Malaríufaraldur í Suður-Súdan

Fleiri en 4.000 manns hafa dáið úr malaríu í Suður-Súdan síðan í febrúar og yfir 900.000 veikst. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytis landsins greindi tyrknesku fréttastofunni Anadolu frá þessu.
18.08.2017 - 12:06

Fórnarlambanna í Barselóna minnst

Fimmtán fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Barselóna og Cambrils var minnst í dag með einnar mínútu þögn á Katalóníutorgi í hjarta Barselóna. Þeirra var einnig minnst á sama hátt í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Spænska lögreglan leitar...
18.08.2017 - 11:16

Ekki ástæða til að hækka viðbúnaðarstig

„Það sem við höfum síðast fengið frá lögreglunni er að það sé ekki ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið á Íslandi. Við höfum séð að lögreglan hefur verið með vissar ráðstafanir þegar eru fjöldasamkomur,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra...
18.08.2017 - 10:36

Gruna 17 ára pilt um hryðjuverkið í Barselóna

Spænska lögreglan telur að sautján ára piltur, Moussa Oukabir að nafni, hafi verið undir stýri þegar sendibíl var ekið á vegfarendur í miðborg Barselóna í gær. Fréttum ber ekki saman um hvort hann hafi verið handtekinn í morgun í bænum Ripoll eða sé...
18.08.2017 - 09:30

Fleiri en 400 hafa fundist látin

Staðfest er að meira en 400 hafi farist í flóðum og aurskriðum í Sierra Leone undanfarna daga, um 600 er enn saknað. Talsmaður Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Sierra Leone greindi frá þessu í morgun.
18.08.2017 - 09:22

Árás á annað ríkið árás á bæði

Ráðamenn í Norður-Kóreu verða að gera sér grein fyrir því að árás á Japan jafngildir árás á Bandaríkin. Þetta sagði Joe Dunford, formaður bandaríska herráðsins, hæst setti herforingi Bandaríkjamanna, að loknum fundi með japönskum starfsbróður sínum...
18.08.2017 - 08:57

Þriðji maðurinn handtekinn

Fimm grunaðir hryðjuverkamenn voru vegnir eftir að bifreið var ekið á vegfarendur í bænum Cambrils á norðaustur Spáni í gærkvöld. Lögregla leitar enn mannsins sem varð þrettán að bana og særði um 100 í Barselóna í gær. Þrír eru í haldi lögreglu...
18.08.2017 - 08:02

„Eins og borgin hefði dáið í smástund“

Íbúar Barselóna hafa síðustu ár búið við hryðjuverkaógn segir Harpa Sigurfinnsdóttir sem bjó í borginni um árabil og er þar á ferðalagi. Hún var í nágrenni Römblunnar þegar hryðjuverkin voru framin í gær. Harpa segir að þögn hafi færst yfir borgina...
18.08.2017 - 08:02

Fórnarlömbin frá 24 löndum

Bílstjórinn sem ók sendibíl inn á Römbluna í Barselóna í gær er enn ófundinn. Lögregla handtók tvo menn í borginni í gær í tengslum við árásina. Fimm grunaðir hryðjuverkamenn voru skotnir til bana af lögreglu í borginni Cambrils í nótt, um 120...
18.08.2017 - 06:34

Telur Trump segja af sér fyrir áramót

Ævisagnaritari Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, telur hann eiga eftir að hætta störfum áður en kjörtímabili hans lýkur. Hringurinn sé stöðugt að þrengjast að honum og brátt eigi hann engra annarra kosta völ.
18.08.2017 - 06:12

Forseti Suður-Kóreu fær falleinkunn

Forseti Suður-Kóreu fær falleinkunn fyrir fyrstu hundrað daga sína í embætti í pistli í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu. Forsetinn er sagður hræsnari vegna ummæla sinna í tilefni hundrað daga setunnar.
18.08.2017 - 05:46

Sorgardagur í Katalóníu

Lögregla skaut fimm grunaða hryðjuverkamenn til bana í spænsku borginni Cambrils í nótt. Mennirnir óku á gangandi vegfarendur og særðu sex almenna borgara. Þeir eru taldir tengjast hryðjuverkaárásinni í Barselóna í gær.
18.08.2017 - 04:48

Tíu ára stúlka fæddi barn á Indlandi

Barn var tekið með keisaraskurði úr tíu ára stúlku á Indlandi sem varð ófrísk eftir nauðgun. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, vissi stúlkan ekki af því að hún væri þunguð. Hæstiréttur Indlands hafnaði því í síðasta mánuði að rjúfa meðgöngu...
18.08.2017 - 04:17
Erlent · Asía · Indland

Saga Trumps af hershöfðingja hrakin

Skömmu eftir að fregnir bárust af hryðjuverkaárásinni í Barselóna í gær fordæmdi Bandaríkjaforseti árásina og bauð fram aðstoð Bandaríkjanna. Að því loknu setti hann inn aðra færslu á Twitter þar sem hann bað fylgjendur sína um að kynna sér aðferðir...

Grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Cambrils

Spænska lögreglan felldi fjóra grunaða hryðjuverkamenn og særði einn í lögregluaðgerð í borginni Cambrils, um 100 kílómetrum suður af Barselóna. Lögreglan og innanríkisráðuneytið greindu frá þessu um miðnætti. Skömmu fyrir miðnætti beindu yfirvöld...