Skutu á Taílandskonung úr leikfangabyssum

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa til skoðunar mál tveggja unglingspilta sem skutu nýverið á Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun, konung Taílands, þar sem hann var á reiðhjóli í bænum Erding skammt frá München.
21.06.2017 - 12:49

Stjórnarflokkurinn felldi forsætisráðherrann

Rúmenska stjórnin féll í morgun eftir að þingið samþykkti tillögu um vantraust á hendur Sorin Grindeanu forsætisráðherra.
21.06.2017 - 12:39

Áhersla lögð á breska hagsmuni

Nýtt þing kom saman í Bretlandi í morgun og las Elísabet drottning stefnuræðu ríkisstjórnarinnar að venju, sem að þessu sinni fjallaði að stórum hluta um Brexit.
21.06.2017 - 12:31

Filippus prins lagður inn á sjúkrahús

Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, var í gærkvöld lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum. Í tilkynningu frá hirðinni segir að innlögnin hafi verið í varúðarskyni vegna sýkingar sem hrjái prinsinn. Hann er sagður...
21.06.2017 - 12:02

Franskir ráðherrar segja af sér

Francois Bayrou, dómsmálaráðherra Frakklands, lagði í dag fram afsagnarbeiðni sína. Hann er formaður miðjuflokksins MoDem sem verður í samstarfi við flokk Emmanuels Macrons forseta. Flokkurinn á yfir höfði sér rannsókn vegna ásakana um að hafa notað...
21.06.2017 - 08:50

Kennsl borin á árásarmann í Brussel

Belgíska öryggislögreglan hefur borið kennsl á mann sem sprengdi litla sprengju á lestarstöð í Brussel í gærkvöld. Jan Mambon innanríkisráðherra staðfesti það í sjónvarpsviðtali í morgun. Hann greindi þó hvorki frá nafni mannsins né hvort hann hefði...
21.06.2017 - 08:28

Aukin ógn af Rússum

Ógnin sem Eystrasaltsríkjunum stafar af Rússlandi hefur aukist mikið á síðustu þremur árum. Þetta segja forseti og utanríkisráðherra Lettlands. Nato hefur sent 4000 hermenn að landamærum Eystrasaltsríkjanna og Póllands á síðustu vikum.
20.06.2017 - 21:04

Fimm ára fangelsi fyrir sælgætissmygl

Dómstóll í Næstved í Danmörku hefur dæmt tvo danska bræður í samtals fimm ára fangelsi fyrir smygl. Þeir smygluðu ekki eiturlyfjum, vopnum eða neinu slíku, heldur gotteríi.
20.06.2017 - 15:55

4.000 hermenn NATO við landamæri að Rússlandi

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekki felast ögrun í því að 4.000 Nato-hermenn reiðubúnir í orrustu séu við landamæri Lettlands, Eistlands, Litháens og Póllands að Rússlandi. Stoltenberg segir í viðtali við norska...
20.06.2017 - 14:35

Mörg vopn fundust hjá árásarmanni í París

Franska lögreglan segist hafa fundið mikið af vopnum heima hjá manni sem ók í gær á lögreglubíl á Champs Elysees breiðgötunni í París. Meðal annars fundust tvær skammbyssur og Kalashnikov árásarriffill.
20.06.2017 - 10:40

Lenti í Gdansk vegna reyks í farþegarými

Farþegaþota frá SAS varð að lenda í skyndingu í Gdansk í Póllandi snemma í morgun þegar reykur gaus upp í farþegarýminu. Lendingin gekk að óskum. Engan sakaði.
20.06.2017 - 09:47

Varnarmálaráðherra Frakklands segir af sér

Sylvie Goulard, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði í dag af sér embætti. Hún er í miðflokknum MoDem sem styður flokk Marcons forseta. Goulard var þingmaður á Evrópuþinginu fyrir flokkinn áður en hún varð ráðherra í stjórn Macrons. Hún á yfir höfði...
20.06.2017 - 09:22

Ódæðismaðurinn í Lundúnum nafngreindur

Maðurinn sem ók inn í hóp múslima á gangstétt við Sjösystraveg í Finsbury Park-hverfinu í Lundúnum í gær hefur verið nafngreindur. Hann heitir Darren Osborne, er 47 ára gamall, fjögurra barna faðir frá Cardiff í Wales, en upprunninn í smábæ í...
20.06.2017 - 03:10

Fær tvo sólarhringa til að mynda stjórn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fól í kvöld Edouard Philippe, núverandi forsætisráðherra, að mynda nýja ríkisstjórn landsins.
19.06.2017 - 20:40

126 saknað af uppblásnum báti

Minnst 126 flóttamanna er saknað eftir að uppblásnum báti þeirra hvolfdi undan ströndum Líbíu á föstudagsmorgun. Örfáum tókst að synda í land. Þeir segja að lagt hafi verið af stað á fimmtudagskvöld en eftir nokkrar klukkustundir hafi bátnum hvolft.
19.06.2017 - 18:09