Naumur tími til stjórnarmyndunar

Líkur virðast litlar á að stjórnmálaflokkum á Norður-Írlandi takist að mynda starfhæfa stjórn áður en frestur til þess rennur út á morgun.
28.06.2017 - 11:26

Katar sakar grannríki um ósveigjanleika

Utanríkisráðherra Katar sakaði í morgun Sádi-Araba og bandamenn þeirra um ósveigjanleika og sagði ekki hægt að leggja fram kröfur án möguleika á að semja um þær.
28.06.2017 - 11:15

Kínverjar í vinnuþrælkun víða um heim

Kína hefur verið fært niður í þriðja og neðsta flokk þegar kemur að því að takast á við mansal, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í þeim flokki eru einnig Rússland, Sýrland, Suður-Súdan og Íran.
28.06.2017 - 10:32
Erlent · Kína · mansal

Sögðu upp eftir að frétt var dregin til baka

Þrír fréttamenn CNN hafa sagt störfum sínum lausum eftir að fréttastöðin dró til baka frétt sem þeir höfðu skrifað um meint tengsl Bandaríkjaforseta og starfsliðs hans við rússneskan fjárfestingasjóð.
28.06.2017 - 10:56

Liu Xiaobo boðin læknismeðferð í Taívan

Stjórnvöld í Taíwan hafa boðið kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo að koma þangað til læknismeðferðar. Honum var sleppt úr fangelsi í Kína á mánudag eftir að hann var greindur með ólæknandi krabbamein.
28.06.2017 - 08:24
Erlent · Kína · Taiwan

Tölvuárásin á Maersk árás á danskt samfélag

Tölvuárásin á danska skipafélagið Maersk í gær er árás á Danmörku sem samfélag. Þetta segir Brian Mikkelsen, efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur. „Fyrir mér er þetta nánast efnahagslegt hryðjuverk, vegna þess að þetta getur sett stöndug...
28.06.2017 - 05:32

Skæruliðar FARC leggja formlega niður vopn

Yfir 7.000 fyrrverandi liðsmenn kólumbísku skæruliðahreyfingarinnar FARC afvopnuðust í gær og þar með er hálfrar aldar uppreisn þeirra gegn kólumbískum stjórnvöldum formlega lokið. Hópur skæruliða afhenti fulltrúum Sameinuðu þjóðanna formlega vopn...
28.06.2017 - 03:40

Skutu kengúru og klæddu hana í hlébarðasjal

Ástralir eru æfareiðir út í dýraníðinga sem skutu kengúru til bana, bundu hana fasta í stól með vínflösku í hönd, klæddu hana í sjal með hlébarðamynstri og stilltu henni upp við þjóðveg í úthverfi borgarinnar Melbourne. „Þetta er viðurstyggileg og...
28.06.2017 - 03:02

Handsprengjum varpað á hæstarétt úr þyrlu

Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur fordæmt það sem hann kallar „hryðjuverkaárás“ á húsakynni hæstaréttar landsins. Í ávarpi sem sjónvarpað var í ríkismiðlinum fullyrti Maduro að tveimur handsprengjum hafi verið varpað að húsinu úr...
28.06.2017 - 02:19

Tugir slösuðust þegar lest fór út af sporinu

Tugir hlutu minniháttar meiðsl þegar neðanjarðarlest fór út af sporinu á Manhattan í New York í dag. Hundruð farþega voru föst í lestarvögnum í rúmlega eina og hálfa klukkustund á meðan greitt var úr vandanum. Óhappið varð á milli tveggja...
28.06.2017 - 00:50

Henti smámynt í flugvélarhreyfil í von um gæfu

Hjátrúarfull áttræð kona henti nokkrum krónupeningum inn í flugvélarhreyfil á flugvelli í Sjanghæ í Kína því hún taldi það vita á gæfu. Fluginu hennar seinkaði í kjölfarið um meira en fimm klukkustundir.
27.06.2017 - 22:08

„Hér líða uppvakningar um göturnar“

Útbreiðsla og misnotkun verkjalyfsins Fentanýls er sagt vera ein af helstu ástæðum þess að ofneysla eiturlyfja hefur aukist gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarin ár. Of stór skammtur eiturlyfja er nú algengasta dánarorsök Bandaríkjamanna undir 50...
27.06.2017 - 21:41

Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana aftur strand

Öldungaþingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum neyðast til að fresta atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem á að leysa heilbrigðistryggingarkerfið sem kennt er við Barack Obama af hólmi. Stuðningur við frumvarpið er ekki nægilegur innan raða...
27.06.2017 - 21:01

Michael Nyqvist er látinn

Sænski leikarinn Michael Nyqvist er látinn, 56 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.
27.06.2017 - 20:36

„Þvottavélin gæti kostað minna út í búð“

Evrópusambandið sektaði netrisann Google um tvo og hálfan milljarð evra, eða því sem nemur 300 milljörðum kórna, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Almannatengill segir ljóst úrskurðurinn sé þungt högg fyrir Google, en sé um leið stórt...
27.06.2017 - 19:53