70% barna eignast farsíma fyrir 10 ára aldur

Sjötíu prósent danskra barna eignast farsíma áður en þau ná 10 ára aldri og nálega helmingur barna á aldrinum 10 til 13 ára eru á Facebook þrátt fyrir að aldurstakmark þar sé 13 ár. Formaður Barnaráðs í Danmörku segir að foreldrar verði að kynna sér...
29.04.2017 - 14:46

Le Pen velur sér forsætisráðherraefni

Franski forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen tilkynnti í morgun að Nicolas Dupont-Aignan verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar ef hún ber sigur úr býtum í seinni umferð forsetakosninganna. Þær fara fram eftir rúma viku. Dupont-Aignan var einn...

Þingforseti sviptur völdum

Forsætisnefnd þings Evrópuráðsins samþykkti í dag að svipta Pedro Agramunt þingforseta völdum. Hann hafði það helst til saka unnið að taka sér ferð á hendur til Sýrlands í síðasta mánuði, þar sem hann hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að máli.
28.04.2017 - 17:56

Átta fermetra kofi á rúmar ellefu milljónir

Þetta fallega litla hús er á eyjunni Kjøkøy við utanverðan Óslóarfjörð í Noregi. Húsið er smátt, aðeins átta fermetrar, og verðið hefur vakið mikla athygli; 900.000 norskar, jafnvirði rúmlega ellefu milljóna íslenskra króna. Það gerir tæpa eina og...
28.04.2017 - 16:58

Málmþreyta olli þyrluslysi í Noregi

Málmþreyta í tannhjóli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla frá norska fyrirtækinu CHC Helikopter fórst á Hörðalandi í Noregi með þrettán manns. Slysið varð 29. apríl í fyrra. Í framhaldinu ákvað Airbus fyrirtækið að kyrrsetja allar þyrlur sömu...
28.04.2017 - 16:01

Tillaga Íra rædd á leiðtogafundi

Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman á morgun til að ræða helstu markmið í viðræðum um úrsögn Breta úr sambandinu. Á fundinum verður rædd umdeild tillaga frá stjórnvöldum á Írlandi. 
28.04.2017 - 11:51

Briois valinn leiðtogi til bráðabirgða

Franska Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, hefur fengið nýjan leiðtoga til bráðabirgða, þann annan á nokkrum dögum. 
28.04.2017 - 10:44

Rússar mótmæla NATO-fundi

Rússar mótmæla fundi Atlantshafsbandalagsríkja á Svalbarða og segja að hann brjóti gegn anda Svalbarðasamkomulagsins frá árinu 1920. Fundurinn sé ögrandi aðgerð og geti aukið á spennu milli Rússlands og NATO í norðri.
28.04.2017 - 09:13

Skipað að birta áætlun gegn mengun

Hæstiréttur í Bretlandi hefur fyrirskipað bresku ríkisstjórninni að birta án tafar áætlun um aðgerðir gegn loftmengun. Í úrskurði hæstaréttar segir að óheimilt sé að fresta því að birta áætlunina fram yfir komandi þingkosningar í júní eins og...
28.04.2017 - 09:05

Fimm látnir eftir árásina í Stokkhólmi

Yfirvöld í Svíþjóð greindu frá því í morgun að kona hefði látist á sjúkrahúsi af meiðslum sem hún hlaut í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi fyrr í þessum mánuði.
28.04.2017 - 08:39

Átök á þingi Makedóníu

Gjorge Ivanov, forseti Makedóníu, hvetur landsmenn til að halda ró sinni eftir atburðina á þingi í gær. Fjöldi manna réðst inn í þinghúsið í Skopje í gær til að mótmæla kosningu þingforseta úr röðum albanska minnihlutans í landinu. 
28.04.2017 - 07:59

Stjórnin í Trípólí ekki með neina áætlun

Stjórnvöld í Trípólí hafa enga áætlun um hvernig draga megi úr straumi flóttamanna og hælisleitenda frá Líbíu til Evrópu. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir embættismönnum hjá Evrópusambandinu. 
27.04.2017 - 15:42

Frambjóðendum mótmælt í París og Rennes

Lögregla beitti táragasi til að stöðva mótmæli námsmanna nærri Bastillutorginu í París í morgun. Hundruð námsmanna höfðu safnast þar saman til að lýsa yfir andúð á forsetaframbjóðendunum tveimur Marine Le Pen og Emmanuel Macron.
27.04.2017 - 13:58

Rússneskt skip sökk á Svartahafi

Eftirlitsskip á vegum rússneska flotans sökk eftir árekstur við flutningaskip á Svartahafi í morgun. Áhöfninni var bjargað.
27.04.2017 - 13:49

Samstaða í ESB fyrir Brexit-viðræður

Samstaða er innan Evrópusambandsins fyrir viðræðurnar um úrsögn Breta úr sambandinu. Þetta sagði Louis Grech, varaforsætisráðherra Möltu, á blaðamannafundi í Brussel í morgun, en Maltverjar eru nú í forsæti Evrópusambandsins.
27.04.2017 - 12:03