Höfuð og útlimi vantaði

Danska lögreglan staðfesti í dag að höfuð, hendur og fætur hefði vantað á búkinn sem fannst í sjónum við Amager í gær.
22.08.2017 - 15:32

Höfðu frekari hryðjuverk á prjónunum

Mohamed Houli Chemlal, einn fjórmenninganna sem komu fyrir dómara í Madríd í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkum í Katalóníu í síðustu viku, staðfesti að þeir hefðu haft enn frekari árásir á prjónunum.
22.08.2017 - 15:23

Áhyggjur af umfangsmiklum heræfingum Rússa

Stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi hafa áhyggjur af boðuðum umfangsmiklum heræfingum Rússa við landamæri ríkjanna. Allt að 100 þúsund rússneskir hermenn taka þátt í heræfingunum sem haldnar verða í Hvíta-Rússlandi, sem á landamæri að...
22.08.2017 - 13:08

Bræðrum bjargað á Ischa

Þremur ungum bræðrum var bjargað úr rústum heimilis síns á eynni Ischa, skammt frá Napólí, í nótt og í morgun. Tveir létust í jarðskjálfta sem reið yfir eyna í gærkvöld og tugir slösuðust.
22.08.2017 - 12:10

Enn loga eldar í Króatíu

Yfirvöld í Króatíu hafa gefið út viðvaranir vegna nýrra skógarelda sem blossað hafa upp í Dalmatíu-héraði og á eyjum undan ströndinni. Slökkviliðsmenn
22.08.2017 - 11:49

Tveir látnir eftir skjálftann á Ischia

Að minnsta kosti tveir létust í jarðskjálftanum sem reið yfir ítölsku eyna Ischia, skammt frá Napólí, í gærkvöld. Tugir slösuðust í skjálftanum.
22.08.2017 - 11:17

Grunaðir hryðjuverkamenn leiddir fyrir dómara

Fjórir menn, sem grunaðir eru um að tilheyra hópnum sem stóð á bak við hryðjuverkin á Spáni, voru leiddir fyrir dómara í Madrid í morgun.
22.08.2017 - 10:41

Kona lést í jarðskjálfta á Ítalíu

Kona lést og eins er saknað eftir að jarðskjálfti af stærðinni fjórir reið yfir ítölsku eyjuna Ischia í dag. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi og hefur þegar tekist að bjarga nokkrum undan rústunum. 
22.08.2017 - 03:29

Ökumaður sendibílsins fallinn

Lögregla í Katalóníu skaut í dag til bana Younes Abouyaaqoub, sem hafði verið leitað undanfarna daga. Talið er að hann hafi verið undir stýri þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks í miðborg Barselóna á fimmtudaginn var. Lögregan staðfesti...
21.08.2017 - 16:17

Ökumaður sendibílsins handtekinn

Yones Abouyaaqoub, sem talið er að hafi verið undir stýri þegar sendibíl var ekið á fjölda fólks í Barselóna í síðustu viku, var handtekinn í dag. Dagblaðið La Vanguardia í Barselóna greindi frá þessu fyrir stundu. Þar segir að Abouyaaqoub hafi...
21.08.2017 - 14:59

Forsetafrúin fær opinbert hlutverk

Brigitte Macron, eiginkona forseta Frakklands, fær opinbert hlutverk, að því er forsetaskrifstofan í París greindi frá í dag. Henni verður falið að vera fulltrúi Frakklands á opinberum vettvangi. Hún fær þó hvorki laun fyrir starfann né að ráða sér...
21.08.2017 - 13:21

Fórnarlömb árásanna í Katalóníu orðin fimmtán

Fimmtán eru látnir eftir hryðjuverkin í Katalóníu á Spáni í síðustu viku. Yfirvöld í héraðinu skýrðu frá því í dag að ódæðismennirnir hefðu verið að verki þegar maður var stunginn til bana í bíl í Barselóna. Tekist hefur að bera kennsl á alla sem...
21.08.2017 - 12:07

Ekið á hóp fólks í Marseille

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að bíl var ekið á hóp fólks á strætisvagnabiðstöð í Marseille í Frakklandi í dag. Bílstjórinn var handtekinn skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hvort hann ók viljandi á fólkið eða missti stjórn á bílnum...
21.08.2017 - 09:57

106 ára hælisleitanda vísað frá Svíþjóð

Elsta hælisleitanda heims hefur verið gert að fara aftur til Afganistan frá Svíþjóð. Hún flúði heimalandið ásamt fjölskyldu sinni árið 2015, en sonur hennar og barnabarn skiptust á að halda á henni yfir fjallgarða á leið sinni til Evrópu.
21.08.2017 - 06:17

Vill að sonur sinn gefi sig fram við lögreglu

Ættingjar og vinir Younes Abouyaaqoub, mannsins sem grunaður er um að hafa ekið á fólk á Römblunni í Barselóna á fimmtudag, ræddu við fjölmiðla í dag. Bandaríska NBC fréttastofan hefur eftir móður hans að hún vilji að hann gefi sig fram við lögreglu...
20.08.2017 - 23:44