.2017 - 12:12

Sendiráðsstarfsmanni vísað frá Nýja-Sjálandi

Starfsmanni bandaríska sendiráðsins á Nýja Sjálandi var vísað úr landi vegna þess að lögreglan fékk ekki að taka af honum skýrslu í tengslum við alvarlegan glæp. Yfirvöld hafa ekki gefið frekari upplýsingar um glæpinn en fjölmiðlar á Nýja-Sjálandi...
20.03.2017 - 04:23

Heyrnartól sprungu á höfði flugfarþega

Kona vaknaði af værum blundi í flugvél á leið frá Peking til Melbourne í gær þegar þráðlaus heyrnartól sprungu á höfði hennar. Hún vaknaði við sprengjuhljóðið og henti af sér heyrnartólunum. Neistar flugu af þeim áður en það kviknaði í þeim og þau...
15.03.2017 - 05:12

Flugvél brotlenti á verslunarmiðstöð

Fimm eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á verslunarmiðstöð í Melbourne í Ástralíu að morgni þriðjudag á staðartíma. Daniel Andrews, fylkisstjóri Viktoríufylkis, segir þetta mannskæðasta flugslys í fylkinu í áratugi.
21.02.2017 - 02:14

Mega framselja Dotcom til Bandaríkjanna

Ný-sjálensk yfirvöld mega framselja tölvuþrjótinn Kim Dotcom til Bandaríkjanna samkvæmt úrskurði dómstóls þar í landi. Verjendur hans segja málinu þó hvergi nærri lokið og ætla að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls.
20.02.2017 - 06:44

Heimili ónýt eftir eldsvoða í Christchurch

Minnst ellefu heimili eru ónýt eftir mikinn eldsvoða sem geisar í ný-sjálensku borginni Christchurch. Hundruð hafa neyðst til að flýja heimili sín að sögn yfirvalda. AFP fréttastofan greinir frá því að þjóðvarðliðið hafi lýst yfir neyðarástandi í...
16.02.2017 - 02:08

Hundruð grindhvala syntu á land

Nærri fjögur hundruð grindhvalir drápust eftir að þeir syntu á land á Nýja-Sjálandi um helgina. Enn er lítið vitað um þennan sorglega en árvissa atburð.
13.02.2017 - 21:55