Umdeild kynlífsvélmenni brátt á markað

Ekki líður á löngu þar til afar raunveruleg vélmenni, sem hönnuð eru til kynlífsiðkunar komi á markað. Til stendur að selja fyrstu eintökin í byrjun næsta árs. Vélmennin eiga að vera með 37 gráðu líkamshita, geta hreyft sig, talað, sýnt líkamleg...
27.04.2017 - 14:17

Rússar gagnrýna árás Ísraelsmanna

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna árás Ísraelsmanna í Sýrlandi í morgun og segja að Ísraelsmönnum og öðrum beri að forðast aðgerðir sem aukið geti spennuna í þessum heimshluta.

Ætlaði að skella skuld á flóttafólk

Lögregla í Þýskalandi handtók í gær liðsforingja í þýska hernum, sem talið er að hafi verið að skipuleggja skotárás sem flóttafólki yrði kennt um. Manninum hafði tekist að skrá sig sem sýrlenskan flóttamann í Þýskalandi, án þess að tala orð í...
27.04.2017 - 14:04

Frambjóðendum mótmælt í París og Rennes

Lögregla beitti táragasi til að stöðva mótmæli námsmanna nærri Bastillutorginu í París í morgun. Hundruð námsmanna höfðu safnast þar saman til að lýsa yfir andúð á forsetaframbjóðendunum tveimur Marine Le Pen og Emmanuel Macron.
27.04.2017 - 13:58

Rússneskt skip sökk á Svartahafi

Eftirlitsskip á vegum rússneska flotans sökk eftir árekstur við flutningaskip á Svartahafi í morgun. Áhöfninni var bjargað.
27.04.2017 - 13:49

Ólafur Darri rifjar upp kynni sín af Demme

Ólafur Darri Ólafsson rifjar á Facebook upp kynni sín af bandaríska leikstjóranum Jonathan Demme sem lést í gær, 73 ára aldri, eftir baráttu við krabbamein. Hann segist hafa heyrt í leikstjóranum fyrir aðeins þremur vikum þar sem þeir ræddu um að...
27.04.2017 - 13:32

Samstaða í ESB fyrir Brexit-viðræður

Samstaða er innan Evrópusambandsins fyrir viðræðurnar um úrsögn Breta úr sambandinu. Þetta sagði Louis Grech, varaforsætisráðherra Möltu, á blaðamannafundi í Brussel í morgun, en Maltverjar eru nú í forsæti Evrópusambandsins.
27.04.2017 - 12:03

„Trump setur Bandaríkin í fyrsta sæti“

Fjölmiðlar víða um heim fjalla ítarlega um það hverju Donald Trump hefur áorkað á fyrstu 100 valdadögum sínum. Enn er af fáu að státa – en miklar breytingar eru boðaðar, eins og Lilja Alfreðsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra,...
27.04.2017 - 11:04

Útilokar ekki hernað með Bandaríkjamönnum

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, útilokar ekki þátttöku í hernaðaraðgerðum með Bandaríkjamönnum beiti sýrlenski stjórnarherinn aftur efnavopnum í stríðinu gegn uppreisnarmönnum.
27.04.2017 - 11:18

Renzi stefnir á endurkomu

Flest bendir til að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, verði endurkjörinn leiðtogi ítalska Lýðræðisflokksins þegar leiðtogakjör fer fram á sunnudag. Kannanir gefa til kynna að hann hafi mun meira fylgi meðal flokksmanna en keppinautarnir.
27.04.2017 - 11:10

Foster og Hopkins minnast Demme

Jodie Foster og Anthony Hopkins, sem léku Clarice Sterling og Hannibal Lecter í Óskarsverðlaunamyndinni Silence of the Lambs, eru meðal þeirra sem hafa minnst leikstjóra myndarinnar, Jonathan Demme sem lést á miðvikudag. „Það hefði þurft að hanna...
27.04.2017 - 11:06

Hvetja til flugbannssvæðis yfir Sýrlandi

Sýrlenskir Kúrdar hvetja til þess að lýst verði yfir flugbannssvæði yfir norður Sýrlandi. Að minnsta kosti 20 létu lífið og 19 særðust í loftárásum Tyrkja á varnarsveitir sýrlenska Kúrda í gær.
27.04.2017 - 07:55

Boston og Washington unnu í nótt

Boston Celtics og Washington Wizards eru einum sigri frá því að komast upp úr 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir leiki næturinnar. Washington vann nauman sigur á Atlanta Hawks í höfuðborginni, og Boston lagði Chicago Bulls með...
27.04.2017 - 06:42

Of gömul fyrir ellilífeyrinn

Maria Félix gat ekki fengið ellilífeyrinn sinn greiddan í þrjá mánuði. Bankinn hennar taldi hana of gamla til þess að geta fengið nauðsynlegt bankakort til þess að geta nýtt lífeyrinn. Félix verður 117 ára í júlí.
27.04.2017 - 06:15

Sammála um að endursemja um NAFTA

Mexíkó, Kanada og Bandaríkin hafa komist að samkomulagi um að semja um fríverslunarsamning ríkjanna, NAFTA, upp á nýtt. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gærkvöld. Í yfirlýsingunni segir að Donald Trump, forseti, hafi ákveðið að...
27.04.2017 - 05:46