Pakistanar reisa landamæragirðingu

Pakistanar hafa hafist handa við að reisa 2.430 kílómetra langa varnargirðingu meðfram endilöngum landamærunum við Afganistan. Um leið og varnargirðingin verður reist er ætlunin að fjölga eftirlitsmyndavélum á landamærunum til mikilla muna....
27.03.2017 - 01:41

Mannskæðar árásir í Austur-Úkraínu

Tveir almennir borgarar og þrír úkraínskir hermenn féllu í stórskotahríð aðskilnaðarsinna norður af Donetsk í Austur-Úkraínu í dag. Hermennirnir féllu þegar sprengikúlum rigndi yfir Avdiivka-herstöðina, um 12 kílómetra frá Donetsk, höfuðvígi...
26.03.2017 - 23:50

Stjórnarmyndunarviðræður í uppnámi á N-Írlandi

Stjórnarmyndunarviðræður á Norður-Írlandi virðast hafa siglt í strand. Michelle O´Neill, leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, sagði í kvöld að ekki yrði lengra komist í viðræðunum. Friðarsamkomulag stríðandi fylkinga frá 1998, sem kennt er við...
26.03.2017 - 21:09

Yfirheyrsluaðferðum lögreglunnar breytt

Misferli, spilling og falskar játningar virðast fyrirfinnast víðar en í Bandaríkjunum. Þannig útskýrir lögfræðingur, sem staddur er hér á landi, vinsældir heimildaþáttanna Making a Murderer. Hann segir þættina hafa haft mikið áhrif. Lögreglumenn í...
26.03.2017 - 19:03

Flokkur Merkel sigrar í Saarlandi

Kristilegum demókrötum (CDU), flokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, er spáð afgerandi sigri í ríkiskosningum sem fram fóru í Saarlandi í dag. Samkvæmt útgönguspám er útlit fyrir flokkurinn fái yfir 40% atkvæða og bæti fimm prósentustigum við...

Navalny handtekinn í miðjum mótmælum í Moskvu

Um 130 mótmælendur voru handteknir í Moskvu í dag, meðal þeirra Alexei Navalny, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum, sem Navalny stóð fyrir og beinast gegn spillingu.
26.03.2017 - 12:23

Skotárás á fjölsóttum skemmtistað

Einn lést og fjórtán særðust slösuðust í skotárás á næturklúbbi í Cincinnati í Bandaríkjunum í nótt. Fólkið var flutt á fjögur nærliggjandi sjúkrahús. Nokkrir eru sagðir í lífshættu.
26.03.2017 - 11:22

Aðdáendur minntust Reynolds og Fisher

Á annað þúsund manns sóttu minningarathöfn um leikkonurnar og mæðgurnar Debbie Reynolds og Carrie Fisher sem létust með skömmu millibili í desember. Todd Fisher, sonur Debbie og bróðir Carrie, skipulagði athöfnina sem fór fram nærri Forrest Lawn-...
26.03.2017 - 09:48

Spáð spennandi kosningum í Búlgaríu

Þingkosningar eru hafnar í Búlgaríu, ein fátækasta aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta eru þriðju þingkosningarnar þar í landi á fjórum árum. Búist er við spennandi kosningum, þar sem sósíalistar gera sér vonir um að halda forsætisráðherranum...
26.03.2017 - 06:54

Fyrsta konan í stöðu æðsta leiðtoga Hong Kong

Carrie Lam var í morgun kosin næsti leiðtogi kínverska sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, fyrst kvenna. Lam, sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing, þótti frá upphafi nokkuð örugg um að hafa betur gegn keppinautum sínum tveimur, John Tsang og Woo...
26.03.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína · Stjórnmál

40 lögreglumenn hálshöggnir

Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó gerðu minnst 40 lögreglumenn höfðinu styttri er þeir réðust á bílalest lögreglumanna í Kasai-héraði í landinu miðju. Yfirvöld í héraðinu greindu frá þessu. Liðsmenn Kamwina Nsapu-...

Segjast hafa fellt al Kaída-foringja

Bandaríkjamenn segjast hafa fellt foringja úr al Kaída, Qari Yasin að nafni, sem talinn er hafa skipulagt margar mannskæðar hryðjuverkaárásir á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Yasin hafi verið veginn...
26.03.2017 - 04:16

Sprenging í Liverpool

Eitt hús eyðilagðist og nokkur nærliggjandi hús skemmdust í sprengingu í útjaðri Liverpool í kvöld. Um þrjátíu manns slösuðuðust í sprengingunni, tvö voru flutt á sjúkrahús, alvarlega slösuð, en aðrir hlutu minniháttar meiðsli. Engar vísbendingar...
26.03.2017 - 01:56

Hlé gert á sókninni að Mósúl

Írakski herinn tilkynnti í kvöld að hlé verði gert á sókn gegn vígamönnum hins svokallaða Íslamska ríkis, í borginni Mósúl. Við hernaðinn hefur íraksher notið fulltingis Bandaríkjahers og bandalagsþjóða, sem meðal annars hafa gert loftárásir á...
26.03.2017 - 01:10

Westminster: Morðinginn einn að verki

Khalid Masood var einn að verki þegar hann ók inn í hóp fólks og réðist á lögregluþjón við þinghúsið í Westminster í Lundúnum á miðvikudag, og ekkert bendir til þess að fleiri árásir séu í bígerð, að sögn lögreglu. Íslamska ríkið hefur lýst sig...
26.03.2017 - 00:12